Fyrsti þáttur af spurninga- og skemmtiþættinum Ertu viss? verður í beinni útsendingu hér á mbl.is þegar klukkan slær 19.00.
Smelltu hér til að skrá þig til leiks!
Stjórnendur þáttarins eru skemmtilegustu systur í heimi, þær Eva Ruza og Tinna Miljevic, sem hafa verið í startholunum síðustu daga og tilbúnar að hefja leika.
Þátttakendur láta fara vel um sig í sófanum heima á meðan þeir skrá sig til leiks og taka þátt í spurningaþættinum sem einkennist af stemningu, spennu og stórglæsilegum vinningum frá samstarfsaðilum þáttarins.
Spilað er upp á hvaða þátttakendur svara réttast og hraðast í hverjum flokki fyrir sig. Fimm flokkar eru spilaðir í hverjum þætti og fá 10 efstu þátttakendur í hverjum flokki vinning en einn þátttakandi hlýtur aðalvinning kvöldsins fyrir að vera efstur í öllum fimm flokkunum.
Allar nánari upplýsingar um skráningu, leikreglur, vinninga og útsendinguna sjálfa má nálgast HÉR og hægt er að senda sérstakar fyrirspurnir á netfangið ertuviss@mbl.is.
Þá geta áhugasamir einnig nálgast beina útsendingu á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans.