Synti fram á furðufisk

Sautján menn, einn furðufiskur og hundur.
Sautján menn, einn furðufiskur og hundur. Catalina Island Marine Institute

Starfsmaður sjávardýrastofnunar í Kaliforníu átti von á að sjá ýmislegt er hann fór að snorkla um helgina - en þó ekki að finna 5,5 metra langan dauðan fisk - sem virtist hafa synt beint út úr ævintýrabók.

 Jasmine Santana kom auga á hræið er hún var að snorkla í tærum sjónum í Kaliforníu á sunnudag.

Þessi fiskur, sem heitir síldakóngur (e. oarfish) finnst víða í heitum sjó en hann kafar mjög djúpt og sést því mjög sjaldan. Þá hefur atferli hans af þessum sökum verið lítið rannsakað. 

Santana sá fyrst risastór augu fisksins og ákvað að nálgast hann varlega. Hún komst þó fljótt að því að hann var dauður.

Síldakóngar eru mjög svo sérstakir í útliti. Þeir hafa því oft verið höfundum vísindaskáldsagna og ævintýrabóka innblástur þegar kemur að því að skapa ókindur og furðuskepnur í hafinu.

Í frétt Reuters kemur fram að það hafi þurft fimmtán menn til að ná fisknum upp úr sjónum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach