Alec Baldwin áreittur af stuðningsmanni Palestínu

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP/Angela Weiss

Leik­ar­inn Alec Baldw­in lenti í leiðin­legu at­viki þegar hann ætlaði að næla sér í kaffi­bolla á kaffi­húsi í New York á mánu­dag.

Baldw­in, sem var í miðju sím­tali, varð bylt við þegar stuðnings­maður Palestínu hóf að áreita hann, upp úr þurru.

Viðkom­andi sýndi af sér ógn­andi hegðun og beindi síma að and­liti leik­ar­ans og heimtaði að Baldw­in segði „frelsi Palestínu og f*** Ísra­el“, sem hann gerði ekki. 

Baldw­in reyndi að hunsa ófriðarsegg­inn sem gafst þó ekki auðveld­lega upp.

Viðkom­andi byrjaði að „yf­ir­heyra“ leik­ar­ann um and­lát kvik­mynda­töku­manns­ins Halynu Hutchins, sem varð fyr­ir voðaskoti á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Rust árið 2021. 

Í byrj­un hélt Baldw­in ró sinni en bað starfs­fólk kaffi­húss­ins um aðstoð við að fjar­lægja viðkom­andi eða hringja á lög­regl­una.

Leik­ar­inn snög­greidd­ist þegar viðkom­andi neitaði að láta hann í friði. 

Baldw­in sló til hans sem varð til þess að stuðnings­maður­inn missti sím­ann í gólfið. Upp­taka af at­vik­inu hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um net­heima

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell