Tískuhúsið Christian Dior kærir klámstjörnu

Franska tískuhúsið Christian Dior fer í mál við klámstjörnuna Gigi …
Franska tískuhúsið Christian Dior fer í mál við klámstjörnuna Gigi Dior. Skjáskot/Instagram

Franska tískuhúsið Christian Dior hefur höfðað mál gegn klámstjörnu sem breytti sviðsnafni sínu í síðasta mánuði í Gigi Dior. Hún notar nafnið á vefsíðum sínum, OnlyFans-reikningi sínum og á öllum samfélagsmiðlum. 

Tískuhúsið segir Dior vera þeirra vörumerki og að nýja sviðsnafn klámstjörnunnar skaði viðskipti þeirra. Gigi sótti um nýja sviðsnafnið á síðasta ári og fékk það samþykkt hinn 20. september síðastliðinn. 

View this post on Instagram

A post shared by Gigi Dior (@gigidiorsfw)

 „Það sem ég geri felur í sér að vera í engum fötum“

„Þetta er fáránlegt, nafnið mitt hefur ekkert með tískuvörur að gera, og það fyndna er að það sem ég geri felur venjulega í sér að vera í engum fötum,“ sagði Gigi í samtali við Page Six

Gigi hefur verið í bransanum í tvö ár, en hún var áður fyrirsæta og leikkona í New York-borg. Hún er einstæð móðir með fjögur börn undir 12 ára aldri. 

„Ef ég missi nafnið mitt, þá hef ég byggt upp vörumerki í kringum nafnið, það er orðið ég og orðspor mitt, svo það væri alveg hrikalegt. Það er erfitt að hugsa til þess að ég gæti þurft að byrja frá grunni og endurmerkja allt,“ sagði Gigi.

„Ég á þúsundir stuttermabola, skilta og ljósmynda. Ég nota nafnið á vefsíðum mínum og öllum samfélagsmiðlum. Ég verð að byrja aftur og það verður mikið verkefni ef ég missi þetta nafn,“ bætti hún við. 

Gigi hefur frest til 17. nóvember til að leggja fram skriflegt svar gegn málsókn tískuhússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson