Þénaði 14 milljónir á sólarhring á OnlyFans

Harry Jowsey kom fram í fyrstu þáttaröð raunveruleikaþáttanna vinsælu Too …
Harry Jowsey kom fram í fyrstu þáttaröð raunveruleikaþáttanna vinsælu Too Hot To Handle á streymisveitunni Netflix. Samsett mynd

Too Hot To Handle-stjarnan Harry Jowsey hefur notið mikilli vinsælda á samfélagsmiðlum eftir þáttöku sína í raunveruleikaþáttunum Too Hot To Handle sem sýndir eru á streymisveitunni Netflix. Jowsey er með yfir 4,2 milljónir fylgjenda á Instagram, en hann sagði nýverið frá viðveru sinni á miðlinum OnlyFans þar sem hann segist einnig vera með dyggan aðdáendahóp. 

Fram kemur á vef Daily Mail að Jowsey hafi nýlega sagt frá tekjum sínum á OnlyFans, en þar sagðist hann þéna „nokkur hundruð þúsund bandaríkjadali“ á mánuði. „Ég veit að ég var tekjuhæsti karlmaðurinn þarna um tíma,“ útskýrði hann í viðtalinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Harry 🧿 (@harryjowsey)

Rolex-úr fyrir 28 milljónir

Jowsey segist hafa náð að fjárfesta í þó nokkrum Rolex-úrum fyrir laun sín á OnlyFans, en nú eigi hann 28 milljóna króna safn af úrunum. Þá hafi dýrasta úrið hans kostað 60 þúsund bandaríkjadali, sem eru rúmlega 8,6 milljónir króna á gengi dagsins í dag. 

Í síðasta mánuði sagðist Jowsey hafa þénað þrjár milljónir bandaríkjadala, rúmlega 431 milljón króna, frá því hann skráði sig á miðilinn. Þá sagði hann frá því að nýverið hefði hann þénað 100 þúsund bandaríkjadali eða um 14 milljónir króna á einum sólarhring eftir að hann hlóð upp djörfu myndskeiði á OnlyFans-reikning sinn. 

Jowsey segir markmið sitt vera að byggja upp traustan aðdáendahóp á miðlinum, en hann tekur starf sitt alvarlega og hefur meðal annars sótt leiklistarnámskeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar