„Leikur sem sameinar alla fjölskylduna“

Vinningshafinn Rikard Thorstensen.
Vinningshafinn Rikard Thorstensen. mbl.is

Rik­ard Thor­sten­sen var dreg­inn úr hópi fjöl­margra þátt­tak­enda sem spiluðu með í skemmti- og spurn­ingaþætt­in­um Ertu viss? í síðustu viku en veitt voru sér­stök þátt­töku­verðlaun í lok þátt­ar­ins.

Hlaut Rik­ard stór­glæsi­leg­an vinn­ing, Sam­sung Galaxy Book2 Pro 360 far­tölvu frá Tækni­vör­um, og ljóst að tölv­an á eft­ir að koma Rik­ar­di og fjöl­skyldu að góðum not­um.

Það er til mikils að vinna í skemmti- og spurningaleiknum …
Það er til mik­ils að vinna í skemmti- og spurn­inga­leikn­um Ertu viss? mbl.is

„Ég hugsa að ég ætli að gefa kon­unni minni tölv­una,“ sagði hinn gjaf­mildi Rik­ard þegar hann kom og sótti vinn­ing­inn í höfuðstöðvar Morg­un­blaðsins í Há­deg­is­mó­um fyrr í vik­unni. 

„Mig lang­ar til að þakka ykk­ur fyr­ir að fara af stað með þenn­an leik. Þetta er leik­ur sem hef­ur sam­einað alla fjöl­skyld­una. Vana­lega fara all­ir og loka að sér inni í her­bergj­um sín­um eft­ir kvöld­mat en síðustu fimmtu­dags­kvöld höf­um við setið og spilað leik­inn sam­an,“ sagði Rik­ard glaður í bragði og lýsti ánægju sinni á þætt­in­um.

Ertu viss? í beinni út­send­ingu í kvöld

Bein út­send­ing á gang­virka skemmti- og spurn­ingaþætt­in­um Ertu viss? hefst stund­vís­lega kl. 19.00 hér á mbl.is og á rás 9 hjá sjón­varpi Sím­ans. Ertu viss? er skemmti­leg­ur spurn­ingaþátt­ur í anda Kahoot og pöbbk­viss. Hver sem er get­ur tekið þátt og spreytt sig á vel völd­um spurn­ing­um heim­an úr stofu og spilað með úr sínu snjall­tæki. 

Smelltu hér til að taka þátt og vertu viss um að spila með!

Syst­urn­ar Eva Ruza og Tinna Milj­evic eru stjórn­end­ur þátt­ar­ins og sjá til þess að bæði spenna og stemn­ing verði við völd í kvöld.

Systurnar Eva Ruza og Tinna eru stjórnendur spurningaþáttarins Ertu viss?
Syst­urn­ar Eva Ruza og Tinna eru stjórn­end­ur spurn­ingaþátt­ar­ins Ertu viss? mbl.is/​Há­kon Páls­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son