Alec Baldwin gæti hlotið 18 mánaða dóm

00:00
00:00

Al­vöru byssu­kúl­ur fund­ust í skot­belti leik­ar­ans Alec Baldw­ins á tökustað kvik­mynd­ar­inn­ar Rust. Þetta bar tæknifull­trúi lög­regl­unn­ar vitni um í dag í rétt­ar­höld­um sem hald­in eru yfir leik­ar­an­um um þess­ar mund­ir.

Baldw­in er sakaður um mann­dráp af gá­leysi og gæti hlotið 18 mánaða fang­els­is­dóm verði hann fund­inn sek­ur.

Fund­ust þá einnig al­vöru byssu­kúl­ur í belti ann­ars leik­ara í mynd­inni, Jen­sen Ackles.

Taldi Baldw­in ekki vita af kúl­un­um

Kvik­mynda­tökumaður­inn Halyna Hutchins lést við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar í októ­ber 2021 eft­ir að al­vöru skot hljóp úr leik­muna­byssu Baldw­ins við æf­ingu atriðis. Særðist þá einnig leik­stjóri mynd­ar­inn­ar við at­vikið.

Tækni­fræðing­ur­inn. Marisa Popp­ell, bar vitni um að fjölda raun­veru­lega byssukúlna hefði verið blandað sam­an við gervi­kúl­ur á tökustaðnum. Aðspurð staðfesti hún að al­vöru byssukúla hefði fund­ist í hylk­is­vesti leik­ar­ans.

Taldi hún þó rétt að leik­ar­inn hefði ekki haft hug­mynd um byssu­kúl­una er lög­fræðing­ur Baldw­ins innti eft­ir því.

Hafi reglu­lega beint vopn­um að fólki

Í rétt­ar­höld­un­um í dag voru kviðdómi sýnd­ar ljós­mynd­ir af skot­færa­köss­um sem inni­héldu bæði al­vöru kúl­ur í bland við gervi­kúl­ur. Eru kúl­urn­ar að mestu ógrein­an­leg­ar.

Í upp­hafser­ind­um rétt­ar­hald­anna sem byrjuðu í gær var Baldw­in sakaður af sak­sókn­ur­um máls­ins um að hafa brotið á grunn­regl­um um byssu­ör­yggi og hagað sér kæru­leys­is­lega með hættu­legt vopn. Hefði hann ekki hugsað um ör­yggi annarra, ekki tekið vopnaþjálf­un al­var­lega og reglu­lega beint vopn­um að fólki á tökustað.

Lögmaður Baldw­ins seg­ir Baldw­in hafa haft enga ástæðu til að trúa að byss­an hafi verið hlaðin og það væri ekki á ábyrgð leik­ara að at­huga skot­vopn­in og inni­hald þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu muna að góðir vinir geta verið saman bæði í sorg og gleði. Gleymdu hvorki sjálfum þér né þeim sem næst þér standa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell