Pitt sýnir skúlptúra í Finnlandi

Nick Cave, Thomas Houseago og Brad Pitt.
Nick Cave, Thomas Houseago og Brad Pitt. AFP

Bandaríski leikarinn Brad Pitt setti upp sína fyrstu listasýningu í Tampere í Finnlandi á mánudag. Svipti hann þar hulunni af skúlptúrum sem hann og breski listamaðurinn Thomas Houseago og ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave gerðu. 

Skúlptúrarnir eru á Sara Hilden listasafninu en Pitt sagði við fjölmiðla að hann hafi að mestu lært sjálfur að gera skúlptúra. 

„Þetta er nýr heimur fyrir okkur Nick. Mér líður bara eins og þetta sé rétt skref,“ sagði Pitt í viðtali við finnska fjölmiðilinn Yle. 

Á meðal skúlptúranna eftir Pitt er skúlptúr sem lýsir byssubardaga, og sería af skúlptúrum úr sílikoni sem er í laginu eins og hús. 

„Fyrir mér snýst þetta um sjálfsskoðun. Þetta snýst um það sem ég hef gert rangt í samböndum, þar sem ég hef misstigið mig,“ sagði hinn 58 ára leikari og nú listamaður.

Þetta er fyrsta sýning Houseago á Norðurlöndunum og bauð hann vinum sínum Pitt og Cave að sýna með sér. Ákvörðunina tók hann í heimsfaraldrinum.

Listssköpunin snýst um sjálfsskoðun fyrir Pitt.
Listssköpunin snýst um sjálfsskoðun fyrir Pitt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir