True Detective slær áhorfsmet

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Fjórða þáttaröð True Detective, titluð True Detective: Night Country, hefur slegið nýtt áhorfsmet í sögu framhaldsseríunnar hjá HBO. Þáttaserían sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi var heimsfrumsýnd hinn 14. janúar síðastliðinn. 

Um það bil 13 milljónir sjónvarpsáhorfenda eru að fylgjast með Jodie Foster, Kali Reis og íbúum Ennis í Alaska að meðaltali og hefur framhaldsserían aldrei séð slíkar áhorfstölur. Mesta áhorfið er sagt koma í gegnum streymisveitur en fyrstu fjórir þættirnir fengu hver um sig tæplega 700.000 áhorf á sjónvarpsstöð HBO. 

Fyrsta þáttaröðin, sem skartaði þeim Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverki, átti besta árangurinn fram að þessu. Tæplega 12 milljónir sjónvarpsáhorfenda fylgdust með félögunum að meðtali í upphafi True Detective-ævintýrisins sem spannað hefur áratug. 

Kvikmyndafyrirtækið Truenorth birti færslu á Facebook í gærdag og deildi þessum gleðitíðindunum, enda var undirbúningur verkefnisins og tökur á fjórðu þáttaröð True Detective eitt umfangsmesta sjónvarps- og kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið hér á landi. 

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jodie Foster fer með aðal­hlut­verk í þátt­un­um, en hún túlk­ar lög­reglu­kon­una Liz Dan­vers. Tök­ur þátt­anna fóru að mestu fram í Kefla­vík og á Dal­vík, en stöðunum var breytt í smá­bæ­inn Enn­is í Alaska.

Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los …
Jodie Foster á frumsýningu True Detective: Night Country í Los Angeles. AFP/Chris Delmas
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir