Sonur Hugh Hefner er mættur á OnlyFans

Marston Hefner, sonur Hugh Hefner stofnanda Playboy-tímaritsins, er mættur á …
Marston Hefner, sonur Hugh Hefner stofnanda Playboy-tímaritsins, er mættur á OnlyFans. Samsett mynd

Marston Hefner, sonur Hugh Hefner stofnanda Playboy-tímaritsins og Kimberley Conard fyrrverandi Playboy-leikfélaga, hefur stofnað OnlyFans-reikning til þess að fjármagna áhuga sinn á safngripum eins og Pokémon spilum og teiknimyndasögum.

Marston er 33 ára tölvuleikjaspilari, rithöfundur og safnari. Hann gekk í hjónaband með Önnu Lambropoulos í ágúst 2022, en hann segir eiginkonu sína ekki vera yfir sig hrifna af ákvörðun hans. 

Marston Hefner ásamt eiginkonu sinni, Önnu Lambropoulos.
Marston Hefner ásamt eiginkonu sinni, Önnu Lambropoulos. Skjáskot/Instagram

Fæstir myndu lýsa uppeldi Marston sem hefðbundnu, en fyrstu átta árin var hann búsettur í Playboy-setrinu og ólst upp með Playboy-tímarit á víð og dreif um húsið. Hann segist því hafa alist upp við það hugarfar að það sé ekkert athugavert við nekt, kynhneigð eða hefðbundið klám.

„Ef fólk stundar kynlíf og það græðir á því, svalt. Ef ég enda á því að gera það, flott,“ sagði hann í samtali við Page Six.

„Þetta er langtímaleið til frekara fjárhagslegs öryggis. Hún vill frekar að ég sé ekki á OnlyFans, en það sem er mikilvægara fyrir hana er að ég elti drauma mína og áhugamál – og taki áhættu,“ sagði Marston og bætti við að hann myndi styðja hana ef hún kysi að stofna eigin OnlyFans-reikning.

„Ef hún myndi vilja vera í opnu sambandi þá munum við tala um það. Ef hún vill gera eitthvað kynferðislegt, þá er það samtal við við myndum eiga sama hvað, og við erum alltaf að því,“ sagði Marston.

Marston vildi ekki gefa upp hve mikið fé hann hefur grætt á OnlyFans-reikningi sínum, en hann segist geta keypt svokallað „Pokémon Trophy“ spil fyrir árslok. Slíkt spil getur kostað hundruð þúsunda bandaríkjadala, eða tugi og jafnvel hundruð milljóna króna.

View this post on Instagram

A post shared by Marston Hefner (@marston101)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir