True Detective slær áhorfsmet

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Fjórða þáttaröð True Detective, titluð True Detective: Night Country, hefur slegið nýtt áhorfsmet í sögu framhaldsseríunnar hjá HBO. Þáttaserían sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi var heimsfrumsýnd hinn 14. janúar síðastliðinn. 

Um það bil 13 milljónir sjónvarpsáhorfenda eru að fylgjast með Jodie Foster, Kali Reis og íbúum Ennis í Alaska að meðaltali og hefur framhaldsserían aldrei séð slíkar áhorfstölur. Mesta áhorfið er sagt koma í gegnum streymisveitur en fyrstu fjórir þættirnir fengu hver um sig tæplega 700.000 áhorf á sjónvarpsstöð HBO. 

Fyrsta þáttaröðin, sem skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverki, átti besta árangurinn fram að þessu. Tæplega 12 milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með félögunum að meðtali í upphafi True Detective-ævintýrisins sem spannað hefur áratug. 

Kvikmyndafyrirtækið Truenorth birti færslu á Facebook í gærdag og deildi þessum gleðitíðindunum, enda var undirbúningur verkefnisins og tökur á fjórðu þáttaröð True Detective eitt umfangsmesta sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið hér á landi. 

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jodie Foster fer með aðal­hlut­verk í þátt­un­um, en hún túlk­ar lög­reglu­kon­una Liz Dan­vers. Tök­ur þátt­anna fóru að mestu fram í Kefla­vík og á Dal­vík, en stöðunum var breytt í smá­bæ­inn Enn­is í Alaska.

Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los …
Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los Angeles. AFP/Chris Delmas
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan