„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.
Heilbrigðismálin eru í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi eru nauðsynlegar og stöðugt gengi eru helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar, að sögn Benedikts.
Hann benti á að góðæri væri rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur sem stuðluðu að lífskjörum sem væru samkeppnishæf við önnur lönd. Þjóðin þyrfti hvort tveggja á að halda breytingum og stöðugleika.
Jafnrétti og frelsi á öllum sviðum var Benedikt tíðrætt um. Hann nefndi mikilvægi stöðugleika sem hann sagði að virkaði ekki spennandi og benti á að orðið minnti á stöðnun. „Stöðugleiki í efnahagslífinu væri aftur á móti bylting á Íslandi. Þjóðin hefur vanist miklu meiri sveiflum í launum og gengi en flest önnur ríki í hinum vestræna heimi,“ sagði Benedikt. Hann nefndi að stöðugleikinn væri bylting á Íslandi.
Alþingi skapar umgjörð fyrir fólk og fyrirtæki og í þeim efnum bendir hann á að meðal annars er hægt að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum. „Samningur við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af ýmsum vörum mun tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum á sumardögum,“ sagði Benedikt og vísaði til hags neytenda og valfrelsis þeirra.
Til að bæta afkomu ríkisins verður að lækka vaxtabyrðina. Einnig verður unnið að því að draga úr miklum sveiflum á gengi krónunnar. Í því samhengi segir hann að „vinna er þegar hafin við að undirbúa endurskoðun peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands með það fyrir augum að auka stöðugleika.“
Gagnsæi og greið svör, sagði Benedikt að ný ríkisstjórn myndi viðhafa. „Eitt fyrsta verk mitt í fjármálaráðuneytinu var að ákveða að kostnaðarreikningar ráðuneytanna og stofnana þeirra verði allir aðgengilegir almenningi á netinu,“ sagði hann jafnframt og benti einnig á sameiginleg innkaup margra stofnana sem hafa sparað milljarða.