Spurningaþátturinn Ertu viss? fer í loftið í kvöld

Systurnar Eva Ruza og Tinna eru stjórnendur spurningaþáttarins Ertu viss?
Systurnar Eva Ruza og Tinna eru stjórnendur spurningaþáttarins Ertu viss? mbl.is/Hákon Pálsson

Gáfna­ljós­um á öll­um aldri gefst nú kost­ur á að spreyta sig á vel völd­um spurn­ing­um heim­an úr stofu þegar fyrsti þátt­ur af Ertu viss? verður sýnd­ur í beinni út­send­ingu í kvöld, fimmtu­dags­kvöld. Þátt­ur­inn hefst á slag­inu kl. 19.00 hér á mbl.is og er þátt­taka ókeyp­is.

Um er að ræða nýj­an skemmti- og spurn­ingaþátt úr smiðju Árvak­urs í fram­leiðslu Studio M sem syst­urn­ar og skemmtikraft­arn­ir Eva Ruza og Tinna Milj­evic stýra öll fimmtu­dags­kvöld í vet­ur.

Systurnar eru samrýmdar og vega hvor aðra upp.
Syst­urn­ar eru sam­rýmd­ar og vega hvor aðra upp. mbl.is/Á​gúst Óli­ver

„Mér líður bara eins og ég sé að fara í ferðalag með Evu þannig ég er rosa­lega ró­leg,“ seg­ir Tinna aðspurð um spennu­stigið. Tinna er held­ur bet­ur að stíga út fyr­ir sinn þæg­ind­aramma en þetta verður í fyrsta sinn sem hún verður fyr­ir fram­an sjón­varps- og mynda­vél­ar fyr­ir fram­an alþjóð.

„Ég er búin að vera að æfa mig mjög mikið og hef verið að spjalla svo­lítið við speg­il­inn und­an­farið,“ seg­ir Tinna og hlær. „Þegar ég stend við hliðina á Evu þá dett ég ósjálfrátt í gír­inn með henni svo þetta get­ur ekki klikkað. Við nær­umst á hvor ann­arri,“ seg­ir Tinna með mik­illi til­hlökk­un fyr­ir kvöld­inu. 

Geggjaðir vinn­ing­ar fyr­ir snögg gáfna­ljós

Sam­starfsaðilar þátt­ar­ins sjá til þess að sig­ur­veg­ur­um verða veitt­ir veg­leg­ir vinn­ing­ar, svo sem raf­tæki og gjafa­bréf, en tíu efstu þátt­tak­end­ur fá vinn­ing ásamt ein­um aðal­vinn­ings­hafa kvölds­ins.

Þátt­taka er ein­föld en þátt­tak­end­ur þurfa á skrá sig til leiks á vef­slóðinni mbl.is/​ertu­viss og fylgj­ast með beinu streymi á þætt­in­um þaðan eða á rás 9 hjá Sjón­varpi Sím­ans. Fyr­ir bestu mögu­legu upp­lif­un er mælt með að þátt­tak­end­ur horfi á út­send­ing­una í einu viðtæki en spili með í öðru.

Spilaðar verða fimm lot­ur í hverj­um þætti þar sem hver lota inni­held­ur fimm spurn­ing­ar sem háðar eru ákveðnu þema; menn­ingu og list­um, dæg­ur­mál­um, tónlist, íþrótt­um eða frétt­um líðandi stund­ar. Spilað er upp á hvaða þátt­tak­andi er sneggst­ur að svara rétt.

Vertu viss um að vera viss og taktu þátt! Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna með því að smella hér.

Eva Ruza og Tinna Miljevic lofa miklu stuði í vetur.
Eva Ruza og Tinna Milj­evic lofa miklu stuði í vet­ur. mbl.is/Á​gúst Óli­ver
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son