Hvað er eiginlega að karlmönnum?

Katherine Ryan fjallaði heimsmet klámstjörnunnar Bonnie Blue í nýjasta hlaðvarpsþætti …
Katherine Ryan fjallaði heimsmet klámstjörnunnar Bonnie Blue í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Samsett mynd

Kanadíski uppistandarinn og hlaðvarpsstjarnan Katherine Ryan fór ekki fögrum orðum um karlmennina sem biðu í langri röð eftir því að stunda nokkurra sekúndna kynlíf með bresku OnlyFans-stjörnunni Bonnie Blue í nýjasta þætti hlaðvarpsins Katherine Ryan: Telling Everybody Everything.

Blue, sem er 25 ára, setti heimsmet fyrr í þessum mánuði þegar hún stundaði kynlíf með 1.057 karlmönnum á aðeins 12 klukkustundum. Með því sló hún ríflega 20 ára gamalt met bandarísku klámstjörnunnar Lisa Sparxxx sem stundaði kynlíf með 919 karlmönnum á einum sólarhring í október 2004.

Myndbönd sem sýna frá heimsmetatilrauninni hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum upp á síðkastið, en í þeim má sjá þátttakendurna, flestir með grímur yfir andlitum og á nærbuxum einum fata, bíða í röð, sem nær út á götu Lundúna, eftir að sænga hjá Blue, sem hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið.

Ryan, sem fór ofan í saumana á þessu í hlaðvarpsþættinum, fordæmdi athæfið og sagði það ógeðslegt en sagði það þó enn ógeðslegra að miða allri gagnrýninni að Blue.

„Þið mættuð, þið biðuð í röð, þið stóðuð þarna eins og fávitar á nærbuxunum og hulduð andlit ykkar.

Hvað er eiginlega að karlmönnum? Eruð þið virkilega þetta örvæntingarfullir,“ sagði Ryan meðal annars.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar