Kóngur íslensku Wikipediu?

Íslenska Wikipediagreinin um Carles Puigdemont hefur lengi verið langvinsælasta lesningin …
Íslenska Wikipediagreinin um Carles Puigdemont hefur lengi verið langvinsælasta lesningin á íslensku Wikipediu. En hvers vegna? AFP

Tíðarand­inn end­ur­spegl­ast oft í þeim grein­um sem mikið eru lesn­ar hverju sinni á frjálsa al­fræðirit­inu Wikipediu.

Í Wikipediuapp­inu má sjá lista yfir þær fimm grein­ar sem eru mest lesn­ar á völdu tungu­máli. Íslenska Wikipediu­grein­in um For­seta­kosn­ing­arn­ar 2024 er afar vin­sæl um þess­ar mund­ir, sem og grein­ar um sjálfa for­setafram­bjóðend­urna. Þá er grein­in um XXX Rottweiler­hunda einnig vel les­in þessa dag­ana enda héldu þeir stór­tón­leika á föstu­dag­inn, þann 17. maí.

En sama hvað taut­ar og raul­ar hef­ur einn maður verið vin­sæl­asta les­efnið á ís­lensku Wikipediu árum sam­an. Sá maður er katalónski stjórn­mála­maður­inn Car­les Puig­demont.

Puigdemont er vanur því að tróna á toppnum yfir mest …
Puig­demont er van­ur því að tróna á toppn­um yfir mest lesnu grein­arn­ar á ís­lensku Wikipediu. Skjá­skot/​Wikipedia

Puig­demont á toppn­um fjög­ur ár í röð

Hvers vegna er ís­lenska Wikipediu­grein­in um Puig­demont svona vin­sæl?

Blaðamaður tók fyrst eft­ir vin­sæld­um grein­ar­inn­ar um árið 2020, þegar und­ir­ritaður hlóð fyrst niður Wikipediuapp­inu. Síðan þá virðist maður­inn ekki hafa dottið niður af topp 5 list­an­um en yf­ir­leitt er hann í efsta sæti.

Car­les Puig­demont i Ca­samajó er fyrr­ver­andi for­seti katalónsku heima­stjórn­ar­inn­ar á Spáni. Yf­ir­völd á Spáni ásökuðu hann um að skipu­leggja ólög­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði héraðsins árið 2017. Hann flúði land og hef­ur ým­ist búið í Belg­íu og Frakklandi síðustu ár. Hann bíður þess nú að fá sak­ar­upp­gjöf fyr­ir þátt sinn í sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ing­unni. 

Menn eða vél­menni?

Þótt Puig­demont sé merki­leg­ur stjórn­mála­maður út­skýr­ir það ekki hvers vegna 280 orða grein um katalónsk­an aðskilnaðarsinna virðist ávallt vera sú allra vin­sæl­asta á ís­lensku Wikipediu.

Margt bend­ir til þess að þetta sé til­bú­in um­ferð.

Fleiri hafa nefni­lega vakið at­hygli á þessu á sam­fé­lags­miðlum, sjálf­ir í leit að út­skýr­ing­um. Und­ir Reddit-færslu frá því í janú­ar, þar sem þessi til­tekna síða er til umræðu, bend­ir einn á að for­rit­ar­ar noti gjarn­an Wikipediu­grein­ar til að prufu­keyra þjarka, eða botta.

Þegar gögn yfir upp­flettn­ing­arn­ar eru skoðuð má sjá að ís­lenska grein­in fær oft ná­kvæm­lega 288 upp­flett­ing­ar á dag, sem er frem­ur óvenju­legt.

En hver veit? Kannski er þetta bara fólk sem vill fræðast um sjálf­stæði Katalón­íu. Ráðgát­an um þessa dul­ar­fullu net­umferð er alla­veg­ana enn ekki leyst.

Lesningarnar eru mismargar eftir dögum en greinin virðist alltaf vera …
Lesn­ing­arn­ar eru mis­marg­ar eft­ir dög­um en grein­in virðist alltaf vera mest les­in. Það vek­ur einnig at­hygli að hún fær oft jafn­marg­ar lesn­ing­ar marga daga í röð. Skjá­skot/​Pageviews
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er ekkert athugavert við leitina að kyrrð og ró - þú þarft ekki að vera með samviskubit. Haltu áfram að einblína á það jákvæða fremur en það neikvæða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er ekkert athugavert við leitina að kyrrð og ró - þú þarft ekki að vera með samviskubit. Haltu áfram að einblína á það jákvæða fremur en það neikvæða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant