Clooney-hjónin trylla allt

George Clooney og Amal Clooney alltaf svöl.
George Clooney og Amal Clooney alltaf svöl. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney og leikarinn George Clooney hafa verið dugleg að sýna sig að undanförnu aðdáendum þeirra til mikillar gleði. Hollywood-leikarinn er ánægður með spúsu sína á rauða dreglinum sem dregur fram hvern kjólinn á fætur öðrum. 

Í lok september voru Albie-verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á almenningsbókasafninu í New York. Verðlaunin eru hluti af góðgerðarverkefni hjónanna. Hjónin litu glæsilega út eins og aðrar stjörnur sem mættu. Skærast skein stjarna Amal Clooney, sem var í gylltum kjól frá Versace í anda þriðja áratugar síðustu aldar. 

George Clooney og Amal Clooney eru góð saman.
George Clooney og Amal Clooney eru góð saman. AFP

George Clooney er nýbúinn að frumsýna myndina sína Ticket to Paradise. Þau Amal litu út fyrir að vera á leiðinni í paradís þegar þau mættu á frumsýningu í september í Lundúnum. Var Clooney heldur betur kátur á rauða dreglinum.

Amal Clooney og George Clooney í London.
Amal Clooney og George Clooney í London. AFP
George Clooney er spaugari.
George Clooney er spaugari. AFP
Alltaf flottust.
Alltaf flottust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir