Fólki jafnvel hent út á gaddinn

Börnin okkar og úrræðin | 15. september 2018

Fólki jafnvel hent út á gaddinn

„Matur og húsaskjól! Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar er svo miklu auðveldara að hjálpa fólki og árangur meðferðar margfalt betri,” segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Búsetuúrræði fólks með tvíraskanir hafa verið mjög til umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt í sumar um húsnæðisvanda þeirra sem falla undir hugtakið „utangarðsfólk” og þá sérstaklega þeirra sem glíma við fíknivanda, stundum samhliða geðrænum vanda og/eða líkamlegri fötlun, og eru ekki færir um að leysa húsnæðismál sín sjálfir. Taldi umboðsmaður að víða væri pottur brotinn þegar kæmi að þessum málaflokki hjá sveitarfélögum.

Fólki jafnvel hent út á gaddinn

Börnin okkar og úrræðin | 15. september 2018

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir segir þá sem eru með tvígreiningu standa …
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir segir þá sem eru með tvígreiningu standa hvað höllustum fæti þegar kemur að húsnæðismálum. mbl.is/Hari

„Mat­ur og húsa­skjól! Ef þess­ar grunnþarf­ir eru upp­fyllt­ar er svo miklu auðveld­ara að hjálpa fólki og ár­ang­ur meðferðar marg­falt betri,” seg­ir María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans. Bú­setu­úr­ræði fólks með tvírask­an­ir hafa verið mjög til um­fjöll­un­ar und­an­farið, ekki síst eft­ir að umboðsmaður Alþing­is birti álit sitt í sum­ar um hús­næðis­vanda þeirra sem falla und­ir hug­takið „utang­arðsfólk” og þá sér­stak­lega þeirra sem glíma við fíkni­vanda, stund­um sam­hliða geðræn­um vanda og/​eða lík­am­legri fötl­un, og eru ekki fær­ir um að leysa hús­næðismál sín sjálf­ir. Taldi umboðsmaður að víða væri pott­ur brot­inn þegar kæmi að þess­um mála­flokki hjá sveit­ar­fé­lög­um.

„Mat­ur og húsa­skjól! Ef þess­ar grunnþarf­ir eru upp­fyllt­ar er svo miklu auðveld­ara að hjálpa fólki og ár­ang­ur meðferðar marg­falt betri,” seg­ir María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans. Bú­setu­úr­ræði fólks með tvírask­an­ir hafa verið mjög til um­fjöll­un­ar und­an­farið, ekki síst eft­ir að umboðsmaður Alþing­is birti álit sitt í sum­ar um hús­næðis­vanda þeirra sem falla und­ir hug­takið „utang­arðsfólk” og þá sér­stak­lega þeirra sem glíma við fíkni­vanda, stund­um sam­hliða geðræn­um vanda og/​eða lík­am­legri fötl­un, og eru ekki fær­ir um að leysa hús­næðismál sín sjálf­ir. Taldi umboðsmaður að víða væri pott­ur brot­inn þegar kæmi að þess­um mála­flokki hjá sveit­ar­fé­lög­um.

Ein helsta áskor­un geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar felst í því að hún fell­ur bæði inn­an ramma rík­is­ins (heil­brigðisþjón­ust­an) og sveit­ar­fé­lag­anna (fé­lagsþjón­ust­an). „Einn af meg­in­veik­leik­um þjón­ust­unn­ar felst í því að þess­ir aðilar vinna ekki nægi­lega þétt sam­an og hafa til­hneig­ingu til að henda kostnaði og um leið fólk­inu á milli sín,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Geðhjálp­ar. 

Hún seg­ir að vand­inn end­ur­spegl­ist m.a. í því að hóp­ur fólks fest­ist inni á sjúkra­hús­um vegna skorts á bú­setu­úr­ræðum í sveit­ar­fé­lagi viðkom­andi. Þetta þýði að þeir sem þurfi á inn­lögn að halda kom­ist ekki að vegna þess að út­skrifaðir sjúk­ling­ar teppi dýr­mæt pláss. Eins sé eng­um manni hollt að dvelja lang­dvöl­um á sjúkra­húsi og fari fólki jafn­vel aft­ur í bata við að dvelja leng­ur en þörf er á inni á sjúkra­húsi.

Þeir sem eru með tvígrein­ingu, það er geð- og fíkni­vanda, eða jafn­vel fjöl­grein­ing­ar þar sem til að mynda þroska­höml­un bæt­ist við, standa hvað höllust­um fæti, seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Reykja­vík­ur­borg rek­ur og/​eða styrk­ir þrjú áfanga­heim­ili sem eru skil­greind sem sér­tækt hús­næði fyr­ir ein­stak­linga sem eru að ná sér eft­ir langvar­andi neyslu skv. lög­um um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga, en þar búa 37 ein­stak­ling­ar.

Áfanga­heim­ilið Braut­in er fyr­ir karl­menn og eru þar níu ein­stak­lings­í­búðir. Áfanga­heim­ilið M18 fyr­ir karl­menn er með átta her­bergi og áfanga­heim­ilið VIN, sem rekið er í sam­starfi við SÁÁ, er með 20 her­bergi fyr­ir karla. Fleiri áfanga­heim­ili eru einnig rek­in í Reykja­vík af ein­stak­ling­um og sam­tök­um, s.s. Dyngj­an, sem er fyr­ir kon­ur, og Drauma­setrið og áfanga­heim­ili á veg­um Sam­hjálp­ar.

Reykja­vík­ur­borg rek­ur tvö neyðar­at­hvörf, þ.e. Gisti­skýli fyr­ir 25 karla og Konu­kot fyr­ir 8-12 kon­ur, en samn­ing­ur er við Rauða kross­inn um dag­leg­an rekst­ur. Auk þess er samn­ing­ur við Rauða kross­inn um rekst­ur á Vin, sem er at­hvarf fyr­ir geðfatlaða ein­stak­linga, og samn­ing­ur við Sam­hjálp um rekst­ur kaffi­stofu. Í sum­ar var samþykkt fjár­veit­ing í borg­ar­ráði til að stofna nýtt neyðar­skýli með gistiplássi fyr­ir allt að 15 manns sem eiga við fíkni­efna­vanda að stríða og er þar horft á yngri hóp not­enda. 

„Til­finn­an­leg­ur skort­ur er á bú­setu­úr­ræðum fyr­ir geðfatlaða hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, eins og ber­lega kem­ur í ljós í ný­legri út­tekt umboðsmanns Alþing­is. Fólk með tvígrein­ing­ar mæt­ir mikl­um for­dóm­um og dæmi eru um að því sé neitað um þjón­ustu vegna vímu­efna­neyslu.

Í Reykja­vík er rekið eina sér­hæfða bú­setu­úr­ræðið á land­inu fyr­ir karla með tvígrein­ingu, þ.e. geðvanda í virkri fíkni­efna­neyslu. Ekk­ert slíkt bú­setu­úr­ræði er til fyr­ir kon­ur. Ein­hverj­ir í þess­um hópi eru í sér­tækri bú­setu, aðrir búa í al­mennu fé­lags­legu hús­næði og því miður er hluti þessa hóps á göt­unni. Þessi hóp­ur þarf á mik­illi aðstoð að halda og býr jafn­vel ekki yfir færni til þess að sinna dag­legri um­hirðu sinni.

Úrræðin þurfa að vera fjöl­breytt og miðuð að viðkom­andi því þessi hóp­ur er ólík­ur inn­byrðis. Fyrst og fremst þarf fólk að eiga heim­ili, að eiga húsa­skjól til þess að öðlast mann­sæm­andi líf og hugs­an­lega taka við viðeig­andi meðferð. Ef þetta er ekki í lagi geng­ur ekk­ert annað upp,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Hræðilegt þegar fólki er hent út á gadd­inn

Hún seg­ir að það sé hrein­lega ekki boðlegt að karl­ar búi í Gisti­skýl­inu og kon­ur í Konu­koti. „Það er hræðilegt þegar verið er að henda fólki út á gadd­inn í orðsins fyllstu merk­ingu og ætt­ingjarn­ir hringja grát­andi til okk­ar eft­ir aðstoð. Því miður get­um við oft lítið gert til að hjálpa. Við höf­um óskað eft­ir því að komið verði upp dag­úr­ræði í Reykja­vík fyr­ir tvígreinda hóp­inn fyr­ir vet­ur­inn en vit­um ekki enn hvort það verður,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bæt­ir við að þau úrræði sem eru í boði eins og at­hvörf fyr­ir fólk með geðrask­an­ir séu ekki fyr­ir fólk í vímu þó svo að sá hóp­ur leiti inn í þessi úrræði.

Fólk sem hvergi á heima er ekki stór hóp­ur og með sam­stilltu átaki rík­is og sveit­ar­fé­laga á að vera hægt að leysa vanda verst settu 40-50 ein­stak­ling­anna og skapa far­veg fyr­ir þenn­an hóp til framtíðar á einu til tveim­ur árum, seg­ir Anna Gunn­hild­ur og bend­ir á að þessi hóp­ur sé afar fjöl­breytt­ur og vara­samt sé að halda að hægt sé að leysa vanda hans með skyndi­lausn­um eða ein­föld­um leiðum eins og að fjölga aðeins fé­lags­legu hús­næði.

Svo mik­il sóun og sár­græti­legt að bjóða fólki upp á þetta

María seg­ir að geðsvið Land­spít­al­ans sé með þriggja mánaða end­ur­hæf­ingar­úr­ræði og að því loknu, þegar fólk hafi náð eins mikl­um bata og starfs­fólk sjúkra­húss­ins telji hægt að ná, sé það út­skrifað.

„En stund­um erum við að út­skrifa fólk í óviðun­andi úrræði eða jafn­vel á göt­una. Horf­um upp á allt fara í sama far aft­ur og það er svo sár­græti­legt. Það er svo mik­il sóun fyr­ir alla, ekki bara geðdeild­ina held­ur fyrst og fremst fyr­ir ein­stak­ling­inn. Reykja­vík­ur­borg er alltaf að reyna að gera bet­ur og bet­ur en það þarf að vinna hraðar og setja meira fjár­magn í þenn­an mála­flokk, að koma fólki í hús­næði.“

Reykja­vík­ur­borg á um tvö þúsund al­menn­ar fé­lags­leg­ar íbúðir en rek­ur þess utan bæði bú­setukjarna fyr­ir fatlaða ein­stak­linga og þjón­ustu­íbúðir fyr­ir eldri borg­ara auk sér­úr­ræða fyr­ir fólk í virkri fíkni­efna­neyslu. Bú­setukjarni sam­an­stend­ur yf­ir­leitt af nokkr­um íbúðum auk sam­eig­in­legs rým­is fyr­ir starfs­fólk og íbúa.

Af 356 ein­stak­ling­um sem búa í íbúðar­kjörn­um vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fatlaða eru 157 skil­greind­ir með geðfötl­un. Þjón­usta við þenn­an hóp er veitt á grund­velli stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar um þjón­ustu við fatlað fólk á heim­il­um sín­um með áherslu á sjálf­stætt líf, vald­efl­andi stuðning og aðstoð. Af þess­um 157 ein­stak­ling­um er 21 skil­greind­ur með bæði geð- og fíkni­vanda og búa þeir á her­bergja­sam­býli eða í bú­setukjarna.

47 á biðlista eft­ir sér­tæku hús­næði fyr­ir geðfatlaða

Um­sækj­andi um sér­tækt hús­næði fyr­ir fatlað fólk, svo sem geðfötl­un, þarf að hafa staðfesta fötl­un­ar­grein­ingu frá Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins eða ann­arri viður­kenndri sjúkra­stofn­un eða frá teymi fag­fólks sem hef­ur sér­fræðiþekk­ingu á fötl­un. Í ág­úst 2018 voru 47 ein­stak­ling­ar á biðlista eft­ir sér­tæku hús­næði fyr­ir geðfatlaða.  

Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að starfs­fólk vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar reyni allt sem í valdi þess stend­ur til að finna hús­næði fyr­ir fólk sem á í erfiðleik­um. Jafn­framt sé unnið í mál­um þessa hóps í sam­starfi við geðsvið Land­spít­al­ans og aðrar viðeig­andi stofn­an­ir.

„Við þurf­um líka að horfa á hinn end­ann, það er hvernig þjón­ust­an er í geðheil­brigðis­kerf­inu. Er fólk að fá nægj­an­lega þjón­ustu þar eða er verið að út­skrifa fólk sem þarf lengri meðferð? Þetta sam­spil þarf að vera í lagi. Það er mjög gott sam­tal á milli okk­ar og geðdeild­ar­inn­ar en eðli­lega vilja þau að við út­veg­um fleiri bú­setu­úr­ræði og að sama skapi vilj­um við að það sé tryggt að meðferðin sé eins góð og hægt er og eft­ir­fylgnin mik­il,“ seg­ir Regína.

Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að Reykjavíkurborg sé í …
Regína Ásvalds­dótt­ir, sviðstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að Reykja­vík­ur­borg sé í dag með hús­næði fyr­ir 70 manns sem fái sér­stak­an bú­set­ustuðning vegna vímu­efna­neyslu. mbl.is/​Hari

Kon­ur með tvígrein­ing­ar í al­gjör­um for­gangi

Varðandi hóp ungra ein­stak­linga sem eiga við al­var­leg­an geðræn­an vanda að stríða seg­ir Regína að Reykja­vík­ur­borg kaupi þjón­ustu af Vina­koti og öðrum sam­bæri­leg­um heim­il­um og hafi kostnaður vegna slíkra úrræða numið um hálf­um millj­arði á ári. Verið er að und­ir­búa stofn­un sér­hæfðs heim­il­is fyr­ir þenn­an hóp á veg­um vel­ferðarsviðs auk þess sem gert er ráð fyr­ir skamm­tíma­vist­un fyr­ir þenn­an hóp.

Ann­ar hóp­ur sem á í mikl­um vanda er kon­ur sem glíma við tvígrein­ing­ar, það er geðrask­an­ir og fíkn, en þær eru í al­gjör­um for­gangi hjá Reykja­vík­ur­borg hvað varðar bú­setu þar sem eng­inn slík­ur bú­setukjarni er til í dag fyr­ir þenn­an hóp, sem er fá­menn­ari en karl­ar í sömu spor­um. 

Í dag eru 76 ein­stak­ling­ar sem eiga við al­var­leg­an fíkni­vanda að etja á biðlista eft­ir sér­tæk­um bú­setu­úr­ræðum en hóp­ur­inn hef­ur verið skil­greind­ur sem „utang­arðsfólk”, eða fólk án fastr­ar bú­setu eins og því er lýst í áliti umboðsmanns Alþing­is. 

Hús­næðisþarf­ir þess­ara ein­stak­linga eru mjög mis­mun­andi en Reykja­vík­ur­borg er í dag með hús­næði fyr­ir 70 manns sem fá sér­stak­an bú­set­ustuðning vegna vímu­efna­neyslu. Þar af eru átta her­bergi á sam­býli fyr­ir karl­menn, samliggj­andi íbúðir fyr­ir kon­ur eru fimm tals­ins en samliggj­andi íbúðir sem og dreifðar fyr­ir bæði kyn­in eru 16. Alls eru 24 íbúðir sem falla und­ir skil­grein­ing­una heim­ili fyrst (e. Hous­ing First) fyr­ir bæði kyn.

Þrjú smá­hýsi eru fyr­ir bæði kyn­in og svo eru 14 her­bergi í Víðinesi fyr­ir bæði kyn­in. „Það að út­vega ein­stak­ling­um „þak yfir höfuðið“ er mik­il­vægt en leys­ir ekki eitt og sér þann vanda sem hluti hóps­ins glím­ir við. Til að auka lík­ur á far­sælli bú­setu þessa hóps – að ein­stak­ling­ar geti haldið heim­ili til lengri tíma er því afar mik­il­vægt að til staðar sé öfl­ug geðheil­brigðisþjón­usta og viðeig­andi vímu­efnameðferð til viðbót­ar eða sam­hliða þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar.“

María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir grundvallaratriði að allir fái …
María Ein­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans, seg­ir grund­vall­ar­atriði að all­ir fái húsa­skjól. Fyrr sé ekki hægt að ætl­ast til þess að fólk svari meðferð. mbl.is/​Hari

Útópía að ætl­ast til þess að all­ir hætti neyslu

„Úrræðin þurfa að vera af öll­um gerðum og það er ekki þannig að ein gerð henti öll­um. Við þurf­um að elta þarf­ir fólks og finna úrræði sem virka. Til að mynda henta smá­hýs­in á Granda fyr­ir ein­hverja en ekki aðra. Sum­ir treysta sér ekki til að hætta í neyslu og við verðum að hjálpa þeim með skaðam­innk­andi úrræðum,” seg­ir María.

Um 50 millj­ón­ir króna eru merkt­ar í fjár­laga­frum­varp­i rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árið 2019 til að koma á fót neyslu­rými í Reykja­vík fyr­ir ein­stak­linga sem nota vímu­efni í æð, þar sem þeir geta átt skjól og aðgang að hrein­um nála­skipta­búnaði.

María seg­ir að neyslu­rými dragi úr sýk­ing­ar­hættu og skapi tæki­færi til að fræða fólk sem er í neyslu um skaðsemi þess­ara efna. María seg­ir nauðsyn­legt að mæta fólki þar sem það er statt og það sé leiðin til þess að ná ár­angri.

„Að ætl­ast til þess að all­ir hætti í neyslu og hægt sé að láta þenn­an vanda hverfa er út­ópía og við verðum að finna aðrar leiðir til þess að viðhalda lág­marks lífs­gæðum hjá hverj­um og ein­um. Við meg­um ekki út­hýsa nein­um, því að all­ir eiga rétt á mann­sæm­andi lífi. Það ger­ist ekki nema með því að fólk hafi húsa­skjól.”

Regína seg­ir vel­ferðarsviðið vera að leita að hent­ugu hús­næði fyr­ir neyslu­rými. „En lík­leg verka­skipt­ing verði þannig að við út­veg­um hús­næði og starfs­fólk til að sinna fé­lags­legri ráðgjöf en ríkið veiti þá heil­brigðisþjón­ustu sem er nauðsyn­leg.”

Regína seg­ir að ekki séu gerðar kröf­ur um að þeir sem búa á Víðinesi séu al­gjör­lega án vímu­efna, eins og gert er á áfanga­heim­il­um, en fólk verði að taka til­lit til ná­granna líkt og ann­ars staðar í fjöl­býli. Þar mega íbú­ar vera með dýr og eins hef­ur Reykja­vík­ur­borg fast­ar ferðir til og frá Víðinesi til að svara þörf íbú­anna sem þar búa.

Nokk­ur hreyf­an­leg teymi eru starf­rækt á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar, meðal ann­ars vett­vangs- og ráðgjafat­eymi, en starfs­fólkið þar sinn­ir heim­il­is­laus­um ein­stak­ling­um m.a. þeim sem sækja Gisti­skýlið, Konu­kot og Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar eða búa í styrktri bú­setu. 

Vel­ferðarsvið hef­ur auk þess gert samn­ing við Barka, sem eru pólsk sam­tök sem veita ein­stak­ling­um aðstoð við að kom­ast í meðferð í Póllandi. Á ár­inu 2018 hafa 23 ein­stak­ling­ar fengið aðstoð við að fara í meðferð í Póllandi. Nokkr­ir hafa snúið aft­ur til Íslands en flest­ir búa áfram í Póllandi eft­ir meðferðina.

Geðhjálp legg­ur áherslu á að hverj­um og ein­um ein­stak­lingi sé mætt með ein­stak­lings­bundn­um hætti, það er að þarf­ir og ósk­ir viðkom­andi séu greind­ar og fund­in viðeig­andi lausn.

Það styttist í veturinn og fyrir þá karla sem eru …
Það stytt­ist í vet­ur­inn og fyr­ir þá karla sem eru hús­næðis­laus­ir er fátt annað í boði en að banka upp á í Gisti­skýl­inu. mbl.is/​Hari

Sum­um ein­stak­ling­um inn­an hóps­ins henta þekkt úrræði en aðrir þurfa á ann­ars kon­ar stuðningi að halda. Þar legg­ur Geðhjálp áherslu á að komið verði á fót lang­tímameðferð bæði fyr­ir fólk með og án fíkni­vanda. Eins og Anna Gunn­hild­ur bend­ir á hef­ur lífið leikið suma svo grátt að þeir þurfa í raun­inni á aðstoð að halda við að læra að sinna grunnþörf­um sín­um að nýju.

Eft­ir að meðferð lýk­ur þarf að vera í boði hent­ugt bú­setu­úr­ræði fyr­ir viðkom­andi (í anda Hous­ing first hug­mynda­fræðinn­ar).

„Við leggj­um áherslu á að fólk í virkri fíkn njóti sömu mann­v­irðing­ar og annað fólk og sé veitt viðeig­andi þjón­usta á borð við tæki­færi til sjálf­stæðrar bú­setu. Jafn­framt þarf að tryggja að þessi hóp­ur sé ekki úti­lokaður þegar kem­ur að út­hlut­un hús­næðis vegna þess að marg­ir inn­an þessa hóps eru ein­hleyp­ir.

Nauðsyn­legt er að tryggja öll­um starfs­mönn­um í geðheil­brigðisþjón­ustu á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga fræðslu í mann­rétt­inda­miðaðri geðheil­brigðisþjón­ustu í því skyni að tryggja mann­rétt­indi fólks með geðrask­an­ir. Geðhjálp berst gegn for­dóm­um gagn­vart fólki með geðrask­an­ir en mikl­ir for­dóm­ar eru gagn­vart þess­um hópi og al­veg sér­stak­lega tvígreind­um. Því miður þekkj­um við meira að segja dæmi um að for­dóm­ar leyn­ist meðal starfs­fólks í geðheil­brigðisþjón­ustu. Þess vegna höf­um við lagt ríka áherslu á að þessi hóp­ur fái góða fræðslu um mann­rétt­inda­miðaða geðheil­brigðisþjón­ustu,“ seg­ir Anna Gunn­hild­ur.

Sjúkra­hús eru ekki heim­ili

María seg­ir að það sé eng­um hollt að dvelja of lengi á geðdeild; ekk­ert frek­ar en á öðrum deild­um sjúkra­húss­ins. „Þú ferð inn til meðferðar og þegar þú ert bú­inn að ná því jafn­vægi sem þú sjálf­ur og meðferðaraðilar þínir telja að þú get­ir náð viltu fara og taka þátt í sam­fé­lag­inu. Það er ekk­ert öðru­vísi með geðsjúka en þá sem eru með ein­hvern ann­an sjúk­dóm. Sjúkra­hús eru ekki heim­ili held­ur meðferðarúr­ræði, sér­hæfð sjúkra­hússþjón­usta. Auðvitað væri heppi­legt að ein­hver önn­ur úrræði tækju þar við, en við sjá­um mestu fram­far­irn­ar hjá fólki þegar þjón­ust­an í nærum­hverf­inu er efld.

Okk­ur dreym­ir um að setja sam­an sam­fé­lags­geðteymi fyr­ir þá sem glíma við tvíþætt­an vanda, það er geðrösk­un og fíkn. Tíu manna teymi sem vinn­ur á vett­vangi sem get­ur sinnt 50-100 manns, allt eft­ir því hver þörf­in er, og er með putt­ann á púls­in­um á ástandi skjól­stæðinga sinna. Sum­ir þurfa kannski inn­lit þris­var á dag í ein­hvern tíma. Aðrir eru kannski komn­ir á gott ról og þurfa inn­lit tvisvar í viku. Þjón­ust­an er ein­fald­lega miðuð við þarf­ir skjól­stæðinga og stöðu þeirra hverju sinni.

Skil­yrðin fyr­ir því að svona teymi geti starfað og skilað ár­angri er að skjól­stæðing­arn­ir hafi húsa­skjól, að þeir eigi heim­ili. Við erum með sam­fé­lags­geðteymi sem er að sinna fólki sem á hvergi heima en það er mjög flókið og tíma­frekt. Ef fé­lags­legi þátt­ur­inn er ekki í lagi er þetta mjög erfitt og eig­in­lega óyf­ir­stíg­an­legt,” seg­ir María.

Geðsvið Land­spít­al­ans er í vinnu með Reykja­vík­ur­borg á þessu sviði og hef­ur rætt við fleiri sveit­ar­fé­lög, svo sem Mos­fells­bæ, Reykja­nes­bæ og Kópa­vog. „Það er alltaf kvartað und­an kostnaði sem þessu fylg­ir en auðvitað er þetta dýrt. En kostnaður­inn er enn meiri ef viðkom­andi þarf að búa á sjúkra­húsi því það er ekk­ert líf.

Spít­al­inn er síðan alltaf til staðar ef brýna þörf ber til en við vit­um það líka, eins og við sjá­um hjá sam­fé­lag­steymi sem við rek­um í vest­ur­bæn­um, að inn­lögn­um fækk­ar mjög hjá fólki þegar það til­heyr­ir teymi þar sem það fær þjón­ustu mun fyrr en ann­ars væri. Starfs­menn slíks teym­is eru líka vel inni í mál­um viðkom­andi og boðleiðirn­ar færri,” seg­ir María.

Eiga 10% allra tveggja her­bergja íbúða í Reykja­vík

Reykja­vík­ur­borg áætl­ar að verja tæp­lega 600 millj­ón­um í þjón­ustu vegna ein­stak­linga sem eru utang­arðs á ár­inu 2018 (m.a. bú­setu­úr­ræði, neyðar­skýli og styrk­ir) og hærri fjár­hæð á næsta ári þegar nýtt neyðar­skýli verður sett á lagg­irn­ar. Stefnt er að bygg­ingu eða kaup­um á 200 íbúðum vegna sér­tækr­ar hús­næðisúr­ræða fyr­ir fatlaða á 12 árum (2018–2030). Um er að ræða áfanga­skipta áætl­un sem inni­held­ur íbúðakjarna og stak­ar íbúðir. Um 60 þeirra eru ætlaðar fyr­ir geðfatlaða. Einnig er mark­miðið að fjölga al­menn­um fé­lags­leg­um leigu­íbúðum um 500 á næstu fjór­um árum.

„Við verðum að fá fleiri fé­lags­leg­ar íbúðir í kerfið en hús­næðisbiðlist­inn er mjög lang­ur hjá Reykja­vík­ur­borg. Fé­lags­bú­staðir sjá um kaup og rekst­ur á fé­lags­leg­um íbúðum og er mark­miðið að kaupa 500 íbúðir til árs­ins 2022. Frá 1. ág­úst 2017 til 1. ág­úst 2018 hafa Fé­lags­bú­staðir og at­vinnu- og eigna­skrif­stofa Reykja­vík­ur­borg­ar keypt um 100 íbúðir. 75 þeirra hafa verið skil­greind­ar sem bráðabirgðahús­næði og var sér­stök fjár­veit­ing, 2,5 millj­arðar, samþykkt í borg­ar­ráði í ág­úst 2017 vegna kaup­anna.

Því miður hef­ur ekki gengið nægi­lega hratt að kaupa íbúðir hjá Fé­lags­bú­stöðum og koma nokkr­ar ástæður til. Að hluta til er það vegna reglna um stofn­fram­lög sem hafa sett fé­lag­inu nokkr­ar skorður og því þarf að finna aðrar fjár­mögn­un­ar­leiðir til viðbót­ar.

Hitt er vegna þess að markaður­inn er ekki með nægi­legt fram­boð af tveggja her­bergja íbúðum. Stefna Reykja­vík­ur­borg­ar er svo­kölluð blönd­un, en það er að kaupa stak­ar íbúðir í fjöl­býl­is­hús­um. Reynt er að halda ákveðnu jafn­vægi og kaupa ekki of marg­ar íbúðir í sama stiga­gangi. Þar sem Fé­lags­bú­staðir eiga um 10% af tveggja her­bergja íbúðum í borg­inni í dag klár­ast markaður­inn mjög fljótt,“ seg­ir Regína.

Kvört­un­um fjölg­ar mikið og út­b­urður vegna ónæðis

„Mikið hef­ur verið byggt af dýr­ari og stærri eign­um und­an­far­in ár sem þreng­ir mjög að mögu­leik­um okk­ar á fé­lags­legri blönd­un í hverf­um. Á hinn bóg­inn hef­ur Reykja­vík­ur­borg gert samn­inga við bygg­ing­ar­fé­lög­in Bú­seta og Bjarg um að Fé­lags­bú­staðir kaupi ákveðið hut­fall af íbúðum í þeim fjöl­býl­is­hús­um sem þeir eru eða ætla að byggja og þær íbúðir koma til út­hlut­un­ar á næstu árum,“ seg­ir Regína.

„Þó stærsti hluti fólks sem býr í hús­næði á veg­um Fé­lags­bú­staða séu fyr­ir­mynd­ar ná­grann­ar þá hef­ur stefn­an um fé­lags­lega blönd­un haft þau áhrif að kvört­un­um vegna ónæðis íbúa Fé­lags­bú­staða sem búa í stök­um íbúðum hef­ur fjölgað mikið og einnig hef­ur út­b­urður auk­ist vegna sam­skipta­vanda og ónæðis. Óþol sam­fé­lags­ins er býsna mikið. Það vilja all­ir að við út­veg­um fólki sem á í erfiðleik­um hús­næði en það vill eng­inn hafa fólk sem er öðru­vísi í ná­grenni við sig. Sam­búð í fjöl­býl­is­hús­um get­ur vissu­lega tekið á þar sem ein­stak­ling­ar búa sem eru í mik­illi neyslu. Við þekkj­um slík dæmi og það er auðvitað mjög erfitt fyr­ir alla aðila,“ seg­ir Regína.

Hús­næði þarf að vera aðgengi­legt fyr­ir efnam­inna fólk, seg­ir Regína, en um sex þúsund íbúðir hurfu út úr verka­manna­bú­staðakerf­inu þegar það var lagt niður á sín­um tíma. Það er í Reykja­vík einni en 11 þúsund á land­inu öllu.

Væg­ari úrræði oft betri kost­ur en inn­lögn

Þegar María er spurð út í það þegar fólk tal­ar um að geðsviðið vísi fólki frá seg­ir hún það vera vegna þess að það telji að inn­lagn­ir leysi all­an vanda. „Oft eru það væg­ari úrræði sem væru heppi­legri og við vilj­um efla þau ásamt því að sinna bráðaþjón­ustu hér á Land­spít­al­an­um,” seg­ir María.

Hóp­ur­inn sem er með geðrofs­sjúk­dóma og fíkn sem er að leggj­ast inn ít­rekað en svar­ar illa meðferð er ekki stór, eða 30-40 manns.

„Góð úrræði fyr­ir þenn­an hóp myndu breyta gríðarlega miklu. Senni­lega eru ekki nema 10-12 ein­stak­ling­ar sem myndu flokk­ast sem erfiðir vegna of­beld­is­hneigðar og við erum í viðræðum við vel­ferðarráðuneytið um að koma upp bú­setukjarna fyr­ir þenn­an hóp. Ef það væri byggður íbúðakjarni með íbúðum fyr­ir fólk sem þarf á meiri gæslu að halda yrði mik­ill vandi leyst­ur. Þetta er ekk­ert endi­lega fólk með geðsjúk­dóma held­ur amar oft eitt­hvað annað að sem ekki er á færi geðsviðsins að veita aðstoð við.

Á Ak­ur­eyri eru rek­in slík úrræði og hef­ur verið gert með sam­ingi milli rík­is­ins og bæj­ar­ins í mörg ár. Við telj­um að það þurfi að koma slíku úrræði upp hér á höfuðborg­ar­svæðinu, það er fyr­ir fólk sem þarf á mik­illi gæslu að halda.”

Í sum­um lönd­um eru úrræði sem þessi rek­in á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna en í öðrum á veg­um rík­is­sjúkra­húsa. Niðurstaðan hér er sú að best væri að reka slík­an bú­setukjarna á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar í nánu sam­starfi við Land­spít­al­ann. Þörf er fyr­ir slík úrræði fyr­ir 8-10 manns en þetta er hóp­ur sem er oft vistaður í fang­els­um eða kem­ur inn á geðdeild­ina. Það er ekki gott að mati Maríu, sem seg­ir ekki alltaf um geðrask­an­ir að ræða enda sé of­beldi ekk­ert al­geng­ara meðal geðsjúkra en annarra.

Að búa á sjúkrahúsi er ekkert líf.
Að búa á sjúkra­húsi er ekk­ert líf. mbl.is/​Hari

For­dóm­ar taka á

Erfitt sé að eiga við það þegar fólk komi inn á geðdeild­ina í ann­ar­legu ástandi eft­ir mikla neyslu örv­andi efna og sé mjög oft vopnað.

„Við erum sjúkra­hús og ber­um ábyrgð á fjöl­mörg­um sjúk­ling­um sem ekki er hægt að bjóða upp á þetta. Það þarf hins veg­ar að halda vel utan um þenn­an hóp, sem væri best gert í að veita þessu fólki þjón­ustu í nærum­hverfi.

Þegar þess­ir ein­stak­ling­ar beita of­beldi er oft spurt – var ekki farið með viðkom­andi á geðdeild? Þeir sem beita of­beldi eiga ekki heima á geðdeild held­ur í fang­elsi. Of­beldi er glæp­ur og á að vera á hendi lög­reglu en okk­ar er að ann­ast fólk með sjúk­dóma. Þess­ir for­dóm­ar í garð geðsjúkra eru erfiðir og taka á,” seg­ir María.

Þegar fólk fer að eld­ast dreg­ur oft úr ein­kenn­um geðrask­ana og geta marg­ir búið á al­menn­um hjúkr­un­ar­heim­il­in­um en aðrir ekki. Hjúkr­un­ar­heim­ilið Fell­sendi í Dala­sýslu er sér­hæft hjúkr­un­ar­heim­ili fyr­ir fólk með al­var­leg­ar geðrask­an­ir og koma marg­ir íbú­arn­ir þar frá geðsviði Land­spít­al­ans, sam­kvæmt vef hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins.

Að sögn Maríu hef­ur hjúkr­un­ar­heim­ilið Mörk sinnt þess­um hópi mjög vel og veitt góða þjón­ustu, en Mörk­in hef­ur sótt um að fá að opna sjö ný geðrými. „Það væri frá­bært ef það yrði að veru­leika og myndi losa um hjá okk­ur, því við erum með hluta geðdeild­ar teppta þar sem ekki er hægt að út­skrifa fólk á hjúkr­un­ar­deild­ir. Þetta hef­ur dómínóá­hrif, þar sem flæðið er ekki eðli­legt á deild­inni þegar svo er. Það mun­ar um hvert rúm og við höf­um dæmi um að fólk hafi beðið á geðdeild í meira en ár eft­ir hjúkr­un­ar­heim­ili.

Það á bæði við um þá sem eiga hvergi heima og ekki hægt að senda út á göt­una sem og fólk sem á heima á hjúkr­un­ar­heim­il­um en fær ekki inni.

Við höf­um líka séð að skjól­stæðing­ar okk­ar þurfa að bíða leng­ur en aðrir eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um. Því miður er ekki hægt að skrifa það á annað en for­dóma því þetta er fólk sem er ekk­ert öðru­vísi en aðrir sem eiga að kom­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili.”

María fagn­ar fleiri úrræðum á veg­um heilsu­gæsl­unn­ar og stofn­un geðteym­is vest­ur, en frek­ar verður fjallað um þau mál í þess­um greina­flokki á mbl.is um næstu helgi.

„Mik­il­vægt að heilsu­gæsl­an umfaðmi þenn­an hóp sér­stak­lega því lífs­lík­ur þeirra sem glíma við erfiða geðsjúk­dóma eru mun styttri en annarra. Það sem skipt­ir mestu er að skjól­stæðing­ar okk­ar fái sem besta þjón­ustu og rétta þjón­ustu alltaf. Hvar sem það er í vel­ferðar­kerf­inu.”

Eins og fram kem­ur í ann­arri grein í þess­um sama greina­flokki á mbl.is um helg­ina þurfti að loka inn­lagn­ar­hluta fíknigeðdeild­ar­inn­ar í sjö vik­ur í sum­ar og tek­ur María und­ir með starfs­fólki þar að aldrei sé gott að neyðast til að loka deild­um.

„Lok­un deilda er ekki góð og geðsviðið er þar ekk­ert und­an­skilið. En okk­ur vant­ar hjúkr­un­ar­fræðinga til starfa. Ég tel al­veg ljóst að við mun­um ekki loka svona lengi næsta sum­ar. Við þurf­um að spara eins og aðrir en ég vona að stjórn­völd standi við stóru orðin að bæta geðheil­brigðisþjón­ustu í land­inu, enda eru tæp­lega 40% af ör­orku í land­inu vegna geðsjúk­dóma. Það er dýrt að missa fólk á ör­orku um tví­tugt og við verðum að stór­efla þjón­ustu við yngsta hóp­inn svo við get­um komið í veg fyr­ir að þessi þróun haldi áfram,” seg­ir María Ein­is­dótt­ir.

Stefnt er að því að nýj­ar regl­ur um fé­lags­legt leigu­hús­næði hjá Reykja­vík­ur­borg verði samþykkt­ar í vel­ferðarráði nú á haust­mánuðum. Með þeim verður reglu­verk skýr­ara og aðgengi­legra, sbr. álit umboðsmanns Alþing­is. Um er að ræða heild­stæðar regl­ur sem ná yfir allt fé­lags­legt leigu­hús­næði. Sér­stak­ur kafli verður um sér­tæk hús­næðisúr­ræði fyr­ir utang­arðsfólk og skýrt kveðið á um leiðbein­ing­ar­skyldu.

Samþykkt var í borg­ar­ráði ný­verið að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að út­vega fimm lóðir fyr­ir allt að 25 smá­hýsi og eins var samþykkt fjár­veit­ing til kaupa á gisti­heim­ili/​hús­næði með ein­stak­lings­í­búðum þar sem hægt er að koma fyr­ir allt að 25 manns.

Einnig var samþykkt að hefja viðræður við viðeig­andi ráðuneyti og aðra aðila varðandi stofn­fram­lög til hús­næðis, sam­starf um mál­efni utang­arðsfólks, heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir þenn­an hóp og kostnaðarþátt­töku ná­granna­sveit­ar­fé­laga, auk þess að skora á fé­lags- og hús­næðismálaráðherra að skylda sveit­ar­fé­lög að fjölga fé­lags­leg­um íbúðum.

Á fundi vel­ferðarráðs 10. ág­úst var samþykkt til­laga um stofn­un stýri­hóps sem mót­ar stefnu í þjón­ustu við þá sem eru skil­greind­ir utang­arðs, til árs­ins 2025.

Helstu verk­efni starfs­hóps­ins eru að móta stefnu og aðgerðaáætl­un í mála­flokkn­um fram til árs­ins 2025. Einnig að skil­greina hug­tök og sam­ein­ast um notk­un þeirra, greina stöðu utang­arðsfólks í Reykja­vík og þróun á und­an­förn­um árum og skil­greina þá þjón­ustu sem ber að sinna skv. lög­um um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga ann­ars veg­ar og þá þjón­ustu sem heil­brigðis­yf­ir­völd­um ber að veita.

mbl.is