Látin aðeins 40 ára að aldri

Fjölmiðlakonan Deborah James ásamt Vilhjálmi bretaprins.
Fjölmiðlakonan Deborah James ásamt Vilhjálmi bretaprins. Skjáskot/Instagram

Breska fjölmiðlakonan, Deborah James, er látin eftir fimm ára baráttu við ristilskrabbamein. James átti farsælan feril í fjölmiðlum sem hófst þegar hún gerðist blaðamaður á götublaðinu The Sun á sínum tíma en síðast starfaði hún hjá BBC og hélt úti vinsæla hlaðvarpsþættinum You, Me And The Big C. 

Ástvinir James deildu sorgarfregnunum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en James og fjölskyldu hennar hafði verið gert grein fyrir því frá upphafi veikindanna að hún ætti ekki langan líftíma eftir. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Við erum mjög sorgmædd að tilkynna ykkur um andlát Dame Deborah James; bestu eiginkonu, dóttur, systur og mömmu í heimi. Deborah lést á friðsamlegan hátt í dag umvafin fjölskyldu sinni,“ var skrifað við myndafærslu á Instagram sem sýndi James þegar hún var á hápunkti lífsins.

Barðist til síðasta dags

James var mikil baráttukona og barðist hetjulega við krabbameinið fram til síðasta dags. Hún hélt úti hlaðvarpsþættinum til að auka vitund almennings á ristilkrabbameini og miðla alls kyns fróðleik til krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra. James hrundi af stað söfnun í nafni hlaðvarpsins, You, Me And The Big C, til styrktar rannsóknum á krabbameini og hafði henni tekist að safna 6,8 milljónum punda en sú upphæð nemur rúmlega einum milljarði íslenskra króna. 

Deborah James lætur eftir sig eiginmann til 14 ára, Sebastien Bowen, og börnin tvö; Hugo, 14 ára og Eloise, 12 ára.

View this post on Instagram

A post shared by Deborah James (@bowelbabe)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar