„Hrikalegt“ að gefa út tónlist í fyrsta sinn

Tónlistarkonan Ingibjörg Elsa Turchi var framan af feimin við að semja sín eigin tónverk og sýna öðrum en fann smám saman löngunina til þess og skráði sig að lokum í tónsmíðanám í Listaháskólanum.

Þaðan útskrifaðist hún árið 2020 og sama ár kom út fyrsta plata hennar í fullri lengd, Meliae, sem hlaut ýmis verðlaun og viðurkenningar. 

Maður getur orðið alveg eirðarlaus

En hvað er það við tónsmíðarnar sem heillar? 

„Maður getur ekki alveg útskýrt það. En þegar maður er ekki að semja eitthvað, er ekki að stúdera eitthvað tónlistartengt, þá getur maður orðið alveg eirðarlaus,“ segir hún. Hana langi alltaf að fara að æfa sig eða prófa eitthvað nýtt.

„Eitt leiðir af öðru. Maður verður að gera eitthvað til að næstu skref komi. Fyrsta verkið þitt eða platan verður að gerast til að fimmta platan gerist,“ segir Ingibjörg og bætir við: Maður er heldur aldrei einmana með tónlist. Hún hafi eignast góða vini í bransanum og njóti þess einnig að miðla áfram til nemenda sinna.

Ingibjörg var gestur Dagmála og þáttinn í heild má finna hér að neðan. 

Snýr fiðringnum í tilhlökkun

Ingibjörg viðurkennir að það hafi verið ákveðið stökk að gefa út tónlist og halda tónleika undir eigin nafni.

„Það var hrikalegt alveg. Ég skil ekki alveg hvað maður heldur að sé að fara að gerast. Svo verður maður bara að gera þetta oftar og oftar. Það er alltaf einhver fiðringur en ég reyni að snúa því í spennu og tilhlökkun af því það er skemmtilegt og það gengur oftast allt vel.

Ný plata, Stropha, er væntanleg 1. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg