Nostalgían réði ríkjum í Hlöðunni hjá Helga Björns um helgina. Gestir Helga í þættinum voru meðal annars Erla Ragnarsdóttir söngkona og aðalsprauta Dúkkulísanna sem var ein vinsælasta hljómsveitum landsins í kringum 1985 og Jón Ólafsson sem á sama tíma fór fyrir sveitunum Bítlavinafélagsins og Possibillies.
Erla fór kostum og söng helstu hittara Dúkkulísanna eins og Svart hvíta hetjan mín og Pamela í Dallas. Katla Vigdís Vernharðsdóttir úr Between Mountains söng annað lagið með Erlu. Allur hópurinn lokaði svo þættinum með goðsagnakenndum slagara Bítlavinafélagins „Þrisvar í viku“ um Auðbjörn, tvítuga töffarann sem fær ekki nóg af ljósabekkjum.
Þátturinn um helgina var númer 37 í þáttaröðinni en þessi vor renningur þáttaraðarinnar var minna kynntur en fyrri renningar seríunnar. Það kom því framleiðendum þátttanna mjög þægilega á óvart að eftir skoðun á áhorfi á Sjónvarpi Símans eftir helgina kemur í ljós að þáttur helgarinnar er með þriðja mesta áhorf allra þátta vetrarins.
„Það kom okkur ánægjulega á óvart að þáttaröðin myndi starta svona sterk, en síðasti þáttur var númer 36 og því magnað hvað er mikil eftirspurn,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Framundan eru svo fimm frábærar helgar með Helga og Reiðmönnunum