Fólki jafnvel hent út á gaddinn

Börnin okkar og úrræðin | 15. september 2018

Fólki jafnvel hent út á gaddinn

„Matur og húsaskjól! Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar er svo miklu auðveldara að hjálpa fólki og árangur meðferðar margfalt betri,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Búsetuúrræði fólks með tvíraskanir hafa verið mjög til umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt í sumar um húsnæðisvanda þeirra sem falla undir hugtakið „utangarðsfólk” og þá sérstaklega þeirra sem glíma við fíknivanda, stundum samhliða geðrænum vanda og/eða líkamlegri fötlun, og eru ekki færir um að leysa húsnæðismál sín sjálfir. Taldi umboðsmaður að víða væri pottur brotinn þegar kæmi að þessum málaflokki hjá sveitarfélögum.

Fólki jafnvel hent út á gaddinn

Börnin okkar og úrræðin | 15. september 2018

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir segir þá sem eru með tvígreiningu standa …
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir segir þá sem eru með tvígreiningu standa hvað höllustum fæti þegar kemur að húsnæðismálum. mbl.is/Hari

„Matur og húsaskjól! Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar er svo miklu auðveldara að hjálpa fólki og árangur meðferðar margfalt betri,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Búsetuúrræði fólks með tvíraskanir hafa verið mjög til umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt í sumar um húsnæðisvanda þeirra sem falla undir hugtakið „utangarðsfólk” og þá sérstaklega þeirra sem glíma við fíknivanda, stundum samhliða geðrænum vanda og/eða líkamlegri fötlun, og eru ekki færir um að leysa húsnæðismál sín sjálfir. Taldi umboðsmaður að víða væri pottur brotinn þegar kæmi að þessum málaflokki hjá sveitarfélögum.

„Matur og húsaskjól! Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar er svo miklu auðveldara að hjálpa fólki og árangur meðferðar margfalt betri,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Búsetuúrræði fólks með tvíraskanir hafa verið mjög til umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt í sumar um húsnæðisvanda þeirra sem falla undir hugtakið „utangarðsfólk” og þá sérstaklega þeirra sem glíma við fíknivanda, stundum samhliða geðrænum vanda og/eða líkamlegri fötlun, og eru ekki færir um að leysa húsnæðismál sín sjálfir. Taldi umboðsmaður að víða væri pottur brotinn þegar kæmi að þessum málaflokki hjá sveitarfélögum.

Ein helsta áskorun geðheilbrigðisþjónustunnar felst í því að hún fellur bæði innan ramma ríkisins (heilbrigðisþjónustan) og sveitarfélaganna (félagsþjónustan). „Einn af meginveikleikum þjónustunnar felst í því að þessir aðilar vinna ekki nægilega þétt saman og hafa tilhneigingu til að henda kostnaði og um leið fólkinu á milli sín,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. 

Hún segir að vandinn endurspeglist m.a. í því að hópur fólks festist inni á sjúkrahúsum vegna skorts á búsetuúrræðum í sveitarfélagi viðkomandi. Þetta þýði að þeir sem þurfi á innlögn að halda komist ekki að vegna þess að útskrifaðir sjúklingar teppi dýrmæt pláss. Eins sé engum manni hollt að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi og fari fólki jafnvel aftur í bata við að dvelja lengur en þörf er á inni á sjúkrahúsi.

Þeir sem eru með tvígreiningu, það er geð- og fíknivanda, eða jafnvel fjölgreiningar þar sem til að mynda þroskahömlun bætist við, standa hvað höllustum fæti, segir Anna Gunnhildur.

Reykjavíkurborg rekur og/eða styrkir þrjú áfangaheimili sem eru skilgreind sem sértækt húsnæði fyrir einstaklinga sem eru að ná sér eftir langvarandi neyslu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, en þar búa 37 einstaklingar.

Áfangaheimilið Brautin er fyrir karlmenn og eru þar níu einstaklingsíbúðir. Áfangaheimilið M18 fyrir karlmenn er með átta herbergi og áfangaheimilið VIN, sem rekið er í samstarfi við SÁÁ, er með 20 herbergi fyrir karla. Fleiri áfangaheimili eru einnig rekin í Reykjavík af einstaklingum og samtökum, s.s. Dyngjan, sem er fyrir konur, og Draumasetrið og áfangaheimili á vegum Samhjálpar.

Reykjavíkurborg rekur tvö neyðarathvörf, þ.e. Gistiskýli fyrir 25 karla og Konukot fyrir 8-12 konur, en samningur er við Rauða krossinn um daglegan rekstur. Auk þess er samningur við Rauða krossinn um rekstur á Vin, sem er athvarf fyrir geðfatlaða einstaklinga, og samningur við Samhjálp um rekstur kaffistofu. Í sumar var samþykkt fjárveiting í borgarráði til að stofna nýtt neyðarskýli með gistiplássi fyrir allt að 15 manns sem eiga við fíkniefnavanda að stríða og er þar horft á yngri hóp notenda. 

„Tilfinnanlegur skortur er á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða hjá sveitarfélögunum, eins og berlega kemur í ljós í nýlegri úttekt umboðsmanns Alþingis. Fólk með tvígreiningar mætir miklum fordómum og dæmi eru um að því sé neitað um þjónustu vegna vímuefnaneyslu.

Í Reykjavík er rekið eina sérhæfða búsetuúrræðið á landinu fyrir karla með tvígreiningu, þ.e. geðvanda í virkri fíkniefnaneyslu. Ekkert slíkt búsetuúrræði er til fyrir konur. Einhverjir í þessum hópi eru í sértækri búsetu, aðrir búa í almennu félagslegu húsnæði og því miður er hluti þessa hóps á götunni. Þessi hópur þarf á mikilli aðstoð að halda og býr jafnvel ekki yfir færni til þess að sinna daglegri umhirðu sinni.

Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt og miðuð að viðkomandi því þessi hópur er ólíkur innbyrðis. Fyrst og fremst þarf fólk að eiga heimili, að eiga húsaskjól til þess að öðlast mannsæmandi líf og hugsanlega taka við viðeigandi meðferð. Ef þetta er ekki í lagi gengur ekkert annað upp,“ segir Anna Gunnhildur.

Hræðilegt þegar fólki er hent út á gaddinn

Hún segir að það sé hreinlega ekki boðlegt að karlar búi í Gistiskýlinu og konur í Konukoti. „Það er hræðilegt þegar verið er að henda fólki út á gaddinn í orðsins fyllstu merkingu og ættingjarnir hringja grátandi til okkar eftir aðstoð. Því miður getum við oft lítið gert til að hjálpa. Við höfum óskað eftir því að komið verði upp dagúrræði í Reykjavík fyrir tvígreinda hópinn fyrir veturinn en vitum ekki enn hvort það verður,“ segir Anna Gunnhildur og bætir við að þau úrræði sem eru í boði eins og athvörf fyrir fólk með geðraskanir séu ekki fyrir fólk í vímu þó svo að sá hópur leiti inn í þessi úrræði.

Fólk sem hvergi á heima er ekki stór hópur og með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á að vera hægt að leysa vanda verst settu 40-50 einstaklinganna og skapa farveg fyrir þennan hóp til framtíðar á einu til tveimur árum, segir Anna Gunnhildur og bendir á að þessi hópur sé afar fjölbreyttur og varasamt sé að halda að hægt sé að leysa vanda hans með skyndilausnum eða einföldum leiðum eins og að fjölga aðeins félagslegu húsnæði.

Svo mikil sóun og sárgrætilegt að bjóða fólki upp á þetta

María segir að geðsvið Landspítalans sé með þriggja mánaða endurhæfingarúrræði og að því loknu, þegar fólk hafi náð eins miklum bata og starfsfólk sjúkrahússins telji hægt að ná, sé það útskrifað.

„En stundum erum við að útskrifa fólk í óviðunandi úrræði eða jafnvel á götuna. Horfum upp á allt fara í sama far aftur og það er svo sárgrætilegt. Það er svo mikil sóun fyrir alla, ekki bara geðdeildina heldur fyrst og fremst fyrir einstaklinginn. Reykjavíkurborg er alltaf að reyna að gera betur og betur en það þarf að vinna hraðar og setja meira fjármagn í þennan málaflokk, að koma fólki í húsnæði.“

Reykjavíkurborg á um tvö þúsund almennar félagslegar íbúðir en rekur þess utan bæði búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara auk sérúrræða fyrir fólk í virkri fíkniefnaneyslu. Búsetukjarni samanstendur yfirleitt af nokkrum íbúðum auk sameiginlegs rýmis fyrir starfsfólk og íbúa.

Af 356 einstaklingum sem búa í íbúðarkjörnum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir fatlaða eru 157 skilgreindir með geðfötlun. Þjónusta við þennan hóp er veitt á grundvelli stefnu Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum með áherslu á sjálfstætt líf, valdeflandi stuðning og aðstoð. Af þessum 157 einstaklingum er 21 skilgreindur með bæði geð- og fíknivanda og búa þeir á herbergjasambýli eða í búsetukjarna.

47 á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir geðfatlaða

Umsækjandi um sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk, svo sem geðfötlun, þarf að hafa staðfesta fötlunargreiningu frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða annarri viðurkenndri sjúkrastofnun eða frá teymi fagfólks sem hefur sérfræðiþekkingu á fötlun. Í ágúst 2018 voru 47 einstaklingar á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir geðfatlaða.  

Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar reyni allt sem í valdi þess stendur til að finna húsnæði fyrir fólk sem á í erfiðleikum. Jafnframt sé unnið í málum þessa hóps í samstarfi við geðsvið Landspítalans og aðrar viðeigandi stofnanir.

„Við þurfum líka að horfa á hinn endann, það er hvernig þjónustan er í geðheilbrigðiskerfinu. Er fólk að fá nægjanlega þjónustu þar eða er verið að útskrifa fólk sem þarf lengri meðferð? Þetta samspil þarf að vera í lagi. Það er mjög gott samtal á milli okkar og geðdeildarinnar en eðlilega vilja þau að við útvegum fleiri búsetuúrræði og að sama skapi viljum við að það sé tryggt að meðferðin sé eins góð og hægt er og eftirfylgnin mikil,“ segir Regína.

Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að Reykjavíkurborg sé í …
Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að Reykjavíkurborg sé í dag með húsnæði fyrir 70 manns sem fái sérstakan búsetustuðning vegna vímuefnaneyslu. mbl.is/Hari

Konur með tvígreiningar í algjörum forgangi

Varðandi hóp ungra einstaklinga sem eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða segir Regína að Reykjavíkurborg kaupi þjónustu af Vinakoti og öðrum sambærilegum heimilum og hafi kostnaður vegna slíkra úrræða numið um hálfum milljarði á ári. Verið er að undirbúa stofnun sérhæfðs heimilis fyrir þennan hóp á vegum velferðarsviðs auk þess sem gert er ráð fyrir skammtímavistun fyrir þennan hóp.

Annar hópur sem á í miklum vanda er konur sem glíma við tvígreiningar, það er geðraskanir og fíkn, en þær eru í algjörum forgangi hjá Reykjavíkurborg hvað varðar búsetu þar sem enginn slíkur búsetukjarni er til í dag fyrir þennan hóp, sem er fámennari en karlar í sömu sporum. 

Í dag eru 76 ein­stak­ling­ar sem eiga við alvarlegan fíknivanda að etja á biðlista eftir sértækum búsetuúrræðum en hópurinn hefur verið skilgreindur sem „utang­arðsfólk”, eða fólk án fastr­ar bú­setu eins og því er lýst í áliti umboðsmanns Alþing­is. 

Húsnæðisþarfir þessara einstaklinga eru mjög mismunandi en Reykjavíkurborg er í dag með húsnæði fyrir 70 manns sem fá sérstakan búsetustuðning vegna vímuefnaneyslu. Þar af eru átta herbergi á sambýli fyrir karlmenn, samliggjandi íbúðir fyrir konur eru fimm talsins en samliggjandi íbúðir sem og dreifðar fyrir bæði kynin eru 16. Alls eru 24 íbúðir sem falla undir skilgreininguna heimili fyrst (e. Housing First) fyrir bæði kyn.

Þrjú smáhýsi eru fyrir bæði kynin og svo eru 14 herbergi í Víðinesi fyrir bæði kynin. „Það að útvega einstaklingum „þak yfir höfuðið“ er mikilvægt en leysir ekki eitt og sér þann vanda sem hluti hópsins glímir við. Til að auka líkur á farsælli búsetu þessa hóps – að einstaklingar geti haldið heimili til lengri tíma er því afar mikilvægt að til staðar sé öflug geðheilbrigðisþjónusta og viðeigandi vímuefnameðferð til viðbótar eða samhliða þjónustu Reykjavíkurborgar.“

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir grundvallaratriði að allir fái …
María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir grundvallaratriði að allir fái húsaskjól. Fyrr sé ekki hægt að ætlast til þess að fólk svari meðferð. mbl.is/Hari

Útópía að ætlast til þess að allir hætti neyslu

„Úrræðin þurfa að vera af öllum gerðum og það er ekki þannig að ein gerð henti öllum. Við þurfum að elta þarfir fólks og finna úrræði sem virka. Til að mynda henta smáhýsin á Granda fyrir einhverja en ekki aðra. Sumir treysta sér ekki til að hætta í neyslu og við verðum að hjálpa þeim með skaðaminnkandi úrræðum,” segir María.

Um 50 millj­ón­ir króna eru merkt­ar í fjár­laga­frum­varp­i ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 til að koma á fót neyslu­rými í Reykja­vík fyr­ir ein­stak­linga sem nota vímu­efni í æð, þar sem þeir geta átt skjól og aðgang að hrein­um nála­skipta­búnaði.

María segir að neyslurými dragi úr sýkingarhættu og skapi tækifæri til að fræða fólk sem er í neyslu um skaðsemi þessara efna. María segir nauðsynlegt að mæta fólki þar sem það er statt og það sé leiðin til þess að ná árangri.

„Að ætlast til þess að allir hætti í neyslu og hægt sé að láta þennan vanda hverfa er útópía og við verðum að finna aðrar leiðir til þess að viðhalda lágmarks lífsgæðum hjá hverjum og einum. Við megum ekki úthýsa neinum, því að allir eiga rétt á mannsæmandi lífi. Það gerist ekki nema með því að fólk hafi húsaskjól.”

Regína segir velferðarsviðið vera að leita að hentugu húsnæði fyrir neyslurými. „En líkleg verkaskipting verði þannig að við útvegum húsnæði og starfsfólk til að sinna félagslegri ráðgjöf en ríkið veiti þá heilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg.”

Regína segir að ekki séu gerðar kröfur um að þeir sem búa á Víðinesi séu algjörlega án vímuefna, eins og gert er á áfangaheimilum, en fólk verði að taka tillit til nágranna líkt og annars staðar í fjölbýli. Þar mega íbúar vera með dýr og eins hefur Reykjavíkurborg fastar ferðir til og frá Víðinesi til að svara þörf íbúanna sem þar búa.

Nokkur hreyfanleg teymi eru starfrækt á vegum Reykjavíkurborgar, meðal annars vettvangs- og ráðgjafateymi, en starfsfólkið þar sinnir heimilislausum einstaklingum m.a. þeim sem sækja Gistiskýlið, Konukot og Kaffistofu Samhjálpar eða búa í styrktri búsetu. 

Velferðarsvið hefur auk þess gert samning við Barka, sem eru pólsk samtök sem veita einstaklingum aðstoð við að komast í meðferð í Póllandi. Á árinu 2018 hafa 23 einstaklingar fengið aðstoð við að fara í meðferð í Póllandi. Nokkrir hafa snúið aftur til Íslands en flestir búa áfram í Póllandi eftir meðferðina.

Geðhjálp leggur áherslu á að hverjum og einum einstaklingi sé mætt með einstaklingsbundnum hætti, það er að þarfir og óskir viðkomandi séu greindar og fundin viðeigandi lausn.

Það styttist í veturinn og fyrir þá karla sem eru …
Það styttist í veturinn og fyrir þá karla sem eru húsnæðislausir er fátt annað í boði en að banka upp á í Gistiskýlinu. mbl.is/Hari

Sumum einstaklingum innan hópsins henta þekkt úrræði en aðrir þurfa á annars konar stuðningi að halda. Þar leggur Geðhjálp áherslu á að komið verði á fót langtímameðferð bæði fyrir fólk með og án fíknivanda. Eins og Anna Gunnhildur bendir á hefur lífið leikið suma svo grátt að þeir þurfa í rauninni á aðstoð að halda við að læra að sinna grunnþörfum sínum að nýju.

Eftir að meðferð lýkur þarf að vera í boði hentugt búsetuúrræði fyrir viðkomandi (í anda Housing first hugmyndafræðinnar).

„Við leggjum áherslu á að fólk í virkri fíkn njóti sömu mannvirðingar og annað fólk og sé veitt viðeigandi þjónusta á borð við tækifæri til sjálfstæðrar búsetu. Jafnframt þarf að tryggja að þessi hópur sé ekki útilokaður þegar kemur að úthlutun húsnæðis vegna þess að margir innan þessa hóps eru einhleypir.

Nauðsynlegt er að tryggja öllum starfsmönnum í geðheilbrigðisþjónustu á vegum ríkis og sveitarfélaga fræðslu í mannréttindamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu í því skyni að tryggja mannréttindi fólks með geðraskanir. Geðhjálp berst gegn fordómum gagnvart fólki með geðraskanir en miklir fordómar eru gagnvart þessum hópi og alveg sérstaklega tvígreindum. Því miður þekkjum við meira að segja dæmi um að fordómar leynist meðal starfsfólks í geðheilbrigðisþjónustu. Þess vegna höfum við lagt ríka áherslu á að þessi hópur fái góða fræðslu um mannréttindamiðaða geðheilbrigðisþjónustu,“ segir Anna Gunnhildur.

Sjúkrahús eru ekki heimili

María segir að það sé engum hollt að dvelja of lengi á geðdeild; ekkert frekar en á öðrum deildum sjúkrahússins. „Þú ferð inn til meðferðar og þegar þú ert búinn að ná því jafnvægi sem þú sjálfur og meðferðaraðilar þínir telja að þú getir náð viltu fara og taka þátt í samfélaginu. Það er ekkert öðruvísi með geðsjúka en þá sem eru með einhvern annan sjúkdóm. Sjúkrahús eru ekki heimili heldur meðferðarúrræði, sérhæfð sjúkrahússþjónusta. Auðvitað væri heppilegt að einhver önnur úrræði tækju þar við, en við sjáum mestu framfarirnar hjá fólki þegar þjónustan í nærumhverfinu er efld.

Okkur dreymir um að setja saman samfélagsgeðteymi fyrir þá sem glíma við tvíþættan vanda, það er geðröskun og fíkn. Tíu manna teymi sem vinnur á vettvangi sem getur sinnt 50-100 manns, allt eftir því hver þörfin er, og er með puttann á púlsinum á ástandi skjólstæðinga sinna. Sumir þurfa kannski innlit þrisvar á dag í einhvern tíma. Aðrir eru kannski komnir á gott ról og þurfa innlit tvisvar í viku. Þjónustan er einfaldlega miðuð við þarfir skjólstæðinga og stöðu þeirra hverju sinni.

Skilyrðin fyrir því að svona teymi geti starfað og skilað árangri er að skjólstæðingarnir hafi húsaskjól, að þeir eigi heimili. Við erum með samfélagsgeðteymi sem er að sinna fólki sem á hvergi heima en það er mjög flókið og tímafrekt. Ef félagslegi þátturinn er ekki í lagi er þetta mjög erfitt og eiginlega óyfirstíganlegt,” segir María.

Geðsvið Landspítalans er í vinnu með Reykjavíkurborg á þessu sviði og hefur rætt við fleiri sveitarfélög, svo sem Mosfellsbæ, Reykjanesbæ og Kópavog. „Það er alltaf kvartað undan kostnaði sem þessu fylgir en auðvitað er þetta dýrt. En kostnaðurinn er enn meiri ef viðkomandi þarf að búa á sjúkrahúsi því það er ekkert líf.

Spítalinn er síðan alltaf til staðar ef brýna þörf ber til en við vitum það líka, eins og við sjáum hjá samfélagsteymi sem við rekum í vesturbænum, að innlögnum fækkar mjög hjá fólki þegar það tilheyrir teymi þar sem það fær þjónustu mun fyrr en annars væri. Starfsmenn slíks teymis eru líka vel inni í málum viðkomandi og boðleiðirnar færri,” segir María.

Eiga 10% allra tveggja herbergja íbúða í Reykjavík

Reykjavíkurborg áætlar að verja tæplega 600 milljónum í þjónustu vegna einstaklinga sem eru utangarðs á árinu 2018 (m.a. búsetuúrræði, neyðarskýli og styrkir) og hærri fjárhæð á næsta ári þegar nýtt neyðarskýli verður sett á laggirnar. Stefnt er að byggingu eða kaupum á 200 íbúðum vegna sértækrar húsnæðisúrræða fyrir fatlaða á 12 árum (2018–2030). Um er að ræða áfangaskipta áætlun sem inniheldur íbúðakjarna og stakar íbúðir. Um 60 þeirra eru ætlaðar fyrir geðfatlaða. Einnig er markmiðið að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 500 á næstu fjórum árum.

„Við verðum að fá fleiri félagslegar íbúðir í kerfið en hús­næðisbiðlist­inn er mjög lang­ur hjá Reykja­vík­ur­borg. Félagsbústaðir sjá um kaup og rekstur á félagslegum íbúðum og er markmiðið að kaupa 500 íbúðir til árs­ins 2022. Frá 1. ág­úst 2017 til 1. ág­úst 2018 hafa Fé­lags­bú­staðir og atvinnu- og eignaskrifstofa Reykja­vík­ur­borgar keypt um 100 íbúðir. 75 þeirra hafa verið skil­greind­ar sem bráðabirgðahús­næði og var sér­stök fjár­veit­ing, 2,5 millj­arðar, samþykkt í borg­ar­ráði í ág­úst 2017 vegna kaup­anna.

Því miður hefur ekki gengið nægilega hratt að kaupa íbúðir hjá Félagsbústöðum og koma nokkrar ástæður til. Að hluta til er það vegna reglna um stofnframlög sem hafa sett félaginu nokkrar skorður og því þarf að finna aðrar fjármögnunarleiðir til viðbótar.

Hitt er vegna þess að markaðurinn er ekki með nægilegt framboð af tveggja herbergja íbúðum. Stefna Reykjavíkurborgar er svokölluð blöndun, en það er að kaupa stakar íbúðir í fjölbýlishúsum. Reynt er að halda ákveðnu jafnvægi og kaupa ekki of margar íbúðir í sama stigagangi. Þar sem Félagsbústaðir eiga um 10% af tveggja herbergja íbúðum í borginni í dag klárast markaðurinn mjög fljótt,“ segir Regína.

Kvörtunum fjölgar mikið og útburður vegna ónæðis

„Mikið hefur verið byggt af dýrari og stærri eignum undanfarin ár sem þrengir mjög að möguleikum okkar á félagslegri blöndun í hverfum. Á hinn bóginn hefur Reykjavíkurborg gert samninga við byggingarfélögin Búseta og Bjarg um að Félagsbústaðir kaupi ákveðið hutfall af íbúðum í þeim fjölbýlishúsum sem þeir eru eða ætla að byggja og þær íbúðir koma til úthlutunar á næstu árum,“ segir Regína.

„Þó stærsti hluti fólks sem býr í húsnæði á vegum Félagsbústaða séu fyrirmyndar nágrannar þá hefur stefn­an um félagslega blöndun haft þau áhrif að kvört­un­um vegna ónæðis íbúa Fé­lags­bú­staða sem búa í stök­um íbúðum hef­ur fjölgað mikið og einnig hef­ur út­b­urður aukist vegna sam­skipta­vanda og ónæðis. Óþol sam­fé­lags­ins er býsna mikið. Það vilja all­ir að við út­veg­um fólki sem á í erfiðleik­um hús­næði en það vill eng­inn hafa fólk sem er öðru­vísi í ná­grenni við sig. Sam­búð í fjöl­býl­is­hús­um get­ur vissulega tekið á þar sem ein­stak­ling­ar búa sem eru í mik­illi neyslu. Við þekkj­um slík dæmi og það er auðvitað mjög erfitt fyr­ir alla aðila,“ seg­ir Regína.

Húsnæði þarf að vera aðgengilegt fyrir efnaminna fólk, segir Regína, en um sex þúsund íbúðir hurfu út úr verkamannabústaðakerfinu þegar það var lagt niður á sínum tíma. Það er í Reykjavík einni en 11 þúsund á landinu öllu.

Vægari úrræði oft betri kostur en innlögn

Þegar María er spurð út í það þegar fólk talar um að geðsviðið vísi fólki frá segir hún það vera vegna þess að það telji að innlagnir leysi allan vanda. „Oft eru það vægari úrræði sem væru heppilegri og við viljum efla þau ásamt því að sinna bráðaþjónustu hér á Landspítalanum,” segir María.

Hópurinn sem er með geðrofssjúkdóma og fíkn sem er að leggjast inn ítrekað en svarar illa meðferð er ekki stór, eða 30-40 manns.

„Góð úrræði fyrir þennan hóp myndu breyta gríðarlega miklu. Sennilega eru ekki nema 10-12 einstaklingar sem myndu flokkast sem erfiðir vegna ofbeldishneigðar og við erum í viðræðum við velferðarráðuneytið um að koma upp búsetukjarna fyrir þennan hóp. Ef það væri byggður íbúðakjarni með íbúðum fyrir fólk sem þarf á meiri gæslu að halda yrði mikill vandi leystur. Þetta er ekkert endilega fólk með geðsjúkdóma heldur amar oft eitthvað annað að sem ekki er á færi geðsviðsins að veita aðstoð við.

Á Akureyri eru rekin slík úrræði og hefur verið gert með samingi milli ríkisins og bæjarins í mörg ár. Við teljum að það þurfi að koma slíku úrræði upp hér á höfuðborgarsvæðinu, það er fyrir fólk sem þarf á mikilli gæslu að halda.”

Í sumum löndum eru úrræði sem þessi rekin á vegum sveitarfélaganna en í öðrum á vegum ríkissjúkrahúsa. Niðurstaðan hér er sú að best væri að reka slíkan búsetukjarna á vegum Reykjavíkurborgar í nánu samstarfi við Landspítalann. Þörf er fyrir slík úrræði fyrir 8-10 manns en þetta er hópur sem er oft vistaður í fangelsum eða kemur inn á geðdeildina. Það er ekki gott að mati Maríu, sem segir ekki alltaf um geðraskanir að ræða enda sé ofbeldi ekkert algengara meðal geðsjúkra en annarra.

Að búa á sjúkrahúsi er ekkert líf.
Að búa á sjúkrahúsi er ekkert líf. mbl.is/Hari

Fordómar taka á

Erfitt sé að eiga við það þegar fólk komi inn á geðdeildina í annarlegu ástandi eftir mikla neyslu örvandi efna og sé mjög oft vopnað.

„Við erum sjúkrahús og berum ábyrgð á fjölmörgum sjúklingum sem ekki er hægt að bjóða upp á þetta. Það þarf hins vegar að halda vel utan um þennan hóp, sem væri best gert í að veita þessu fólki þjónustu í nærumhverfi.

Þegar þessir einstaklingar beita ofbeldi er oft spurt – var ekki farið með viðkomandi á geðdeild? Þeir sem beita ofbeldi eiga ekki heima á geðdeild heldur í fangelsi. Ofbeldi er glæpur og á að vera á hendi lögreglu en okkar er að annast fólk með sjúkdóma. Þessir fordómar í garð geðsjúkra eru erfiðir og taka á,” segir María.

Þegar fólk fer að eldast dregur oft úr einkennum geðraskana og geta margir búið á almennum hjúkrunarheimilinum en aðrir ekki. Hjúkrunarheimilið Fellsendi í Dalasýslu er sérhæft hjúkrunarheimili fyrir fólk með alvarlegar geðraskanir og koma margir íbúarnir þar frá geðsviði Landspítalans, samkvæmt vef hjúkrunarheimilisins.

Að sögn Maríu hefur hjúkrunarheimilið Mörk sinnt þessum hópi mjög vel og veitt góða þjónustu, en Mörkin hefur sótt um að fá að opna sjö ný geðrými. „Það væri frábært ef það yrði að veruleika og myndi losa um hjá okkur, því við erum með hluta geðdeildar teppta þar sem ekki er hægt að útskrifa fólk á hjúkrunardeildir. Þetta hefur dómínóáhrif, þar sem flæðið er ekki eðlilegt á deildinni þegar svo er. Það munar um hvert rúm og við höfum dæmi um að fólk hafi beðið á geðdeild í meira en ár eftir hjúkrunarheimili.

Það á bæði við um þá sem eiga hvergi heima og ekki hægt að senda út á götuna sem og fólk sem á heima á hjúkrunarheimilum en fær ekki inni.

Við höfum líka séð að skjólstæðingar okkar þurfa að bíða lengur en aðrir eftir hjúkrunarrýmum. Því miður er ekki hægt að skrifa það á annað en fordóma því þetta er fólk sem er ekkert öðruvísi en aðrir sem eiga að komast á hjúkrunarheimili.”

María fagnar fleiri úrræðum á vegum heilsugæslunnar og stofnun geðteymis vestur, en frekar verður fjallað um þau mál í þessum greinaflokki á mbl.is um næstu helgi.

„Mikilvægt að heilsugæslan umfaðmi þennan hóp sérstaklega því lífslíkur þeirra sem glíma við erfiða geðsjúkdóma eru mun styttri en annarra. Það sem skiptir mestu er að skjólstæðingar okkar fái sem besta þjónustu og rétta þjónustu alltaf. Hvar sem það er í velferðarkerfinu.”

Eins og fram kemur í annarri grein í þessum sama greinaflokki á mbl.is um helgina þurfti að loka innlagnarhluta fíknigeðdeildarinnar í sjö vikur í sumar og tekur María undir með starfsfólki þar að aldrei sé gott að neyðast til að loka deildum.

„Lokun deilda er ekki góð og geðsviðið er þar ekkert undanskilið. En okkur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Ég tel alveg ljóst að við munum ekki loka svona lengi næsta sumar. Við þurfum að spara eins og aðrir en ég vona að stjórnvöld standi við stóru orðin að bæta geðheilbrigðisþjónustu í landinu, enda eru tæplega 40% af örorku í landinu vegna geðsjúkdóma. Það er dýrt að missa fólk á örorku um tvítugt og við verðum að stórefla þjónustu við yngsta hópinn svo við getum komið í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram,” segir María Einisdóttir.

Stefnt er að því að nýjar reglur um félagslegt leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg verði samþykktar í velferðarráði nú á haustmánuðum. Með þeim verður regluverk skýrara og aðgengilegra, sbr. álit umboðsmanns Alþingis. Um er að ræða heildstæðar reglur sem ná yfir allt félagslegt leiguhúsnæði. Sérstakur kafli verður um sértæk húsnæðisúrræði fyrir utangarðsfólk og skýrt kveðið á um leiðbeiningarskyldu.

Samþykkt var í borgarráði nýverið að fela umhverfis- og skipulagssviði að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi og eins var samþykkt fjárveiting til kaupa á gistiheimili/húsnæði með einstaklingsíbúðum þar sem hægt er að koma fyrir allt að 25 manns.

Einnig var samþykkt að hefja viðræður við viðeigandi ráðuneyti og aðra aðila varðandi stofnframlög til húsnæðis, samstarf um málefni utangarðsfólks, heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp og kostnaðarþátttöku nágrannasveitarfélaga, auk þess að skora á félags- og húsnæðismálaráðherra að skylda sveitarfélög að fjölga félagslegum íbúðum.

Á fundi velferðarráðs 10. ágúst var samþykkt tillaga um stofnun stýrihóps sem mótar stefnu í þjónustu við þá sem eru skilgreindir utangarðs, til ársins 2025.

Helstu verk­efni starfs­hóps­ins eru að móta stefnu og aðgerðaáætl­un í mála­flokkn­um fram til árs­ins 2025. Einnig að skil­greina hug­tök og sam­ein­ast um notk­un þeirra, greina stöðu utang­arðsfólks í Reykja­vík og þróun á und­an­förn­um árum og skil­greina þá þjón­ustu sem ber að sinna skv. lög­um um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga ann­ars veg­ar og þá þjón­ustu sem heil­brigðis­yf­ir­völd­um ber að veita.

mbl.is