Helgi auglýsir á Tenerife: „Íslendinganýlenda“

Hér má sjá hvernig auglýsingin mun blasa við fólki á …
Hér má sjá hvernig auglýsingin mun blasa við fólki á Tenerife þegar hún verður komin upp á mánudaginn. Myndin er unnin með hjálp Photoshop. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Björnsson stefnir á að auglýsa streymi sitt, VerslunarmannaHelgi, á auglýsingaskiltum á Tenerife. Þetta staðfestir Einar Bárðarson, sem hefur verið Helga innan handar í markaðsmálum, í samtali við mbl.is.

VerslunarmannaHelgi er bein útsending frá tónleikum Helga sem fara fram 4. ágúst um verslunarmannahelgina. Hægt verður að nálgast streymið á Símanum, Vodafone eða netstreymi Vvenue. 

Hálfgerð nýlenda

Helgi ákvað að láta sér ekki nægja að auglýsa einungis á Íslandi og sækir því út fyrir landsteinanna og munu auglýsingar um viðburðinn birtast víða á Tenerife frá og með mánudeginum.

„Í fyrsta lagi er gaman að prófa þetta en það er alveg þannig að það er gríðarlega stór hluti þjóðarinnar þarna niður frá alla jafna. Þetta er hálfgerð Íslendinganýlenda. Það verður hægt að komast í verslunarmannahelgar stemningu sama hvar maður er í heiminum,“ segir Einar.

Einar segir að streymið verði einnig í beinni á Íslendingastaðnum St. Eugens á Tenerife sem er rekinn af Níels Hafsteinssyni. 

„Þeir hafa verið að halda Íslendingaviðburði. Þeir settu sig í samband við Helga og vildu sýna þetta. Það geta allir fylgst með þessu í tölvunni hvar sem er en fyrir þá sem eru aðeins minna tæknilega sinnaðir ákvað Helgi að bregða á leik með þeim og verður opið fyrir alla sem hafa aldur til að koma að fylgjast með útsendingunni.“

Þeir stefna á að birta auglýsinguna víða.
Þeir stefna á að birta auglýsinguna víða. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup