Réttarhöld að hefjast yfir Baldwin

Baldwin í dómsalnum í gær.
Baldwin í dómsalnum í gær. AFP/Ross D. Franklin

Réttarhöld yfir Hollywood-leikaranum Alec Baldwin hefjast í dag þegar kviðdómur verður valinn. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 og þarf kviðdómurinn að ákveða hvort dauði kvikmyndatökumanns myndarinnar hafi verið honum að kenna.

Baldwin beindi leikmunabyssu að Halyna Hutchins á meðan á æfingu stóð þegar alvöru skot hljóp úr byssunni. Hutchings lést, auk þess sem leikstjóri myndarinnar særðist.

Baldwin á leið úr dómshúsinu.
Baldwin á leið úr dómshúsinu. AFP/Frederic J. Brown

Baldwin, sem er 66 ára, segist ekki hafa vitað að byssan hafi verið hlaðin og að hann hafi ekki heldur tekið í gikkinn. Saksóknarar segja að leikarinn hafi hegðað sér kæruleysislega á tökustaðnum og að hann hafi ítrekað breytt vitnisburði sínum síðan atvikið varð í október 2021.

Reiknað er með því að opnunarræður lögmanna verði fluttar í málinu á morgun í ríkinu Nýju-Mexíkó. Réttarhöldin eiga að standa yfir í tíu daga.

Baldwin mætti í dómsal í gær þar sem lokaundirbúningur stóð yfir vegna réttarhaldanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar