Þrjú lög komust áfram í kvöld

Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú lög komust áfram í seinni undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Áhorfendur kusu tvö lög áfram úr keppninni sem fór fram í kvöld. Annað lagið sem áhorfendur kusu áfram til að keppa í úrslitum Söngvakeppninnar 2022 var framlag Reykjavíkurdætra, lagið Tökum af stað.

Reykjavíkurdætur fluttu lagið Tökum af stað.
Reykjavíkurdætur fluttu lagið Tökum af stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitt lagið sem tryggði sér sæti í úrslitum var lagið Þaðan af með Kötlu. 

Katla komst áfram í kvöld.
Katla komst áfram í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjórn keppninnar ákvað þó að hleypa einu lagi enn áfram (wild card) og var það Don’t you know, íslenska útgáfan í flutningi systkinanna Más Gunnarssonar og Ísoldar Wilberg en þau komu fram undir nafninu Amarosis.

Úrslit keppn­inn­ar munu fara fram næsta laugardag 12. mars og verða fimm lög flutt sem keppast um að komast á Eurovision söngvakeppninni sem fer fram í Tórínó á Ítalíu í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg