Útrásarstjarna í nágrannaerjum

Jon Øigarden sem Jeppe Schøitt í þáttunum Útrás eða Exit.
Jon Øigarden sem Jeppe Schøitt í þáttunum Útrás eða Exit.

Norski leikarinn Jon Øigarden, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Útrás (Exit), er kominn í fjölmiðla í heimalandi sínu fyrir allt annað en leiksigra sína. Hann og eiginkona hans, Caroline Giertsen Øigarden, eru í máli við nágranna sinn. 

Hinn siðlausi Jeppe Schøitt sem Øigarden leikur í Útrás hefur líklega gerst sekur um vafasama hluti í þáttunum þar á meðal fjárdrátt og fíkniefnakaup. Nágrannerjur Øigarden í úthverfinu Nordberg snúast hins vegar um saklausara málefni eða afnotarétt af garðbletti að því fram kemur á vef Verdens Gang

Øigarden-hjónin keyptu hús sitt fyrir rúmlega 18 milljónir norskra króna árið 2017. Í fyrra fengu hjónin nýjan nágranna og þá hófst rifrildið um garðblettinn sem liggur á milli húsanna tveggja. Nágranninn á blettinn en Øigarden-hjónin eru með afnotarétt. Nýi nágranninn er ekki sáttur við þetta fyrirkomulag. 

Ekki hefur tekist að miðla málum og verður því stóra garðmálið tekið fyrir í lok september í Ósló. Øigarden-hjónin benda meðal annars á að þau hafi varið peningum í uppbyggingu á garðblettinum. Hann sé framlenging á þeirra garði og þau horfi á svæðið út um stofugluggann en nágranninn sér svæðið ekki frá sínu húsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup