Emma Stone vill vera kölluð Emily

Leikkonan Emma Stone heitir Emily. Hún hlaut Óskarinn í ár.
Leikkonan Emma Stone heitir Emily. Hún hlaut Óskarinn í ár. AFP/ Patrick T. Fallon

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone heitir í raun og veru Emily. Nafnið Emily Stone var hins vegar frátekið þegar hún hóf leiklistarferilinn. Hún tók til þess ráðs að breyta um nafn en er nú orðin þreytt á Emmu-nafninu. 

Stone segir í viðtali við The Hollywood Reporter að fólk kalli hana Emily þegar það kynnist henni. 

„Þegar ég kynnist þeim, fólk sem ég vinn með. Þetta er af því að nafnið mitt var frátekið,“ sagði Stone þegar hún var spurð að því hvort fólk í bransanum kallar hana Emily. „Fyrir nokkrum árum fríkaði ég út. Út af einhverju þá gat ég þetta ekki lengur. Kallið mig bara Emily.“

Var hún meðal annars spurð hvort hún myndi leiðrétta aðdáanda sem kallaði hana Emily en ekki Emmu. 

„Nei. Það væri indælt. Ég væri til í að vera Emily.“

Emma Stone.
Emma Stone. AFP/RODIN ECKENROTH
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav