Alec Baldwin gæti hlotið 18 mánaða dóm

Alvöru byssukúlur fundust í skotbelti leikarans Alec Baldwins á tökustað kvikmyndarinnar Rust. Þetta bar tæknifulltrúi lögreglunnar vitni um í dag í réttarhöldum sem haldin eru yfir leikaranum um þessar mundir.

Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi og gæti hlotið 18 mánaða fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.

Fundust þá einnig alvöru byssukúlur í belti annars leikara í myndinni, Jensen Ackles.

Taldi Baldwin ekki vita af kúlunum

Kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést við gerð kvikmyndarinnar í október 2021 eftir að alvöru skot hljóp úr leikmunabyssu Baldwins við æfingu atriðis. Særðist þá einnig leikstjóri myndarinnar við atvikið.

Tæknifræðingurinn. Marisa Poppell, bar vitni um að fjölda raunverulega byssukúlna hefði verið blandað saman við gervikúlur á tökustaðnum. Aðspurð staðfesti hún að alvöru byssukúla hefði fundist í hylkisvesti leikarans.

Taldi hún þó rétt að leikarinn hefði ekki haft hugmynd um byssukúluna er lögfræðingur Baldwins innti eftir því.

Hafi reglulega beint vopnum að fólki

Í réttarhöldunum í dag voru kviðdómi sýndar ljósmyndir af skotfærakössum sem innihéldu bæði alvöru kúlur í bland við gervikúlur. Eru kúlurnar að mestu ógreinanlegar.

Í upphafserindum réttarhaldanna sem byrjuðu í gær var Baldwin sakaður af saksóknurum málsins um að hafa brotið á grunnreglum um byssuöryggi og hagað sér kæruleysislega með hættulegt vopn. Hefði hann ekki hugsað um öryggi annarra, ekki tekið vopnaþjálfun alvarlega og reglulega beint vopnum að fólki á tökustað.

Lögmaður Baldwins segir Baldwin hafa haft enga ástæðu til að trúa að byssan hafi verið hlaðin og það væri ekki á ábyrgð leikara að athuga skotvopnin og innihald þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar