Halda samstarfinu áfram

Kvikmyndaskóli Íslands og Julliard munu halda farsælu samstarfi sínu áfram.
Kvikmyndaskóli Íslands og Julliard munu halda farsælu samstarfi sínu áfram. Ljósmynd/Aðsend

Listaháskólinn Julliard í New York hefur beðið um áframhaldandi samstarf við Kvikmyndaskóla Íslands fyrir nemendur beggja stofnana. Fulltrúar þessa fræga bandaríska háskóla eru mjög ánægðir með samstarfið.

Í febrúar síðastliðinn hóf Kvikmyndaskóli Íslands samstarf viðhinn virta bandaríska listaháskóla Julliard í New York.

Skólinn er almennt talinn einn sá besti í heimi á sviði leiklistar- og tónlistarkennslu en úr skólanum hafa útskrifast leikarar eins og Robin Williams, Jessica Chastain, Adam Driver, Laura Linney og goðsagnir í tónlistinni eins og Miles Davis, Nina Simone, Chick Corea og fleiri. Á þeim tæplega 120 árum sem skólinn hefur starfað hefur hann fest sig í sessi sem einn sá mikilvægasti í bandarískum kvikmynda-, leikhús- og tónlistarheimi.

Samstarfið fer þannig fram að Kvikmyndaskóli Íslands býður útskriftarnemum sínum að senda myndir til tónskáldadeildar Julliard sem tengir sína nemendur við leikstjóra frá Kvikmyndaskólanum.

Fulltrúar útskrifaðra nemenda úr Kvikmyndaskólanum í ár hafa verið Ýr Þrastardóttir sem útskrifaðist úr Deild 2 – Skapandi tækni, Stefán Arnar Alexandersson sem útskrifaðist úr sömu deild og Kolka Heimisdóttir sem útskrifaðist úr Deild 4 – Leiklist.

Á næstu árum munu útskriftarnemar Kvikmyndaskóla Íslands vera í samstarfi við efnilegustu tónskáld Julliard skólans í New York.

Börkur Gunnarsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir það einstaklega ánægjulegt að virtur listaháskóli eins og Julliard hafi haft samband við Kvikmyndaskólann að fyrra bragði í byrjun árs og að þeir vilji nú halda áfram samstarfinu, sé það staðfesting á gæðum námsins í skólanum og hlakkar hann mikið til áframhaldandi samstarfs.

Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 30 ára afmæli sínu í ár, þann 18. nóvember næstkomandi. Við skólann hafa ýmist kennt eða numið flestir þekktustu kvikmyndagerðarmenn landsins. Árið 2012 var skólinn tekinn inn í Cilect sem eru alþjóðasamtök kvikmyndaskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav