Gylfi aðstoðar Benedikt

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Gylfi aðstoðar Benedikt

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Gylfi aðstoðar Benedikt

Alþingiskosningar 2016 | 13. janúar 2017

Gylfi Ólafsson.
Gylfi Ólafsson.

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Gylfi er 33 ára heilsuhagfræðingur. Hann lauk B.Ed.-gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og lagði stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá 2013. 

Frá árinu 2013 hefur Gylfi verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði á Íslandi. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá 2014. Árin 2012-2016 var Gylfi ráðgjafi í heilsuhagfræði hjá Quantify Research í Stokkhólmi. Hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Vía í skordýraeldi í Bolungarvík frá 2013-2016. Gylfi var dagskrárgerðarmaður og fréttamaður hjá RÚV 2009-2013.

Gylfi var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum 2016. Hann er giftur Tinnu Ólafsdóttur og saman eiga þau eina dóttur. 

mbl.is