Tate bannaður á Facebook og Instagram

Andrew Tate birti þessa mynd af sér á Instagram þar …
Andrew Tate birti þessa mynd af sér á Instagram þar sem hann hefur verið með 4,5 milljónir fylgjenda. Ljósmynd/Andrew Tate

Andrew Tate hefur verið bannaður af samfélagsmiðlum Meta, bæði Facebook og Instagram. 

Bannið hlaut hann fyrir að brjóta stefnu Meta er varðar „hættulegar stofnanir og einstaklinga“, en Tate segir sjálfan sig vera karlrembu (e. sexist). Guardian segir frá.

Tate kom fram í þátt­un­um „Big Brot­her“ eftir að hann varð heims­meist­ari í bar­daga­grein­inni „kick-box“.

Hann var rek­inn úr þátt­un­um eft­ir að það birt­ist mynd­band af hon­um þar sem hann sást berja konu með belti. Seinna full­yrtu hann og kon­an í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu að bar­smíðarn­ar hefðu verið með samþykki kon­unn­ar og því ekki um of­beldi að ræða.

Fylgjendur að mestu ungir karlmenn

All­ar göt­ur síðan hef­ur Tate viðrað um­deild­ar skoðanir sín­ar á sam­fé­lags­miðlum. Árið 2017 var aðgangi hans á Twitter lokað fyr­ir til­stilli fyr­ir­tæk­is­ins vegna ít­rekaðrar hat­urs­fullr­ar orðræðu hans, sem beind­ist einkum gegn kon­um og sam­kyn­hneigðum.

Lét hann meðal ann­ars þau orð falla að kon­ur ættu að axla ábyrgð á því kyn­ferðisof­beldi sem þær verði fyr­ir.

Und­ir­skriftal­ist­ar, fjöl­miðlaum­fjall­an­ir og her­ferðir hafa skotið upp koll­in­um þar sem mark­miðið hefur verið að fá Tate út­hýst af sam­fé­lags­miðlum, einkum TikT­ok þar sem hann á sér í dag um 3,5 millj­óna fylgj­enda­hóp. Að stærst­um hluta eru fylgj­end­ur hans ung­ir karl­menn, en á TikT­ok geta börn átt aðgang frá 13 ára aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg