Varar fylgjendur sína við

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Golli

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og hönnuður, greindi frá því á Twitter skömmu eftir miðnætti að hann ætlaði sér að „tilkynna dálítið“ í dag. Það hefði ekkert að gera með það sem hefur gerst undanfarna daga.

Á hann þar við orðaskipti hans og auðjöfursins Elons Musk, eiganda Twitter.

„Þetta er eitthvað sem ég hef unnið að í langan tíma og ég er stoltur af því en einnig feiminn vegna þess. Hvað sem því líður þá vildi ég bara vara ykkur við ef þið viljið hætta að fylgja mér,“ bætti hann við, en fylgjendum hans á Twitter hefur fjölgað úr 60 þúsund í 210 þúsund eftir orðaskiptin við Musk.

Haraldur bætti við að lífið væri of stutt til að eyða því í neikvæðni og þakkaði jafnframt þeim hefðu sent honum hlýjar kveðjur að undanförnu. Einnig sendi hann þeim sem sendu honum ekki svo hlýjar kveðjur bæði kossa og faðmlög.

„Ég vona að ykkar líf séu frábær. Ég er mjög ánægður með mitt og vona að það sama sé uppi á teningnum hjá ykkur.“

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert