Alec Baldwin snýr aftur í SNL

Hann hafði ekki stigið á svið frá árinu 2021.
Hann hafði ekki stigið á svið frá árinu 2021. AFP/Angela Weiss

Banda­ríski leik­ar­inn, Alec Baldw­in, sneri aft­ur í grínþátt­inn Sat­ur­day Nig­ht Live (SNL) í gær­kvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stíg­ur aft­ur á svið SNL síðan að máli hans, þar sem hann var sakaður um mann­dráp af gá­leysi, var vísað frá dómi. 

Baldw­in hef­ur oft farið með eft­ir­herm­ur í SNL en þessa vik­una fór hann í hlut­verk Bret Baier, frétta­manns á Fox News, þegar hann tók viðtal við Kamölu Harris, for­setafram­bjóðanda demó­krata, í vik­unni. 

Leik­ar­inn hafði áður stigið á svið SNL með eft­ir­hermu af Don­ald Trump en hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2017 fyr­ir túlk­un sína á for­set­an­um fyrr­ver­andi. 

Hlaut 18 mánaða dóm

Eins og fyrr seg­ir var Baldw­in sakaður um mann­dráp af gá­leysi en hann hleypti af voðaskoti sem drap kvik­mynda­töku­mann­inn Halyuna Hutchins árið 2021 við tök­ur á mynd­inni Rust.

Hannah Gutier­rez-Reed, um­sjón­ar­maður skot­vopna og skot­færa á tökustaðnum, var hins veg­ar fund­in sek og hlaut 18 mánaða dóm. Þótti fulls­annað að Gutier­rez-Reed hefði borið ábyrgð á því að al­vöru byssukúla endaði í skot­vopn­inu sem Baldw­in mundaði á tökustað, með þeim af­leiðing­um að skot hljóp úr sex­hleyp­unni og fór í Hutchins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver