62 ára og byrjuð á OnlyFans

Fyrirsætan Carol Alt er byrjuð á OnlyFans.
Fyrirsætan Carol Alt er byrjuð á OnlyFans. Skjáskot/Instagram

Hin 62 ára gamla fyrirsæta Carol Alt, sem sló rækilega í gegn á níunda áratugnum, hefur skráð sig á OnlyFans. Á miðlinum getur fólk sent myndir og myndskeið sem það framleiðir á rásum sínum, en margir hafa nýtt miðilinn til að selja klámfengið efni. 

Alt segir að á OnlyFans-reikingi hennar verði meðal annars að finna nektarmyndir sem verði teknar á „smekklegan máta“, en hún segist þegar hafa ráðið sinn eigin ljósmyndara. 

„Fjörutíu og fjögurra ára vinna og ég á ekki eina af myndunum mínum. Þegar fólk spyr: „Áttu mynd sem ég get notað?“ þá verð ég að fara og spyrja einhvern,“ sagði Alt í samtali við Page Six, en hún hefur birst á forsíðum fjölmargra tískutímarita í gegnum árin, þar á meðal Vogue og Harpers Bazaar.

„Ég get valið myndir eða ekki, sagt að ég vilji myndina eða ekki, þær eru mínar. Ég get skotið myndirnar eins og ég vil. Þetta er bylgja framtíðarinnar ... þegar fólk segir að þetta sé ekki mín ímynd, þá vil ég ekki vera skilgreind af einhverri annarri mynd af mér. Ég vil skilgreina mína eigin ímynd,“ bætti Alt við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar