„Ég hef alltaf forðast lyftur“

Tinna Miljevic stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Evu Ruzu, systur …
Tinna Miljevic stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Evu Ruzu, systur sinni. Skjáskot/Instagram

Eins og geng­ur og ger­ist eiga þekkt and­lit það til að hverfa af skján­um og ný and­lit bregða fyr­ir í staðinn. Tinna Milj­evic, yngri syst­ir Evu Ruzu, er nýtt and­lit á skján­um en þær syst­ur stýra gagn­virka skemmti- og spurn­ingaþætt­in­um Ertu viss? í beinni út­send­ingu hér á mbl.is öll fimmtu­dags­kvöld kl. 19.00 í vet­ur. 

Tinna hef­ur í nokk­ur ár starfað bakvið mynda­vél­arn­ar og haft hend­urn­ar í förðun og hári og ýmsu öðru sem snýr að út­liti og stíliser­ingu. Tinna er mik­ill fag­ur­keri og má í raun segja að hún sé al­ger þúsundþjala­smiður. 

Hér gefst les­end­um kost­ur á að skyggn­ast á bak við þann mann sem Tinna hef­ur að geyma. 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

„Get­um við tekið þessa spurn­ingu aft­ur þegar ég er orðin stór? Ég er nefni­lega ennþá að velta því fyr­ir mér..“

Hvaða hæfi­leika mynd­irðu helst vilja hafa sem þú tel­ur þig ekki hafa nú þegar?

„Ég væri rosa­lega til í að geta spáð í bolla. Mér finnst sjarmer­andi til­hugs­un að sitja við eld­hús­borðið að spá í bolla og lífið við kerta­ljós. Veit samt ekki hver í ósköp­un­um myndi rétta mér bolla til að stinga nef­inu ofan í, en klár­lega hæfi­leiki sem ég væri til í að hafa. Vill ein­hver koma í 10 dropa til mín? Væri kannski erfiður bransi í dag þar sem svona fín­ir kaffi­boll­ar eru í tísku.. Svona með mjólk og alls kon­ar.

Hvað mynd­irðu gera ef þú fest­ist í lyftu?

„Ég myndi 100% fara að grenja um leið. Það væri samt allt í lagi að gráta. Ég væri alla vega ekki með maskara niður á kinn­ar þar sem ég er með gerviaugn­hár öll­um stund­um. Þannig að um leið og ég myndi losna út gæti ég þóst vera geggjað töff og labbað skjálf­andi út án þess að mikið bæri á. Ann­ars er gam­an að bæta því við að ég forðast lyft­ur og hef alltaf gert - skít­hrædd um að fest­ast í þeim. Man eft­ir að hafa klöngr­ast í hæla­skóm og í flug­freyju­bún­ingi upp 5 hæðir á hót­eli í Bost­on, með mjög stóra ferðatösku, af því ég þorði ekki upp í lyft­unni og þorði ekki að segja nein­um frá því. Má við það bæta að þegar upp var komið komst ég ekki út af stiga­gang­in­um og inn á hæðina sök­um eld­varna. Þurfti ég því að skrölta aft­ur niður 5 hæðir, í hæla­skón­um, með tösk­una og hatt­inn á hausn­um og hunsk­ast í lyft­una. Skjálf­andi. Ekki með gerviaugn­hár á mér.“

Ef þú vær­ir föst á eyðieyju, hvaða þrjá hluti mynd­irðu vilja hafa með þér?

„Núm­er eitt: Ég sá einu sinni svona brúsa sem breyt­ir salt­vatni í vatn. Kannski var þetta ekki brúsi, held­ur vél. Eða kannski sá ég þetta alls ekki. Núna er ég að ef­ast..
En ég myndi taka það með. Eða finna það upp. Fer eft­ir því hvenær brott­för er áætluð.

Núm­er tvö: Pöddu­sprey því það væri glatað að vera föst á eyðieyju með ofsakláða af bit­um í þokka­bót. Mjög pirr­andi get ég ímyndað mér.

Núm­er þrjú: Mjög mikið af eld­spýt­um eða öðru til að kveikja eld. Ég myndi lík­lega lifa mjög stutt ef ég þyrfti að borða hrá­an mat all­an dag­inn nefni­lega.“

Hvort ertu meiri mömmu­stelpa eða pabba­stelpa?

„For­eldr­arn­ir mín­ir eru ekki með leyfi til að gera op­in­ber­lega upp á milli okk­ar systra svo ég leyfi mér ekki held­ur að gera upp á milli þess­ara mola. Þau eru dúnd­ur frá­bær og bestu for­eldr­ar al­heims­ins og ég er besta yngsta dótt­ir þeirra.“

Ef þú mynd­ir vinna í lottó, hversu stórt hlut­fall af vinn­ings­upp­hæðinni mynd­ir þú deila með Evu?

„Ef þetta væri bara lít­il upp­hæð myndi ég kannski láta skipta nokkr­um þúsund­köll­um í krón­ur og láta rigna niður af svöl­un­um hjá okk­ur (við búum sko í tví­býli) og lofa henni að eiga það. Samt eig­in­lega bara gefa Sigga mann­in­um henn­ar Evu pen­ing­inn - ekki henni. Hann er nefni­lega ástæðan fyr­ir því að ég bý í húsi sem held­ur vatni og vind­um.
En ef þetta væri rosa­lega mik­ill pen­ing­ur þá myndi ég gefa henni 1/​4 af upp­hæðinni og skipta jafnt á öll heim­ili stór­fjöl­skyldu okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son