Bein útsending á gangvirka skemmti- og spurningaþættinum Ertu viss? hefst stundvíslega kl. 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 hjá sjónvarpi Símans. Ertu viss? er skemmtilegur spurningaþáttur í anda Kahoot og pöbbkviss. Hver sem er getur tekið þátt og spreytt sig á vel völdum spurningum heiman úr stofu og spilað með úr sínu snjalltæki.
Smelltu hér til að taka þátt!
Systurnar Eva Ruza og Tinna Miljevic eru stjórnendur þáttarins og sjá til þess að bæði spenna og stemning verði við völd í kvöld.
Spilað er upp á hvaða þátttakendur svara réttast á sem skemmstum tíma í hverjum flokki. Fimm flokkar eru spilaðir í hverjum þætti og fá 10 efstu þátttakendur í hverjum flokki vinning en einn þátttakandi hlýtur aðalvinning kvöldsins fyrir að vera efstur í öllum fimm flokkunum. Vinningshafar fá stórglæsilega vinninga frá kostendum þáttarins.
Í þætti kvöldsins verða veitt sérstök þátttökuverðlaun þar sem nafn eins heppins þátttakanda verður dregið út af handahófi. Mun sá heppni hljóta stórglæsilega Samsung Galaxy Book2 Pro 360 fartölvu. Það er því til mikils að vinna!
Allar nánari upplýsingar um skráningu, vinninga og útsendinguna sjálfa má nálgast HÉR. Einnig er vert að benda á að hægt er að senda sérstakar fyrirspurnir á netfangið ertuviss@mbl.is.