Óvænt útspil frá Haraldi

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, gaf í dag út tónlistarmyndband við lagið Almost Over You. 

Mikið hefur gustað um Harald þessa vikuna eftir opinber orðaskipti hans og Elon Musk, eiganda Twitter, fóru á flug í fjölmiðlum um allan heim. 

Haraldur tilkynnti skömmu eftir miðnætti að von væri á tilkynningu frá honum í dag og varaði nýja fylgjendur sína við. Í tilkynningu sinni í nótt sagði Haraldur að efni hennar tengdist ekki nýlegri ritdeilu þeirra Musk. 

Leitin að ljósinu

Á YouTube segir um Almost Over You að lagið sé um leitina að ljósinu eftir langa nótt. Lagið fjalli um von um bjartari framtíð. 

Lagið er fyrsta lag af væntanlegri pötu Haraldar sem gefur út tónlist sína undir nafninu Önnu Jónu Son. Vísar listamannsnafn hans til móður hans, sem hann missti þegar hann var ellefu ára gamall. 

Myndbandið er tekið upp á eyjunni Qeshm, sem er lítil eyja undan ströndum Íran. var það tekið upp á sama tíma og konur landsins risu upp og börðust fyrir réttindum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir