Eyddi yfir 70 milljónum í eiturlyf

Raunveruleikastjarnan segist hafa öðlast nýtt líf.
Raunveruleikastjarnan segist hafa öðlast nýtt líf. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Mike „The Situation“ Sorrentino viðurkenndi nýverið að hafa eytt 500 þúsund bandaríkjadölum eða um 70 milljónum íslenskra króna í eiturlyf. Sorrentino, sem var í aðalhlutverki í raunveruleikaþættinum Jersey Shore á árunum 2009 til 2012, sagði vinsældir þáttarins hafa kynt undir eiturlyfjafíkn sína og ranghugmyndir um vinsældir. 

„Ég eyddi hálfri milljón í kókaín og oxýkódon,“ sagði Sorrentino í viðtali við Entertainment Tonight sem birtist á mánudag. „Ég var villtur. Ég var hömlulaus. Ég var kærulaus. Eiturlyfin náðu heljartaki á mér,“ útskýrði hann. Sorrentino viðurkenndi að vinsældir þáttarins, athyglin og peningastreymið gerðu lífið ekki auðveldara fyrir mann eins og hann. „Ég átti allt og hafði aðgang að öllu. Ég var með eiturlyf út um allt, falin í töskunni og jafnvel í skónum.“

Sorrentino fór í meðferð árið 2015 og hefur verið edrú alla daga síðan. Hann á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg