Tvífari Kim Kardashian látinn

Christina Ashten Gourkani og Kim Kardashian.
Christina Ashten Gourkani og Kim Kardashian. Samsett mynd

Bandarísk OnlyFans–stjarna þekkt fyrir að líkjast raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian lést úr hjartaáfalli þegar hún var að jafna sig eftir lýtaaðgerð. 

Christina Ashten Gourkani, 34 ára, þekkt sem Ashten á netinu, lést á sjúkrahúsi í morgun aðeins klukkustundum eftir aðgerðina. Fjölskylda konunnar deildi þessum sorgarfregnum á samfélagsmiðlum og stofnaði GoFundMe–síðu til þess að hjálpa til við útfararkostnað. 

Í yfirlýsingu fjölskyldunnar stóð: „Það er með djúpri sorg og þungu hjarta sem við verðum að tilkynna það skelfilegasta, sorglegasta og óvæntasta fráfall fallegu og ástkæru dóttur okkar og systur, Christinu Ashten Gourkani. Að eilífu verndarengill okkar.“

Margir aðdáendur og fylgjendur Gourkani hafa heiðra minningu hennar á samfélagsmiðlum eftir að fregnir um andlát hennar bárust. OnlyFans–stjarnan Mary Magdalene, skrifaði: „Ég þekkti hana ekki en sá færslur frá henni á Instagram. Það er svo sorglegt að hún hafi dáið eftir lýtaaðgerð.“

Mirror

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar