Huldumaðurinn Hreimur afhjúpaður

Það verður sannkallað húllumhæ þegar lokaþáttur skemmti- og spurningaþáttarins Ertu viss? fer í loftið kl. 19:00, annað kvöld.

Eva Ruza, annar stjórnandi þáttarins, verður fjarri góðu gamni á morgun en Tinna mun að sjálfsögðu vera á sínum stað og fara með stjórn þáttarins í fjarveru Evu systur sinnar.

Í síðasta þætti af Ertu viss? varpaði Tinna ljósi á huldumann sem mun vera henni til halds og trausts sem meðstjórnandi í lokaþættinum.

Líkt og fram kemur í meðfylgjandi myndskeiði verður það enginn annar en Hreimur Örn Heimisson, einn ástsælasti söngvari landsins.

Það er aldrei að vita hvað Hreimur kemur til með að taka upp á í nýju hlutverki en ekki er vitað til þess að hann hafi áður stýrt spurningaþætti. Líklegt þykir að kassagítarinn verði þó ekki langt undan.

Vertu viss um að vera með! 

Spurn­ingaþátturinn Ertu viss? er skemmtiþáttur í anda Kahoot og pöbbk­viss. Þát­taka er ein­föld:

1. Þú skrá­ir þig til leiks með því að smella hér.

2. Þú fylg­ist með beinni út­send­ingu hér á mbl.is/​ertu­viss eða á rás 9 hjá sjón­varpi Sím­ans þegar klukkan nálgast 19:00 á leikdegi.

3. Þú spil­ar með í þínu snjall­tæki heima í stofu.

Spilað er upp á hvaða þátt­tak­end­ur svara rétt­ast á sem skemmst­um tíma í hverj­um flokki. Fimm flokk­ar eru spilaðir í hverj­um þætti og fá 10 efstu þátt­tak­end­ur í hverj­um flokki vinn­ing en einn þátt­tak­andi hlýt­ur aðal­vinn­ing kvölds­ins fyr­ir að vera efst­ur í öll­um fimm flokk­un­um. Vinn­ings­haf­ar fá stór­glæsi­lega vinn­inga frá kost­end­um þátt­ar­ins.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um skrán­ingu, vinn­inga og út­send­ing­una sjálfa má nálg­ast HÉR. Einnig er vert að benda á að hægt er að senda sér­stak­ar fyr­ir­spurn­ir á net­fangið ertu­viss@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir