Hér getur þú tekið þátt í Ertu viss?

Umsjónarmenn spurningaþáttarins Ertu viss?, þær Eva Ruza og Tinna.
Umsjónarmenn spurningaþáttarins Ertu viss?, þær Eva Ruza og Tinna. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Bein útsending á gangvirka skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? hefst stundvíslega kl. 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 hjá sjónvarpi Símans. Systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic eru stjórnendur þáttarins og sjá til þess að bæði spenna og stemning verði við völd.

Smelltu hér til að taka þátt!

Ertu viss? er gagnvirkur og skemmtilegur spurningaþáttur sem reynir á heilasellurnar. Þú skráir þig til leiks og spreytir þig á vel völdum spurningum heima í stofu. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir snjöll sófadýr. 

Spilað er upp á hvaða þátt­tak­end­ur svara rétt­ast og hraðast í hverj­um flokki fyr­ir sig. Fimm flokk­ar eru spilaðir í hverj­um þætti og fá 10 efstu þátt­tak­end­ur í hverj­um flokki vinn­ing en einn þátt­tak­andi hlýt­ur aðal­vinn­ing kvölds­ins fyr­ir að vera efst­ur í öll­um fimm flokk­un­um. Vinningshafar fá stórglæsilega vinninga frá kostendum þáttarins.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um skrán­ingu, vinn­inga og út­send­ing­una sjálfa má nálg­ast HÉR. Einnig er vert að benda á að hægt er að senda sér­stak­ar fyr­ir­spurn­ir á net­fangið ertu­viss@mbl.is.

Hvað þarftu að vita til að taka þátt?

Leikreglur:

1. Til að vera með verður þú að horfa á beina útsendingu á mbl.is.

2. Þátttaka kostar ekkert. Þú skráir þig einfaldlega hér á síðunni með því að velja valhnappinn taka þátt hér neðst á síðunni.

3. Spilaðar eru fimm lotur í hverjum þætti. Í hverri lotu eru fimm spurningar.

4. Hver lota hefur ákveðið þema. Þemun geta verið af ýmsum toga, t.d. menning og listir, dægurmál, tónlist, íþróttir og fréttir líðandi stundar.

5. Þegar leikmaður er skráður inn kemur upp biðsvæði með svarhnapp neðst á skjánum. Leikmaður styður á hnappinn þegar þáttastjórnendur hafa borið upp spurningu og sagt að nú geti þátttakandinn svarað.

6. Spilað er upp á hvaða leikmaður er sneggstur að svara réttast og hraðast.

7. Tíu efstu leikmenn í hverri lotu fá vinning og einn leikmaður fær vinning fyrir að vera efstur fyrir allar fimm loturnar.

8. Leikmaður getur séð hvernig honum gekk á slóðinni mbl.is/ertuviss eftir að útsendingu þáttarins lýkur.

9. Fyrir bestu upplifun mælum við með að þátttakendur horfi á útsendinguna í einu tæki og spili í öðru.

10. Þátttaka verður takmörkuð og því nauðsynlegt að hafa snör handtök.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir