Var með barnið á heilanum

Börnin okkar og úrræðin | 17. febrúar 2018

Var með barnið á heilanum

Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. 

Var með barnið á heilanum

Börnin okkar og úrræðin | 17. febrúar 2018

Þegar ungmenni er fimmtán ára þá geta foreldrar ekki kært …
Þegar ungmenni er fimmtán ára þá geta foreldrar ekki kært kynferðisbrot gagnvart barni sínu nema barnið samþykki og kæri sjálft. mbl.is/Hari

Tæp­lega sex­tug­ur karl­maður sit­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um al­var­leg kyn­ferðis­brot gagn­vart ung­um pilti og að hafa haldið hon­um nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilt­ur­inn er átján ára gam­all í dag en brot­in hóf­ust þegar hann var 15 ára. 

Tæp­lega sex­tug­ur karl­maður sit­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um al­var­leg kyn­ferðis­brot gagn­vart ung­um pilti og að hafa haldið hon­um nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilt­ur­inn er átján ára gam­all í dag en brot­in hóf­ust þegar hann var 15 ára. 

Á síðasta ári var Þor­steinn Hall­dórs­son ákærður fyr­ir að hafa ít­rekað tælt dreng­inn, með fíkni­efn­um, lyfj­um og gjöf­um, gefið hon­um pen­inga, tób­ak og farsíma og nýtt sér yf­ir­burði sína gagn­vart drengn­um vegna ald­urs- og þroskamun­ar, til að hafa við sig sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök á ýms­um stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Maður­inn er einnig ákærður fyr­ir að hafa á sama tíma­bili, frá því dreng­ur­inn var 15 til 17 ára, ít­rekað tekið ljós­mynd­ir af pilt­in­um á kyn­ferðis­leg­an og klám­feng­inn hátt og hreyfi­mynd af hon­um er hann veitti mann­in­um munn­mök sem vistað var í læstri möppu á farsíma manns­ins. Hann er jafn­framt ákærður fyr­ir að hafa ít­rekað brotið gegn nálg­un­ar­banni sem hann sætti gagn­vart drengn­um á sex mánaða tíma­bili í fyrra. 

Tekið er fram í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðinum yfir mann­in­um frá því í janú­ar að hann sæti nálg­un­ar­banni gagn­vart öðrum dreng vegna meintra kyn­ferðis­brota og áreit­is.

For­eldr­ar drengs­ins segja að allt hafi breyst þegar hann var fimmtán ára en á þeim tíma hafi þau ekki haft hug­mynd um hvað olli þess­um breyt­ing­um á líðan drengs­ins og hegðun fyrr en tölu­vert seinna.

Þau segja að hann hafi verið byrjaður í ein­hverri neyslu og hún hafi ágerst um svipað leyti og hann virðist hafa kom­ist í kynni við karl­inn.

„Við fór­um að verða vör við óeðli­lega hegðun af hans hálfu sum­arið og um haustið þegar hann byrj­ar í fram­halds­skóla. Hann laum­ast út á nótt­unni og er mjög ólík­ur sjálf­um sér. Það er síðan und­ir lok árs 2015 sem hann hring­ir sjálf­ur í Neyðarlín­una um miðja nótt og biður um hjálp. Hann sé í neyslu og ráði ekki við þær aðstæður sem hann væri bú­inn að koma sér í. Neyðarlín­an til­kynn­ir þetta til barna­vernd­ar og um morg­un­inn seg­ir hann okk­ur líka frá þessu,“ seg­ir faðir drengs­ins.

Barna­vernd hef­ur í kjöl­farið sam­band við þau og þeim er bent á SÁÁ þar sem dreng­ur­inn fór í nokk­ur viðtöl. Ráðgjafi SÁÁ sagði að dreng­ur­inn væri ekki fík­ill en á góðri leið með að verða það.

„Ég veit nú ekki hvernig ráðgjaf­an­um tókst að kom­ast að þess­ari niður­stöðu eft­ir að hafa talað tvisvar við hann því það er nú varla að marka orð af því sem hann seg­ir,“ að sögn móður hans.

Undr­ast hvernig tekið er á svona mál­um hjá lög­regl­unni

„Það sem við skilj­um ekki [er] hvernig er tekið á þess­um mál­um hjá lög­regl­unni,“ segja þau. „Við vor­um að orðin full­viss um að það væri eitt­hvað óeðli­legt í gangi og vor­um með mynd­ir af syni okk­ar með mann­in­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um. Eins sáum við að ít­rekað voru lagðar inn­eign­ir inn á síma hans og við gát­um ekki óskað eft­ir upp­lýs­ing­um hjá síma­fyr­ir­tæk­inu um hvaðan þær kæmu. Sem lög­regl­an gat aft­ur á móti gert. Dreng­ur­inn okk­ar fékk pen­inga, dóp, síma og kred­it­korta­núm­er hjá karl­in­um svo hann [gat] keypt sér það sem hann langaði í á net­inu. Við fór­um til lög­reglu og vild­um kæra en var tjáð að þar sem hann væri orðinn 15 ára þá yrði kær­an að koma frá hon­um. Virt­ist engu skipta að við erum ekki að tala um grun okk­ar held­ur hald­bær gögn sem við lögðum fram hjá lög­reglu á þess­um tíma,“ seg­ir faðir drengs­ins. 

Meðal þess sem for­eldr­arn­ir tjáðu lög­reglu þegar þau lögðu fram kær­una var að þau hafi gengið á son sinn, þegar þau sáu hann með karl­in­um á mynd­um úr ör­ygg­is­mynda­vél­um, um hvað þeim hafi farið á milli. Meðal ann­ars hvort hann hafi verið að kaupa dóp af karl­in­um. Dreng­ur­inn ját­ar því og seg­ir að hann hafi verið að kaupa dóp af hon­um. Þau taka það fram við lög­reglu að þau telji það afar ólík­legt að svo hafi verið enda ekki lík­legt að karl á sex­tugs­aldri sé með heimsend­ingu á dópi til ung­lings­pilts. Þau séu sann­færð um að maður­inn brjóti kyn­ferðis­lega á barn­inu.

Ábyrgðin nær ekki til kyn­ferðis­brota eft­ir 15 ára ald­ur

Lög­regl­an kom í fram­hald­inu með fíkni­efna­hunda í fjöl­býl­is­húsið þar sem fjöl­skyld­an býr og segja þau að þeim hafi virst lög­regl­an hafa meiri áhuga á að vita hvort hér færi fram fíkni­efna­sala en brot gagn­vart barn­inu þeirra. „Það er okk­ar upp­lif­un og þrátt fyr­ir að barna­vernd hafi haft sam­band við lög­reglu þá gerðist ekk­ert. Þar sem hann kærði ekki þá var mál­inu lokað án þess að okk­ur væri einu sinni sagt frá því,“ segja þau.

„Annaðhvort ertu barn eða ekki. Við eig­um að bera ábyrgð á hon­um til 18 ára ald­urs en við ber­um ekki ábyrgð ef ein­hver brýt­ur gegn hon­um kyn­ferðis­lega eft­ir fimmtán ára ald­ur. Við viss­um að það væri verið að brjóta á barn­inu okk­ar og við fund­um meira [að] segja greiðslu­kort karls­ins inni hjá drengn­um. Ef lög­regl­an hefði farið og rætt við karl­inn þá hefði kannski verið hægt að stöðva þetta þarna [fe­brú­ar 2016], en þess í stað er ekk­ert gert,“ seg­ir móðirin. 

Foreldrar drengsins íhuguðu um tíma að taka málið í sínar …
For­eldr­ar drengs­ins íhuguðu um tíma að taka málið í sín­ar hend­ur svo þreytt og úr­vinda var öll fjöl­skyld­an orðin og ekk­ert miðaði áfram. Á sama tíma hélt níðing­ur­inn áfram að sitja um dreng­inn. mbl.is/​Hari

Mál­inu var lokað af hálfu lög­regl­unn­ar og barna­vernd­ar í ág­úst 2016 án þess að nokk­ur frum­kvæðis­rann­sókn hafi farið fram af hálfu lög­regl­unn­ar. Í nóv­em­ber 2016, níu mánuðum eft­ir að kær­an var lögð fram af for­eldr­um skilaði dreng­ur­inn sér ekki heim og höfðu þau sam­band við lög­regl­una sem fékk Guðmund Fylk­is­son, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, til að leita að hon­um. Guðmund­ur nær sam­bandi við dreng­inn og hann skil­ar sér heim. Á þess­um tíma vissu þau ekki bet­ur en að málið væri í rann­sókn hjá lög­reglu en annað hef­ur komið í ljós.

„Í ljós kom að karl­inn hafði verið í sam­bandi við son okk­ar nán­ast all­an sól­ar­hring­inn þessa daga sem hann hvarf. Þá geng­um við hart fram í því við dreng­inn að hann segði okk­ur frá því hvað væri í gangi. Um sama leyti var karl­inn stöðvaður af lög­regl­unni uppi í Heiðmörk með dreng­inn okk­ar,“ seg­ir faðir hans en þá var Þor­steinn ekki einu sinni tek­inn í yf­ir­heyrslu.

„Þrátt fyr­ir að dreng­ur­inn hafi verið í neyslu og stolið ein­hverju af okk­ur hér á heim­il­inu þá er ekki til of­beldi í hon­um. En þegar við göng­um hart á hann á þess­um tíma um að upp­lýsa okk­ur um karl­inn þá miss­ir hann stjórn á sér og ræðst á mömmu sína. Þarna ákváðum við að hringja í barna­vernd og sögðum að við gæt­um ekki haft hann á heim­il­inu enda um heim­il­isof­beldi að ræða.

Lög­regl­an kom og hand­tók hann og tók af hon­um skýrslu á lög­reglu­stöðinni og hann var síðan flutt­ur í neyðar­vist­un á Stuðla. Dag­inn eft­ir fer full­trúi barna­vernd­ar og ræðir við hann og strák­ur­inn vildi bara fara heim,“ seg­ir faðir hans.

Átti dreng­inn í raun­inni á þess­um tíma

Þau segja að þar hafi dreng­ur­inn loks­ins verið reiðubú­inn til þess að kæra Þor­stein Hall­dórs­son og gert það sama dag og þá fóru hjól­in loks að snú­ast segja þau. „Það er ótrú­legt hvað mikið þurfti að ganga á þangað til eitt­hvað gerðist. Dreng­ur­inn var orðinn gjör­sam­lega heilaþveg­inn af þess­um manni, orðinn háður dópi og tób­aki. Karl­inn kaup­ir handa hon­um enda­laust af tölvu­leikj­um og eins síma. Hann á dreng­inn í raun­inni á þess­um tíma,“ seg­ir móðir hans.

Þau segja að þegar dreng­ur­inn hafi birst með nýj­an síma þá hafi eðli­lega kviknað spurn­ing­ar hjá þeim um hvar hann hafi fengið hann. En dreng­ur­inn var með skýr­ing­arn­ar á hreinu. Hann hafi unnið í tölvu­leik og getað keypt sím­ann. Þau hafi grennsl­ast fyr­ir hjá öðrum reynd­ari en þau eru á tölvu­leikja­sviðinu og verið sagt að þetta væri al­veg hægt. 

„Þannig að við í ein­feldni okk­ar trúðum þessu. Á þess­um sama tíma og karl­inn dæl­ir í hann dópi, pen­ing­um og öðru vor­um við á brems­unni að gefa hon­um ekki neitt þar sem við vor­um að reyna að koma í veg fyr­ir að hann væri í neyslu og færi að vinna. Sem hann gerði en það sem við viss­um ekki var að hann borgaði jafn­vel vinnu­fé­lög­um fyr­ir að taka fyr­ir sig vakt­ir. Svo var hann rosa­lega dug­leg­ur að fara í rækt­ina en hann var ekk­ert þar held­ur var hann að hitta karl­inn. Ástandið var orðið svo slæmt að okk­ur leið eins og við vær­um að tala við karl­inn í gegn­um dreng­inn,“ seg­ir faðir hans.  

Átti góðan tíma eft­ir kær­una

„Um tíma gekk allt vel og við átt­um æðis­leg jól sam­an fjöl­skyld­an en þetta er stuttu eft­ir að dreng­ur­inn hafði lagt fram kæru á hend­ur níðingn­um. Okk­ur fannst jafn­vel eins og dreng­ur­inn okk­ar væri kom­inn aft­ur. En það var ekki lengi því strax eft­ir ára­mót­in 2016/​2017 var karl­inn far­inn að sitja um heim­ilið og fylgj­ast með drengn­um sem hafði áhyggj­ur af því að karl­inn hefði komið fyr­ir staðsetn­ing­ar­búnaði í síma sín­um og þannig náð að fylgj­ast með hverju fót­máli hans,“ segja þau. 

Í janú­ar 2017 fer son­ur þeirra að vera öðru­vísi en hann á að sér að vera og þá fara þau inn í tölv­una hans og finna þar ný sam­skipti milli hans og Þor­steins. Þau hafa sam­band við lög­regl­una og láta vita af þessu og lög­regl­an skip­ar Þor­steini að láta dreng­inn í friði. „Samt hélt hann áfram og þá hafði ég sam­band við lög­mann Þor­steins og bað um að hann fengi Þor­stein til þess að hætta þessu. En það breytti engu, áreitn­in hætti ekki.

Við sát­um hérna sam­an og horfðum á sím­ann hans þar sem skila­boðunum rigndi inn frá karl­in­um. Það endaði með því að ég hringdi í hann og öskraði á [hann] að hann ætti að láta dreng­inn í friði. En það hafði eng­in áhrif og þá feng­um við nálg­un­ar­bann á hann,“ seg­ir faðir drengs­ins.

Svo er bara talað um næst...

Líkt og fram kem­ur í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðinum þá braut hann ít­rekað gegn nálg­un­ar­bann­inu þessa sex mánuði sem það gilti. Þau skilja hrein­lega ekki hvers vegna nálg­un­ar­bann sé ein­ung­is tíma­bundið úrræði því á þess­um tíma er nokkuð um liðið frá því dreng­ur­inn kær­ir. 

Eins segja þau að það hafi líka verið furðulegt og vont að upp­lifa það þegar þau til­kynntu um brot á nálg­un­ar­bann­inu að fá ráðlegg­ing­ar um hvernig best væri að snúa sér næst þegar hann bryti gegn bann­inu. „Næst, bíddu hvers vegna er nálg­un­ar­bannið ef það er strax talað um næst,“ segja þau. 

„Með nálg­un­ar­bann­inu er Þor­steini bannað að nálg­ast barnið okk­ar. Barn get­ur ekki flúið þær aðstæður sem það er komið í en það get­ur full­orðinn ein­stak­ling­ur gert, þess vegna verðum við að geta treyst því að úrræði eins og nálg­un­ar­bann séu að virka en þau eru því miður ekki að því. Svo er bara talað um næst við okk­ur,“ segja for­eldr­ar drengs­ins.

Síðasta vor reyndi dreng­ur­inn að taka eigið líf með því að taka stór­an lyfja­skammt en það tókst að bjarga lífi hans á bráðamót­tök­unni. Í fram­hald­inu var hann lagður inn á BUGL, barna- og ung­linga­geðdeild­ina. Á þess­um tíma voru for­eldr­ar hans að bíða eft­ir því að dreng­ur­inn fengi inni á Stuðlum þar sem þau töldu það einu leiðina til þess að hann fengi frið frá níðingn­um. Að læsa barnið inni til þess að verja hann þar sem kær­an var enn föst í ákæru­ferli.

Þeim finnst að allt of mikið hafi verið horft á neyslu drengs­ins í þeim meðferðarúr­ræðum sem í boði eru í stað þess að vinna með rót vand­ans, brot­in sem dreng­ur­inn varð fyr­ir. Neyslu­mynst­ur hans sé líka óvana­legt fyr­ir svo ung­an mann, er einn í neyslu og aðallega í ró­andi lyfj­um, morfíni og öðru slíku.

Í ág­úst í fyrra var ákær­an loks gef­in út en enn er beðið eft­ir því að aðalmeðferð fari fram í mál­inu. Nú er þess beðið að ný ákæra verði gef­in út vegna frels­is­svipt­ing­ar­inn­ar í síðasta mánuði. „Þegar við spurðum á sín­um tíma hvers vegna það tæki svona lang­an tíma að gefa út ákær­una var okk­ur sagt að það væri vegna brota Þor­steins á nálg­un­ar­bann­inu. Það þyrfti alltaf að bæta við ákær­una á hend­ur hon­um. Ég spurði þá hvort ég ætti að hætta að til­kynna um brot á nálg­un­ar­bann­inu svo ákær­an næði ein­hvern tíma að fara í gegn,“ seg­ir móðirin.

Maðurinn var handtekinn um miðjan janúar og úrskurðaður í gæsluvarðhald …
Maður­inn var hand­tek­inn um miðjan janú­ar og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald og sæt­ir þar ein­angr­un. Hann er grunaður um að hafa einnig brotið gegn öðrum dreng. mbl.is/​Hari

Snemma á þessu ári lét dreng­ur­inn sig hverfa af heim­il­inu og gisti hjá vini sín­um í nokkra daga. Þar komst Þor­steinn í sam­band við hann og spurði hann hvort þeir ættu ekki að hitt­ast og hann ætti töfl­ur handa hon­um. Hann var til í að fá töfl­urn­ar og kom Þor­steinn og náði í hann án vit­und­ar for­eldra og vin­ar hans sem dreng­ur­inn var hjá.

Þaðan fóru þeir og keyptu síma handa drengn­um og fékk Þor­steinn hon­um nýtt síma­núm­er en næstu dag­ar eru aft­ur á móti í móðu hjá drengn­um. Líkt og fram kem­ur í gæslu­v­arðhalds­úrsk­urðinum þá var hann í lyfja­móki í tæpa viku. Þeir hafi gist á þrem­ur stöðum á þeim tíma og kvaðst hann lítið muna hvað þeir gerðu sam­an vegna mik­ill­ar neyslu lyfja en kvaðst þó minn­ast þess að maður­inn hafi haft sam­ræði við hann í að minnsta kosti tvígang og kvaðst hann finna mikið til eft­ir það, sam­kvæmt því sem kem­ur fram í gögn­um lög­regl­unn­ar sem voru lögð fram í héraðsdómi.

Dreng­ur­inn hafði sam­band við móður sína í gegn­um Snapchat og bað hana um að koma sér til hjálp­ar við að flýja frá karl­in­um. Hún seg­ir að barnið henn­ar hafi sent henni neyðaróp þar sem hann óttaðist um líf sitt en Þor­steinn hefði dælt í hann ró­andi lyfj­um. 

Hann stillti sím­ann síðan þannig að for­eldr­ar hans gátu séð hvar hann væri og höfðu þau strax sam­band við lög­reglu sem fann hann grát­andi úti á götu. Eft­ir að hafa staðfest við lög­reglu að hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi var hann flutt­ur á neyðar­mót­töku kyn­ferðis­brota.

Var bú­inn að heilaþvo dreng­inn

Lög­regl­an leitaði í bíl Þor­steins og lagði hald á ýmis lyf merkt hon­um, er­lend­an gjald­eyri, miða yfir gjald­eyri­s­kaup, kassa utan af nýj­um síma, sleipi­efni og korta­veski með ýms­um kort­um, m.a. korti merkt­um dreng sem hann er einnig grunaður um að hafa brotið gegn kyn­ferðis­lega.

„Þessi maður er með barnið okk­ar á heil­an­um og hef­ur [verið] með í nokk­ur ár. Við skilj­um ekki hvers vegna ekk­ert var gert þrátt fyr­ir að við höf­um haft sam­band við lög­reglu á þeim tíma. Þar sem hann er 15 ára á þess­um tíma þá varð barnið, sem hann er bú­inn að heilaþvo, að kæra.

Þegar hann náði tök­um á hon­um núna í janú­ar þá reyndi hann að fá son okk­ar til að draga kær­una til baka. Hann býður drengn­um upp á ferðalag til út­landa þar sem þeir geti gert eitt­hvað skemmti­legt sam­an,“ segja þau en þau treysta á að hann verði áfram í gæslu­v­arðhaldi þangað til dóm­ur geng­ur í mál­inu. „Því við vilj­um ekki að þessi siðblindi maður komi ná­lægt fjöl­skyld­unni okk­ar,“ segja þau en næsta verk­efni fjöl­skyld­unn­ar er að byggja sig upp eft­ir þessa mar­tröð sem hef­ur herjað á þau und­an­far­in ár. Álagið á fjöl­skyld­una hef­ur verið ólýs­an­legt und­an­far­in ár og það hafa komið upp stund­ir sem þau hafa al­var­lega íhugað að taka málið í sín­ar hend­ur þar sem ekk­ert var að gert af hálfu yf­ir­valda þrátt fyr­ir að ekki færi á milli mála að brotið hafi verið á barn­inu þeirra. En þar sem hann væri fimmtán ára gam­all þá dygði ekki að þau legðu fram gögn máls­ins, kær­an varð að koma frá hon­um sjálf­um.

Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, segir mikilvægt að …
Sigrún Sig­urðardótt­ir, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir mik­il­vægt að fag­fólk þekki af­leiðing­ar kyn­ferðis­legs of­beld­is í æsku til að geta veitt viðeig­andi aðstoð. mbl.is/​Hari

Sigrún Sig­urðardótt­ir, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, fjallaði í doktors­rit­gerð sinni í hjúkr­un um áhrif kyn­ferðis­legs of­beld­is í æsku á fólk, bæði karla og kon­ur. Þeir karl­ar sem hún ræddi við höfðu í æsku átt við náms­örðug­leika að stríða og orðið fyr­ir einelti. Þeir voru of­virk­ir og leidd­ust út í af­brot, áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu auk þess að glíma við fleiri heilsu­far­svanda­mál.

Upp­lif­un karl­anna ein­kennd­ist af reiði, hræðslu og lík­am­legri og sál­rænni af­teng­ingu. Þeir áttu erfitt með að tengj­ast mök­um og börn­um, höfðu gengið í gegn­um hjóna­skilnaði og voru all­ir for­sjár­laus­ir feður.

Helstu niður­stöður rann­sókn­ar Sigrún­ar voru að af­leiðing­ar kyn­ferðis­legs of­beld­is í æsku, bæði fyr­ir ís­lenska karla og kon­ur, voru al­var­leg­ar fyr­ir heilsu­far og líðan. Þátt­tak­end­ur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægj­an­leg­an stuðning eða skiln­ing frá heil­brigðis­starfs­fólki, en þátt­taka í Gæfu­spor­un­um virt­ist bæta heilsu og líðan þeirra kvenna sem tóku þátt í þeim.

Gæfu­sporið er þverfag­legt end­ur­hæf­ingar­úr­ræði fyr­ir kon­ur þar sem unnið er í teym­is­vinnu með and­lega og lík­am­lega heilsu. Mark­hóp­ur Gæfu­spors­ins eru kon­ur sem eru þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is í æsku.

Af­leiðing­ar of­beld­is­ins geta verið al­var­leg­ar og víðtæk­ar

Af­leiðing­ar kyn­ferðis­legs of­beld­is í æsku geta verið al­var­leg­ar og víðtæk­ar fyr­ir heilsu­far og líðan til langs tíma og skipt­ir þar engu hvort um karla eða kon­ur er að ræða.

Karl­arn­ir lifðu í þög­ulli og kvala­fullri þján­ingu vegna eig­in for­dóma og sam­fé­lags­ins og leituðu því ekki hjálp­ar eða sögðu frá fyrr en á full­orðins­ár­um. Kon­urn­ar höfðu meiri til­hneig­ingu til að beina til­finn­inga­leg­um sárs­auka sín­um inn á við, sem kom síðar fram í flókn­um and­leg­um og lík­am­leg­um heilsu­far­svanda­mál­um.

Karl­arn­ir höfðu hins veg­ar meiri til­hneig­ingu til að beina til­finn­inga­leg­um sárs­auka sín­um út á við, sem kom einkum fram í hegðun­ar­vanda­mál­um og and­fé­lags­legri hegðun.

Sigrún seg­ir mik­il­vægt fyr­ir heil­brigðis­starfs­fólk og annað fag­fólk  að þekkja ein­kenni og af­leiðing­ar kyn­ferðis­legs of­beld­is í æsku til að vera bet­ur í stakk búið að veita stuðning og viðeig­andi meðferð sem tek­ur mið af ein­stak­lingn­um og kyni hans.

Mik­il­vægt sé að halda áfram að þróa heild­ræn meðferðarúr­ræði fyr­ir kon­ur á Íslandi og þróa slík meðferðarúr­ræði fyr­ir karla sem hafa orðið fyr­ir slíku of­beldi í æsku. Með því að byggja ein­stak­ling mark­visst upp eft­ir áföll vegna kyn­ferðis­legs of­beld­is get­ur margt áunn­ist fyr­ir hann, fjöl­skyldu hans og sam­fé­lagið í heild, seg­ir í niður­stöðum Sigrún­ar.

Hún seg­ir að þegar barn­sæk­unni slepp­ir, það er þegar ein­stak­ling­ur nær átján ára aldri og er ekki leng­ur hluti af barna­vernd­ar­kerf­inu, þurfi að koma til ung­menna­vernd í stað þeirra úrræða sem eru í boði fyr­ir börn yngri en 18 ára, svo sem Stuðla og Barna­húss.

Rétt­ur for­eldra eng­inn

Börn sem verða ung fyr­ir áföll­um, svo sem kyn­ferðis­legu of­beldi, og leiðast út í neyslu á kanna­bis til að mynda staðna oft í þroska, seg­ir Sigrún. Síðan er mjög mis­mun­andi hversu þroskað fólk er og ung­ling­ur sem er orðinn 18 ára gam­all er kannski með þroska á við barn hver svo sem ástæðan er, neysla eða annað. Þess­ir ein­stak­ling­ar eru ekki orðnir full­fær­ir um að taka ábyrgð á eig­in lífi, seg­ir hún.

Sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um er refsi­vert að stunda kyn­líf með ein­stak­lingi sem er yngri en 15 ára. Þetta laga­ákvæði miðar fyrst og fremst að því að vernda börn og ung­linga fyr­ir mis­notk­un sér eldra fólks sem vill nýta sér þroska- og reynslu­leysi barn­anna. Með öðrum orðum við fimmtán ára ald­ur hafa for­eldr­ar ekk­ert með kyn­líf viðkom­andi barns að gera, þó svo að barnið búi enn á heim­il­inu, og 18 ára er rétt­ur for­eldra eng­inn líkt og fram hef­ur komið í op­in­berri umræðu, dóm­um og víðar, bend­ir Sigrún á.

Hún tek­ur sem dæmi fimmtán ára ung­menni sem er í neyslu og ef ein­hver full­orðinn út­veg­ar því eit­ur­lyf gegn kyn­lífi þá geta for­eldr­arn­ir ekk­ert gert nema ung­mennið vilji kæra þann sem hef­ur mis­notað það. „Því þetta er ekk­ert annað en mis­notk­un,“ seg­ir Sigrún.

Vika getur verið ansi langur tími í lífi ungmennis.
Vika get­ur verið ansi lang­ur tími í lífi ung­menn­is. mbl.is/​Hari

„Barn eða ung­menni sem verður fyr­ir slíkri mis­notk­un er oft greint í kjöl­farið með ADHD, kvíða, þung­lyndi eða fleiri rask­an­ir. Eitt­hvað sem hægt er að rekja til of­beld­is­ins sem barnið hef­ur orðið fyr­ir og neyslu fíkni­efna. Að segja frá slíku of­beldi er ekki auðvelt og ekki síst fyr­ir drengi sem upp­lifa oft skömm á sama tíma. Því get­um við verið viss um að það er aðeins brota­brot, af því kyn­ferðisof­beldi sem börn og ung­ling­ar verða fyr­ir, sem kem­ur upp á yf­ir­borðið.

Segj­um svo að 18 ára ung­menni greini for­eldr­um sín­um frá og þau fylgi viðkom­andi á neyðar­mót­töku. Þar er viðkom­andi tjáð eft­ir lækn­is­skoðun að sál­fræðing­ur hafi sam­band inn­an viku og ef ekki þá eigi að hafa sam­band við deild­ina. Vika er ansi lang­ur tími í lífi þolanda kyn­ferðis­legs of­beld­is og þá ekki síst barns eða ung­lings sem kerfið skil­grein­ir kannski sem full­orðinn. Þú átt að fá þjón­ustu strax, ekki eft­ir viku eða síðar,“ seg­ir Sigrún.

Á Ak­ur­eyri er komið á vinnu­ferli þannig að um leið og kyn­ferðis­legt of­beldi er kært til lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra fær viðkom­andi sál­fræðiaðstoð á lög­reglu­stöðinni eft­ir að skýrslu­töku lýk­ur. Þetta bygg­ir á breskri fyr­ir­mynd og hef­ur gefið góða raun. Með þess­ari aðferð er hægt að grípa miklu fyrr inn sem get­ur skipt sköp­um varðandi framtíð viðkom­andi, seg­ir Sigrún.

„Ég vil sjá ein­hvers kon­ar ung­menna­vernd þar sem þau fá þann stuðnings sem þau þurfa á að halda. Miðstöð þar sem þú get­ur komið og fengið aðstoð. Þar sem fag­fólk er til staðar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, sál­fræðing­ar, geðlækn­ar, fé­lags­ráðgjaf­ar o.fl. 

Miðstöð þar sem ung­menni geta leitað sér aðstoðar sér að kostnaðarlausu og fengið breiða aðstoð, líkt og er inn­an Gæfu­spor­anna þar sem unnið er úr áföll­um og þeim veitt­ur stuðning­ur. Unnið með þeim að því að finna rót vand­ans, áfallið sem þau eru að glíma við og get­ur verið rót fíkn­ar­inn­ar.

Meg­um ekki gleyma strák­un­um

Ung­menni sem hafa verið í neyslu eru seinni til í þroska og eðli­lega eru ung­menni mis­jöfn að þroska, seg­ir Sigrún. Spurn­ing hvort setja þurfi inn í lög að ekki megi stunda kyn­líf með mann­eskju sem er yngri en átján ára þar sem hún er ekki sjálfráða, sem myndi auðvelda for­eld­um að geta kært slíkt þegar grun­ur er um mis­notk­un. Krakk­ar með þunga reynslu á bak­inu verða að fá að stunda nám á sín­um hraða og hrein­lega fá að tak­ast á við lífið á sín­um for­send­um. Það eitt að fara út úr her­berg­inu sínu get­ur verið meira en viðkom­andi ræður við. Oft er það þannig að eng­inn veit af þessu fyr­ir utan nán­ustu aðstand­end­ur meðal ann­ars vegna þeirr­ar skamm­ar sem fólk upp­lif­ir. Ekki síst strák­ar sem eiga sér fáa mál­svara þegar kem­ur að op­in­berri umræðu um kyn­ferðis­brot.

Við þurf­um líka að hugsa um strák­ana ekki bara stelp­ur og kon­ur þegar kem­ur að opn­un umræðunn­ar um kyn­ferðis­lega áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi. Strák­ar eru líka börn og þeir eiga ekki að al­ast upp við þær rang­hug­mynd­ir um að ábyrgðin sé þeirra og því eigi þeir ekki að kæra,“ seg­ir Sigrún

Hún seg­ist hafa áhyggj­ur af strák­un­um og ótt­ist að þeir fresti því að segja frá. „Við þurf­um umræðuna um dreng­ina okk­ar. Það eru þeir sem eru í af­brot­um og það eru þeir sem sitja í fang­els­um. Af hverju? Jú; þeir fá ekki þá þjón­ustu sem þeir þurfa á að halda. Við for­eldr­ar verðum líka að taka þetta til okk­ar og koma fram við þá á sama hátt og dæt­ur okk­ar þegar kem­ur að kyn­ferðis­legu of­beldi,“ seg­ir Sigrún.

Að sögn Sigrún­ar átta for­eldr­ar sig oft ekki á því sem er að ger­ast hjá ung­lingn­um. Til að mynda varðandi einelti sem er oft upp­sprett­an að van­líðan síðar á lífs­leiðinni. Van­líðan sem get­ur endað með sjálfs­vígi. 

„Sjálfs­víg er al­geng­asta dánar­or­sök ungra karla á Íslandi og árið 2016 frömdu 36 sjálfs­víg á Íslandi,“ seg­ir Sigrún. 

Mörg þess­ara barna eiga eft­ir að eiga kom­ast í kast við lög­in og lög­regl­una. Hún seg­ir mik­il­vægt að lög­regl­an kunni að bregðast við og grípa inn í eins og Guðmund­ur Fylk­is­son, aðal­varðstjóri í lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, ger­ir en hann leit­ar að börn­um sem hafa týnst.

„En vitn­eskj­an og þekk­ing­in verður að vera meiri inn­an allr­ar lög­regl­unn­ar og næsta haust mun ég kenna nám­skeið þessu tengt í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, um sál­ræn áföll og of­beldi, þar sem fag­fólk og nem­end­ur úr öll­um stétt­um er vel­komið. Ég var í lög­regl­unni í gamla daga og maður kunni þetta hrein­lega ekki. Hvers vegna hegða sum­ir dreng­ir sér eins og þeir gera?

Við þurf­um að hvetja dreng­ina til þess að segja frá og það þarf að ger­ast inni í skóla­kerf­inu. Rík­inu og þjóðfé­lag­inu sem heild ber að taka ábyrgð á að veita þess­um krökk­um aðstoð strax í stað þess að þau endi í fang­elsi. Held­ur á að veita þeim aðstoð við að kom­ast á beinu braut­ina. Við erum með ein­hver slík úrræði, svo sem Fjölsmiðjuna en það er alltaf spurn­ing hvort við get­um ekki gert bet­ur. Til að mynda í skóla­kerf­inu,“ seg­ir Sigrún.

Hún seg­ist telja að með því mætti spara háar fjár­hæðir síðar í stað þess að halda fólki föstu í kerfi þar sem það á ekki mögu­leika. 

„Ég er ekki sam­mála því sem ýms­ir halda fram það eigi að skikka þau í að vera edrú áður en  farið er að vinna úr áföll­un­um því vím­an er kannski eina leiðin fyr­ir þau til þess að kom­ast í gegn­um dag­inn í glím­unni við það [sem] hrjá­ir þau. Við verðum að aðstoða þau við að tak­ast á við skugg­ana sem hvíla á þeim og gera þau reiðubú­in til þess að tak­ast á við lífið án þess að leita í vímu. Þetta væri hægt að gera á stað þar sem þau eru í næði, til að mynda utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. En á sama tíma er ekki nóg að senda þau út af heim­il­inu og í geymslu eitt­hvað út á land. Held­ur þarf að fara fram mark­viss áfalla­vinna þar sem þau fá bata og þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Það er allt of dýrt fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag ef við gef­um þeim ekki tæki­færi til þess.

Ung­menni í neyslu eða þau sem glíma við alls kon­ar rask­an­ir eru oft lang­veik og eiga að fá sama stað í heil­brigðis­kerf­inu líkt og þau ung­menni sem glíma við ann­ars kon­ar veik­indi en þau sem eru geðræn. Þetta er verk­efni sem bíður okk­ar og nauðsyn­legt að hefja sem fyrst. Áður en það verður of seint fyr­ir svo marga sem eru í þess­um spor­um í dag,“ seg­ir Sigrún Sig­urðardótt­ir.

Sigurþóra Bergsdóttir er ein þeirra sem taka þátt í starfi …
Sig­urþóra Bergs­dótt­ir er ein þeirra sem taka þátt í starfi grasrót­ar­sam­tak­anna Oln­boga­börn og hún seg­ir mik­il­vægt að auka sam­starf milli rík­is og sveit­ar­fé­laga í mál­efn­um barna og ung­menna sem þurfa á aðstoð að halda. mbl.is/​Hari

Sig­urþóra Bergs­dótt­ir er ein þeirra sem hef­ur talað fyr­ir úr­bót­um í mál­efn­um ungs fólks sem glím­ir við af­leiðing­ar áfalla, þar á meðal vegna kyn­ferðis­legs of­beld­is. Son­ur henn­ar, Berg­ur Snær, var nítj­án ára gam­all þegar hann framdi sjálfs­víg í mars 2016 eft­ir að hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi. Níðing­ur­inn var dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gagn­vart níu drengj­um en hann var ekki ákærður fyr­ir brot­in gagn­vart Bergi Snæ. Taldi sak­sókn­ari að ekki væru nægj­an­leg sönn­un­ar­gögn fyr­ir­liggj­andi til að það myndi leiða til sak­fell­ing­ar.

Hún er ein þeirra sem taka þátt í starfi grasrót­ar­sam­tak­anna Oln­boga­börn en seg­ist hafa verið ef­ins í fyrstu hvort hún ætti þar heima. Því Berg­ur var ekki einn af týndu börn­un­um. En eft­ir að hafa setið fund hjá sam­tök­un­um var henni bent á það af ungri stúlku sem er ein þeirra sem hef­ur týnst í kerf­inu að Berg­ur Snær hafi svo sann­ar­lega verið oln­boga­barn þrátt fyr­ir að hafa ekki verið á barna- og ung­linga­geðdeild­inni, Stuðlum eða í öðrum úrræðum á veg­um barna­vernd­ar.

Það var eng­inn sem passaði upp á hann

„Þessi unga stúlka horfði í aug­un á mér og sagði jú Berg­ur Snær var svo sann­ar­lega oln­boga­barn en hann dó. Hann fékk ekki hjálp­ina og fann ekki leiðina. Það var eng­inn sem passaði upp á hann. Þannig að ég áttaði mig á því að það er svo auðvelt að hafa stjórn á umræðunni og þagga niður í fólki með því að setja það inn í box. Það hef­ur verið gert við fólkið sem er með erfiðustu mál­in.

Eitt af því sem er sagt er að þetta séu svo fáir ein­stak­ling­ar en þess þá held­ur að koma þeim til bjarg­ar. Við eig­um að geta sinnt þess­um hóp og komið í veg fyr­ir að hann stækki,“ seg­ir Sig­urþóra.

Hún seg­ist telja eðli­leg­ast að um sam­starf væri að ræða milli rík­is og sveit­ar­fé­laga. Boðið yrði upp á ein­falda leið í nærum­hverf­inu þar sem haldið er utan um þessi ung­menni og stuðning­ur­inn sé ein­stak­lings­miðaður.

Verðum að ná þeim áður en þau lenda í rugl­inu

„Ef við hefðum getað leitað til heilsu­gæsl­unn­ar líkt og við Berg­ur Snær gát­um gert þegar eitt­hvað lík­am­legt amaði að. Þar sem við hefðum getað rætt við ein­hvern ráðgjafa sem hefði unnið með Bergi áfram. Þannig að hægt væri að leiða þessi ung­menni í gegn­um erfið tíma­bil. Það eru svo marg­ir ung­ir dreng­ir dottn­ir út úr skóla­kerf­inu, farn­ir að reykja gras og hafa lent í áföll­um. Eitt­hvað hef­ur gerst sem veld­ur því að þeir detta út úr skól­um og flakka á milli skóla. Vinna á bör­um og veit­inga­hús­um og aldrei lengi á sama stað. Fara aldrei á at­vinnu­leys­is­skrá og vit­leys­ast kannski í tíu ár án þess að leggj­ast nokk­urn tíma inn á meðferðar­stofn­un.

Ef við mynd­um ná þeim áður en þeir lenda í þessu rugli. Þeir fengju aðstoð við að sjá til­gang­inn með því að vakna á morgn­ana og mæta í vinnu. Þeir væru leidd­ir áfram í því að sinna ein­hverju sem þeir hafa gam­an af. Hvað er það sem gleður þá? Ég spurði Berg minn stund­um þess­ar­ar spurn­ing­ar; hvað gleður þig? Hann var bú­inn að gleyma því og ég var búin að gleyma því hvað það var sem gladdi hann. Hvernig get­um við fundið eitt­hvað sem gleður en ekki bara það sem vek­ur áhyggj­ur,“ seg­ir Sig­urþóra.

Hún ótt­ast að meðferðaráætlan­ir séu al­mennt byggðar á full­orðnu fólki en tím­inn geng­ur bara allt öðru­vísi hjá ungu fólki en fólki sem komið er yfir fer­tugt. Þú send­ir ung­menni í viðtal hjá sál­fræðingi og svo á það að bíða í mánuð eft­ir næsta viðtali. Hvað á ung­mennið að gera á milli? spyr hún.

„Meðferð á Vogi er ekk­ert alltaf rétta úrræðið fyr­ir ungt fólk né held­ur geðdeild. Unga fólkið þarf miklu frek­ar á ráðgjöf og stuðningi að halda. Þau þurfa á ein­stak­lings­miðaðri þjón­ustu að halda og að fá að kom­ast aft­ur út í lífið á sín­um hraða. Þannig er það á Laug­ar­ásn­um, meðferðardeild fyr­ir ungt fólk,“ seg­ir Sig­urþóra.

Nán­ar er fjallað um starf­semi Laug­ar­áss í ann­arri grein í grein­ar­flokkn­um sem birt verður á mbl.is síðar í dag.

Sig­urþóra seg­ir að úrræðin þurfi að vera tví­skipt. Annað fyr­ir þá sem þurfa á lang­tímainn­lögn að halda. Ungt fólk sem er í al­var­leg­um sjálfsskaða og glím­ir við mjög al­var­leg veik­indi. Hitt úrræðið yrði fyr­ir þá sem þurfa að ná tök­um á líf­inu, svo sem líðan, svefni og fleiri atriðum til þess að líða bet­ur og vera reiðubú­in til þess að halda áfram.

For­eldr­ar Bergs Snæs urðu fyrst vör við að eitt­hvað væri ekki eins og það ætti að vera sum­arið eft­ir að hann lauk tí­unda bekk en hann hafði verið í Val­húsa­skóla þar sem vel var haldið utan um hann. Þau vissu ekki að vorið eft­ir ní­unda bekk hafði mis­notk­un­in haf­ist og stóð sleitu­laust næstu ár.

Vissu ekki hversu illa hon­um leið

„Það er svo skrýtið að upp­lifa þetta. Þú veist ekki hvað eru unglings­ár­in og hvernig á þetta að vera,“ seg­ir hún.

Sum­arið áður en hann varð 16 ára fór að síga á ógæfu­hliðina og mik­il spenna rík­ir á milli Bergs Snæs og for­eldra hans en hann fór í Kvenna­skól­ann haustið eft­ir tí­unda bekk. Þau gátu ekki treyst neinu sem hann sagði og gerði og ástandið á heim­il­inu orðið mjög þrúg­andi. Hann braut öll mörk sem hon­um voru sett á heim­il­inu og for­eldr­ar hans hrein­lega úr­vinda.

Úr varð að hann fór norður í land haustið á eft­ir og bjó hjá vin­konu Sig­urþóru og stundaði nám við fram­halds­skóla þar fram að jól­um. „Það sem við viss­um ekki var hversu illa hon­um leið og ekk­ert okk­ar gat ímyndað sér hvað hann hefði gengið í gegn­um. Hann kom hingað heim og það fór allt. Hann lét sig hverfa, lögg­an kom hingað með hann eft­ir að hann er tek­inn með fíkni­efni og stol­inn síma,“ seg­ir Sig­urþóra.

Í kjöl­farið kem­ur barna­vernd að mál­inu en þarna er Berg­ur Snær á átjánda ári. Snemma á ár­inu fór Berg­ur Snær í MST (meðferðarúr­ræði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu fyr­ir fjöl­skyld­ur barna á aldr­in­um 12-18 ára sem glíma við al­var­leg­an hegðun­ar­vanda). MST-meðferðin var enn í gangi þegar kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar hef­ur sam­band við Sig­urþóru og velt­ir upp þeim mögu­leika að maður­inn, sem var til rann­sókn­ar vegna kyn­ferðis­brota gegn fjölda drengja, hefði einnig brotið gegn Bergi Snæ.

„Þarna feng­um við loks­ins skýr­ingu á þess­ari skelfi­legu van­líðan Bergs Snæs en þrátt fyr­ir að hafa gengið á hann þá neitaði hann alltaf að um nokkuð slíkt hafi verið að ræða. 

Vog­ur var ekki rétti staður­inn fyr­ir hann

Hann fór á Vog í meðferð en þetta var ekki rétti staður­inn fyr­ir hann og braut hann bara niður. Að segja það við átján ára krakka að hann sé fík­ill og hann megi aldrei aft­ur bragða áfengi. Þetta braut hann meira niður,“ seg­ir hún. Brot sem var löngu hafið og virt­ist aldrei taka enda.

Fjöl­skyld­an fær að vita það í ág­úst 2015 að ekki verði ákært fyr­ir brot­in gegn Bergi Snæ og síðar þetta haust var Berg­ur Snær far­inn að íhuga sjálfs­víg og taldi sig ekki eiga nokkra mögu­leika. Hann væri bú­inn að reyna allt án ár­ang­urs. Vin­ir hans, sem ekki vissu af kyn­ferðisof­beld­inu fyrr en eft­ir and­lát Bergs, reyndu að draga hann út og hressa hann við en hann hleypti eng­um að sér.

Nokkr­um dög­um eft­ir and­lát Bergs fengu þau hjón­in vini Bergs í heim­sókn þar sem þau út­skýrðu hvað hafi legið á baki. Hvers vegna Bergi Snæ hafi liðið svona illa og hvers vegna hann hafi ekki séð aðra leið færa en að taka eigið líf. Eng­inn vina hans hafði hug­mynd um kyn­ferðisof­beldið og töldu þau Sig­urþóra og eig­inmaður henn­ar nauðsyn­legt að vin­irn­ir fengju vitn­eskju um að svo tryggt væri að þeir færu ekki að ásaka sig um það sem gerðist.

Eitt af því sem hún nefn­ir er að sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu eigi að standa sam­an að þjón­ust­unni fyr­ir þenn­an hóp og það þurfi að auka stuðning og ráðgjöf inn í skól­ana. Heilsu­gæsl­an sé rétt­ur vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk að leita á eft­ir aðstoð og að þaðan sé hægt að vísa þeim áfram ef þurfa þykir. Ekki sé rétt að hafa geðdeild­ir svo opn­ar að fólk geti gengið þangað inn af göt­unni því það skapi allt of mikið álag á þann lið þjón­ust­unn­ar. 

„Það er ekk­ert að því að einkaaðilar ann­ist ein­hverja þjón­ustu en það verður að vera mikið eft­ir­lit með þjón­ust­unni. Dæm­in sýna okk­ur að ekki er vanþörf á. En við meg­um held­ur ekki ætl­ast til þess af úrræðum að þau sinni ein­hverju sem þau hafa aldrei ætlað sér að sinna. Til að mynda starf SÁÁ á Vogi. Þau eiga ekki að sinna öðru en því sem þau ætla. Þau hafa bjargað mjög mörg­um en geta ekki sinnt ungu fólki sem hef­ur flókn­ari vanda en bara vímu­efna­neyslu enda hafa sam­tök­in aldrei ætlað sér það,“ seg­ir Sig­urþóra.

Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir hjá Hugarafli segja að starfsmenn …
Auður Ax­els­dótt­ir og Svava Arn­ar­dótt­ir hjá Hug­arafli segja að starfs­menn þar séu til staðar og styðji fólk sem til þeirra leit­ar. mbl.is/​Hari

Um 900 manns nýttu sér þjón­ustu Hug­arafls í fyrra og á hverj­um degi koma á milli 50 til 60 manns til þeirra í Borg­ar­túni. Á síðasta ári bætt­ust 143 ein­stak­ling­ar nýir í hóp­inn, 44% þeirra er á aldr­in­um 18-30 ára. Kon­ur eru í meiri­hluta þeirra sem sækja þjón­ustu Hug­arafls.

Hug­arafl var stofnað fyr­ir fimmtán árum af iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðheil­brigðismál­um og fjór­um not­end­um í bata en not­end­ur eru þeir sem hafa átt eða eiga við geðræna erfiðleika að stríða.

Ákvörðun sem kem­ur frá heilsu­gæsl­unni

Auður Ax­els­dótt­ir er iðjuþjálfi og for­stöðukona geðheilsu-eft­ir­fylgd­ar (GET) og einn af stofn­end­um Hug­arafls. Til stend­ur að leggja niður fag­teymi GET að sögn Auðar.

GET og Hug­arafl hafa frá upp­hafi unnið í nánu sam­starfi. Hjá GET starfa sál­fræðing­ar, iðjuþjálfi, fé­lags­ráðgjafi og jóga­kenn­ari og á að vera búið að loka þeirri þjón­ustu í sept­em­ber.

Þau hafi fengið þau svör hjá heil­brigðisráðherra, Svandísi Svavars­dótt­ur, að heilsu­gæsl­an hafi fengið það verk­efni að vinna sam­kvæmt geðheil­brigðisáætl­un Alþing­is sem meðal ann­ars legg­ur áherslu á fjölg­un teyma.

Að sögn Auðar er hvergi kveðið á um að leggja eigi GET niður og þau skilji eng­an veg­inn hvers vegna eigi að gera það á sama tíma og auka eigi áherslu á geðheil­brigðismál. Ákvörðunin komi frá heilsu­gæsl­unni en stofna á þrjú ný teymi á höfuðborg­ar­svæðinu í staðinn.

„Við fáum eig­in­lega eng­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna valið er að leggja niður GET. Hug­arafl hef­ur allt frá upp­hafi verið grasrót­ar­sam­tök sem hafa unnið við hlið heilsu­gæsl­unn­ar sem þýðir í raun og veru að þeir sem hingað koma geta bæði hitt fag­fólk og fólk sem er að vinna í sín­um bata. Er jafn­vel búið að ná bata og vill gefa til baka. Okk­ur hef­ur þótt þetta passa vel sam­an og erum þess vegna afar sorg­mædd yfir þess­ari ákvörðun að ýta þessu teymi út af borðinu.

Heilsu­gæsl­an skýl­ir sér á bak við aðgerðaráætl­un Alþing­is sem er bara ekki rétt því aðgerðaráætl­un Alþing­is bygg­ir á því að fjölga teym­um og þá er mik­il mót­sögn í því að leggja niður það teymi sem er með mestu reynsl­una og hef­ur náð ár­angri.

Hvað varðar ungt fólk þá er þetta í hróp­legri and­sögn við það sem Sam­einuðu þjóðirn­ar og Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in tala fyr­ir – að minnka kerf­in og auka sam­starf. Auka áherslu á starf fé­laga­sam­taka og hættið að vera svona köld og stofnana­leg þegar kem­ur að geðheil­brigðismál­um. Þetta er ná­kvæm­lega það sem við erum að gera hér,“ seg­ir Auður.

Á hverjum degi koma milli 50 og 60 manns til …
Á hverj­um degi koma milli 50 og 60 manns til Hug­arafls í Borg­ar­túni. Flest­ir þeirra sem komu í fyrsta skipti í fyrra var fólk yngri en þrítugt. mbl.is/​Hari

Í sept­em­ber 2016 var gerður samn­ing­ur við Vinnu­mála­stofn­un um að Hug­arafl veiti starf­send­ur­hæf­ingu sem bygg­ir á reynslu fólks með geðræna erfiðleika sem hafa náð bata og fag­fólks sem hef­ur ára­langa reynslu af geðsviði. Svava Arn­ar­dótt­ir, iðjuþjálfi hjá Hug­arafli, starfar á veg­um þess samn­ings sem hef­ur verið fram­lengd­ur til tveggja ára.

„Unga fólkið er að fá gott ut­an­um­hald hjá okk­ur og það sæk­ir hingað sem þýðir það að það er í sam­fé­lagi sem því líður vel í. Þau sem nýta sér okk­ar þjón­ustu fara aft­ur í skól­ann sinn eða vinn­una þegar þau eru reiðubú­in til þess. Geta haldið í okk­ur í öll­um þess­um skref­um í átt að bata. Við erum í raun að grípa þau sem þurfa á aðstoð að halda og okk­ar mat er að fólk á aldr­in­um 18-24 ára sé ekki nægj­an­lega vel sinnt í í full­orðins­geðheil­brigðis­kerf­inu Í dag þar sem kerfið vill sjúk­dóms­greina og stimpla til­finn­ing­ar og hegðun. Það er mik­il­vægt að ná til ung­menna sem fyrst og veita þeim vett­vang til að ræða líðan án þess að von og framtíð sé tek­in af þeim,“ seg­ir Svava og bæt­ir við að fólk nái bata þrátt fyr­ir að aðstæður virki stund­um von­laus­ar í nú­inu.

Svava Arnardóttir segir að gríðarlega miklar kröfur séu gerðar til …
Svava Arn­ar­dótt­ir seg­ir að gríðarlega mikl­ar kröf­ur séu gerðar til ungs fólks í dag og mennta­kerfið vilji steypa alla í sama mótið. mbl.is/​Hari

„Þessi hóp­ur á alls ekki all­ur heima inni á geðdeild auk þess sem það er ekki pláss fyr­ir hann þar. Í raun á helst ekki að þurfa að leggja fólk inn á geðdeild á þess­um aldri nema þau kjósi sér­stak­lega að leggj­ast inn vegna sjálfsskaða- eða sjálfs­vígs­hugs­ana. Við finn­um það líka á okk­ar skjól­stæðing­um að það get­ur verið erfitt að stíga skrefið frá barna- og ung­linga­geðdeild­inni (BUGL) yfir á al­menna geðdeild,“ seg­ir Auður.

Hún seg­ir að þau þurfi úrræði þar sem þau geta unnið í sín­um mál­um með aðstoð og á þeim hraða sem þeim hent­ar. „Ég hef áhyggj­ur af því að ungu fólki sé ekki gef­inn sá tími sem það þarf á að halda og þar er ég til dæm­is að tala um ungt fólk sem hef­ur ít­rekað dottið út úr skóla. Kannski er það bara meiri tími sem þau þurfa til að ná átt­um, 1-2 ár í end­ur­hæf­ingu til að ráða við verk­efni sem þeim eru sett í líf­inu. Gef­um fólki tíma og þá nær það sér og fer aft­ur út í sam­fé­lagið,“ seg­ir Auður.

Væri gott að snúa kerf­inu á hvolf

Svava tek­ur und­ir þetta og seg­ir gríðarlega mikl­ar kröf­ur gerðar til ungs fólks í dag. Fram­halds­skól­inn hef­ur verið stytt­ur í þrjú ár og á sama tíma eiga þau að standa sig vel í íþrótt­um, tónlist og já öllu, seg­ir hún. „Mennta­kerfið virðist vilja steypa alla í sama mótið í stað þess að fagna fjöl­breyti­leika og nýta styrk­leika og áhuga­svið hvers og eins,“ seg­ir Svava.

Auður og Svava segja að það væri gott ef heil­brigðis- og fé­lags­kerf­inu væri snúið á hvolf og ungu fólki gefið færi á að vera alltaf við stjórn­völ­inn í eig­in lífi. Þar sem það fengi all­ar upp­lýs­ing­ar um val­kosti og fengi vald til að taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um eigið líf. Þar sem skila­boðin eru að þau séu ekki sjúk­ling­ar þrátt fyr­ir að þau séu tíma­bundið að ganga í gegn­um van­líðan sem get­ur tekið frá þeim von. Öðru­vísi skil­ar þessi hóp­ur sér ekki aft­ur út í lífið.

„Fólk er vant því að þiggja þjón­ustu og fara eft­ir fyr­ir­mæl­um og ein­hver ann­ar er með lausn­ina fyr­ir þig. Þetta er ekki að skila fólki aft­ur út í lífið. „Það er svo mik­il­vægt að viðkom­andi fái tíma til að grufla og finna út úr því hvað henti. Ekki það að ein­hver sem er kannski eldri en þú seg­ir þér hvað sé rétt fyr­ir þig,“ seg­ir Svava þegar rætt var um viðhorfs­breyt­ingu frá hlut­verki sjúk­lings yfir í ein­stak­lings­nálg­un byggða á vald­efl­ingu.

Hjá Hug­arafli er fólk á jafn­ingja­grunni og skjól­stæðing­ur­inn er sá sem þekk­ir sig best og er best til þess fall­inn að stjórna ferðinni. Hann finn­ur lausn­ina fyr­ir sig sjálf­ur með aðstoð annarra,“ seg­ir Svava.

„Við erum hér til staðar og styðjum viðkom­andi ef hann vill. Hvort held­ur sem það er sam­tal við fagaðila eða aðra mann­eskju sem hef­ur reynslu til að vinna úr því sem hann er að ganga í gegn­um. Það er eitt­hvað sem mann­eskj­an finn­ur út sjálf. Þetta er hluti af töfr­un­um hjá okk­ur, hvers vegna svo mikið af ungu fólki kem­ur til okk­ur og hvers vegna það íleng­ist. Við veit­um þeim fullt af tæki­fær­um sem ekki eru í boði ann­ars staðar. Það er ekki þannig að þú sért veik­ur og við ætl­um að minnka kröf­urn­ar til þín og gera allt viðráðan­legra fyr­ir þig. Við vilj­um ýta und­ir drauma þína og að þú ert að fara aft­ur út í lífið. Það held ég að skipti miklu máli,“ seg­ir Svava.

Starf Svövu miðar að því að styðja við fólk í end­ur­hæf­ingu og hjálpa því við að kom­ast aft­ur út í lífið. „Hér hafa ein­stak­ling­ar farið aft­ur út í skól­ann eða vinn­una með aðstoð og stuðningi hér hjá okk­ur í Hug­arafli. Ég er þeim inn­an hand­ar áfram eft­ir að viðkom­andi er far­inn af stað aft­ur, til að mynda fólk sem hef­ur verið ör­yrkj­ar lengi en eru farn­ir í fullt há­skóla­nám,“ seg­ir hún.

Auður seg­ir mik­il­vægt að fólki viti að það geti alltaf leitað til Svövu og annarra fyr­ir­mynda sem eru hjá Hug­arafli. Til að mynda fólki sem er búið að ná bata. Að ungt fólk geri sér grein fyr­ir því að bati er ekk­ert óraun­hæft mark­mið.  

Hindr­an­ir sem drepa niður von

„Ég held að við séum svo­lítið að senda þau skila­boð í kerf­inu eins og það er í dag, að þetta sé sjúk­dóm­ur sem sé kom­inn til að vera. Kerfið mæt­ir mörg­um með hindr­un­um, óþarfa flösku­háls­um og biðlist­um. Þetta drep­ur niður von, drif­kraft og frum­kvæði. Svo erum við hissa að fólk skili sér ekki aft­ur út í lífið,“ seg­ir Svava. „Von­in er það sem skil­ar manni áfram í sjálfs­vinnu og það er hún sem ger­ir manni kleift að ná bata,“ bæt­ir hún við.

Fólk sem kem­ur til Hug­arafls get­ur komið þangað án nokk­urr­ar til­vís­un­ar og þjón­ust­an er án end­ur­gjalds. Marg­ir not­end­ur eru á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri á sama tíma og nýt­ir þann tíma sem það fær á slík­um líf­eyri, mest 36 mánuðir, til að byggja sig upp og fara út í lífið án þess að þurfa að fá ör­orku­bæt­ur. Oft skipt­ir mestu að vera í sam­bandi við aðra og hitta fólk sem er að fást við sömu hluti. Að upp­lifa að vera ekki einn á báti, seg­ir Auður. 

„Við erum búin að búa til kerfi sem miðar að …
„Við erum búin að búa til kerfi sem miðar að því að setja alla í ein­hver fyr­ir­fram­gef­in box – box sem við búum til í stað þess að fagna fjöl­breyti­leik­an­um.“ mbl.is/​Hari

Í geðfræðslu Hug­arafls er fólk sem hef­ur náð bata hjá Hug­arafli og fer inn í bekki í grunn- og fram­halds­skóla til að segja sögu sína, opna umræðu um geðheilsu og eyða for­dóm­um.

Í hverj­um bekk megi gera ráð fyr­ir að tveim­ur til þrem­ur líði ekki nógu vel og þeir kveikja oft á per­unni þegar þeir heyra sög­ur þeirra sem eru með geðfræðsluna. Hvað valdi van­líðan þeirra og að mögu­legt sé að grípa strax inn á þess­um jafn­ingja­grunni, seg­ir Auður.

Á sama tíma og búið er að opna umræðuna um geðræna erfiðleika, svo sem kvíða og þung­lyndi, þá er líka verið að stimpla það inn hjá ungu fólki að það sé komið með sjúk­dóm sem fylgi því alla ævi. „Þetta geta verið viðbrögð við ein­hverju sem þú hef­ur gengið í geng­um og ekk­ert endi­lega eitt­hvað sem þú átt eft­ir að glíma við alla ævi. Kannski er þetta bara tíma­bil í lífi þínu. Ég held að kerfið vilji setja fólk í box en við eig­um ekki að krefjast þess að all­ir séu með ein­hvern stimp­il held­ur eigi frek­ar rétt á aðstoð,“ seg­ir Svava og bæt­ir við að veita eigi aðstoð án þess að þeir sem fái aðstoðina þurfi endi­lega að fá grein­ingu til þess að fá hjálp.

„Við erum búin að búa til kerfi sem miðar að því að setja alla í ein­hver fyr­ir­fram­gef­in box – box sem við búum til í stað þess að fagna fjöl­breyti­leik­an­um,“ seg­ir hún. 

Auður seg­ir að áður hafi verið talið að grein­ing­ar myndu minnka for­dóma en það sé ekki þannig og þrátt fyr­ir að fá grein­ingu er ekk­ert víst að þú fáir þjón­ust­una.

„Pen­ing­arn­ir til að veita aðstoð eru til og það er verið að setja fullt af pen­ing­um inn í vel­ferðar­kerfið en kannski ekki í rétt­an far­veg. Til að mynda ætti að fjár­magna úrræði sem grípa þig strax í stað þess að bíða þangað til fólk er orðið of veikt. Við sjá­um að ungt fólk sæk­ir í miklu meira mæli hingað og við sjá­um ekki hvernig við eig­um vegna fjár­skorts að veita öll­um þá hjálp sem þeir þurfa. Þarna er verið að fórna meiri hags­mun­um fyr­ir minni. Sam­fé­lagsþjón­usta sem vinn­ur for­varn­ar­starf sem er svo mik­il­vægt. Þjón­ust­an er ódýr en því miður virðast stjórn­mála­menn ekki gera sér grein fyr­ir því. Starf­semi Hug­arafls er að skila góðum ár­angri og hvers vegna er verið að leggja slíka þjón­ustu niður?“ spyr Auður en eins og áður sagði er stefnt að því að leggja GET-hluta Hug­arafls niður í sept­em­ber.

mbl.is