Helgi Björns í beinni um verslunarmannahelgina

Helgi Björns verður í beinu streymi um verslunarmannahelgina.
Helgi Björns verður í beinu streymi um verslunarmannahelgina. Ljósmynd/Mummi Lú

Helgi Björnsson heimsækir alla landsmenn um verslunarmannahelgina en hann verður með tónleika í beinu streymi frá Tjörninni á laugardagskvöldið.

„Við gerðum þetta í fyrra og það tókst vel. Okkur langar að gera þetta aftur, einfaldlega vegna þess að það er margt fólk sem hefur gaman af því að geta fengið okkur til sín, hvar sem það er statt á landinu eða útí heimi. Allir hafa möguleika á því að skemmta sér með okkur og sínum vinum og vandamönnum“ segir Helgi.

Helgi verður með úrval gesta með sér eins og venjulega en eins og venjan er þá kemur gestalistinn á óvart. Reiðmenn vindanna verða á sínum stað og efnisskráin að vanda við alþýðu skap. „Við ætlum að eiga saman gæðastund og bjóða upp á vandaða tónlistardagskrá í takt við það sem við höfum verið að gera en við stráum fallegum sumar tónum yfir þetta,“ segir Helgi.

Þannig verður kvöldskemmtun Helga og Reiðmannanna aðgengileg öllum, hvar sem þeir eru í heiminum. Streymið hefst klukkan 21:00 og hægt að tryggja sér aðgengi í gegnum Símann, Vodafone og vVenue netstreymi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan