Vinátta ósamlyndra svila

Serj Tankian liggur ekki á skoðunum sínum.
Serj Tankian liggur ekki á skoðunum sínum. AFP/Kevin Winter

Enda þótt endurminningar Serj Tankians, söngvara bandaríska málmbandsins System of a Down, sem heita því skemmtilega nafni, Down With the System, séu ekki formlega komnar út þá eru fáeinir útvaldir byrjaðir og jafnvel búnir að lesa bókina og farnir að mynda sér skoðun á henni.

Einn þeirra er John Dolmayan sem fór lofsamlegum orðum um verkið á samfélagmiðlum sínum á dögunum. Það sætir svo sem ekki tíðindum enda er Dolmayan trymbill System of a Down og að auki svili Tankians. Á köflum hefur á hinn bóginn blásið um samband þeirra félaga enda hafa þeir hvor sína sýnina á stjórnmál, einkum í Bandaríkjunum, þar sem Tankian hefur gegnum tíðina fylgt frjálslyndum og umburðarlyndum öflum að málum en Dolmayan er aftur á móti yfirlýstur trumpisti.

Í færslunni kvaðst Dolmayan vilja óska Tankian til hamingju með endurminningarnar. „Serj tekst frábærlega  að gefa lesandanum innsýn í líf sitt (persónulegt og pólitískt), ferðalög og athafnir á listasviðinu og að útskýra hvað hvetur mann til að ná mjög langt og láta drauma sína rætast. Serj hefur verið auðmýktin uppmáluð gegnum allt þetta ferli og staðfastur þegar kemur að því að hjálpa þeim sem hætta steðjar að og búa þeim sem minna eiga betra líf. Hann er jafnaðarmaður að upplagi og hefur nýtt stöðu sína til að hjálpa fólkinu í kringum sig og vekja athygli á óréttlæti hvar sem það kann að finnast. Takk fyrir og gangi þér vel.“

John Dolmayan trommuleikari gluggar í bók vinar síns og svila, …
John Dolmayan trommuleikari gluggar í bók vinar síns og svila, Serj Tankians. ​ Instagram


Stundum hefur verið reynt að reka fleyg milli þeirra félaga, ekki síst eftir að Dolmayan fór að mæra Donald Trump opinberlega og ítreka að hann kenndi demókrötum um flest sem aflaga hefur farið vestra gegnum tíðina. Tankian svaraði því í samtali við miðilinn Consequence of Sound árið 2021.

Eru góðir vinir

„Við erum góðir vinir, eigum aðild að sömu fjölskyldunni og hann er trymbillinn í bandinu mínu, þannig að vitaskuld höfum við rætt um allt milli himins og jarðar, þar á meðal stjórnmálaskoðanir. Þó mann greini á við einhvern um ákveðið málefni þýðir það ekki að við getum ekki verið sammála um eitthvað annað. Við sjáum til að mynda flest sem snýr að málefnum Armeníu í sama ljósi,“ sagði Tankian en þar liggja rætur þeirra beggja, eins og hinna tveggja meðlima System of a Down. Báðir fæddust Tankian og Dalmayan þó í Beirút í Líbanon. Þeir hafa margoft vakið athygli á stöðu Armeníu og hvatt menn til að gleyma ekki þjóðarmorðinu sem þar var framið fyrir rúmri öld.

Tankian viðurkennir þó að þeir Dolmayan ræði sárajaldan um bandarísk stjórnmál. „Að því kemur, þegar menn sjá hlutina í svona ólíku ljósi, að betra er að tala um eitthvað annað.“

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav