Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu Hutchins

Alec Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu hinnar látnu.
Alec Baldwin náði samkomulagi við fjölskyldu hinnar látnu. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur náð samkomulagi við fjölskyldu tökumannsins Halynu Hutchins. Hutchins lést þegar voðaskot hljóp úr skammbyssu í hendi Baldwins við tökur á kvikmyndinni Rust fyrir ári síðan. 

Nánari upplýsingar um hvað samkomulagið felur í sér hafa ekki verið gerðar opinberar en lögmenn Baldwins greindu frá samkomulaginu í dag. 

Fjölskyldan höfðaði mál gegn Baldwin, í SantaFe þar sem tökurnar fóru fram, í febrúar á þessu ári. Höfðuðu þau einnig mál gegn framleiðslufyrirtækinu, framleiðendum myndarinnar og einstaka manneskjum í tökuliðinu, vegna brots á reglum um skotvopn á kvikmyndatökustað.

Halyna Hutchins varð fyrir skotinu og lést í október á …
Halyna Hutchins varð fyrir skotinu og lést í október á síðasta ári. AFP

Hræðilegt slys

Matthew Hutchins, eftirlifandi eiginmaður Halynu, verður gerður að framleiðslustjóra myndarinnar og fær hluta hagnaðarins að því er fram kemur í tilkynningunni. Hann sendi einnig frá sér tilkynningu og sagðist ekki hafa áhuga á að taka þátt í annarri málshöfðun gegn Baldwin eða öðrum sem koma að myndinni. 

Hann sagðist enn fremur telja að andlát eiginkonu hans hafi verið hræðilegt slys. Hann segir að framleiðsla kvikmyndarinnar muni hefjast aftur í janúar á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav