Passaði hvergi inn

Börnin okkar og úrræðin | 21. september 2018

Passaði hvergi inn

Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar.

Passaði hvergi inn

Börnin okkar og úrræðin | 21. september 2018

mbl.is/Hari

Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar.

Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar.

Hann átti erfitt með að fóta sig í líf­inu en hann varð fyr­ir al­var­legu áfalli í æsku þegar hann var mis­notaður kyn­ferðis­lega af konu sem tengd­ist hon­um ekki fjöl­skyldu­bönd­um. Hann sagði for­eldr­um sín­um aft­ur á móti ekki frá því fyrr en nokkr­um árum fyr­ir and­látið. Skömm­in var of mik­il.

„Son­ur okk­ar var með sjúk­dóm sem varð til þess að hann varð fyr­ir miklu einelti í grunn­skóla. Við tók­um hann því út úr þeim skóla en í nýj­um skóla sneri hann við blaðinu og er sá sem er ódæll og erfiður.

Í kjöl­farið er hann lagður inn á barna- og ung­linga­geðdeild­ina og geng­ur í skóla á henn­ar veg­um. Á þess­um tíma var hann mis­notaður kyn­ferðis­lega en sagði okk­ur ekki frá þessu,“ seg­ir móðir hans.

„Minn­ing­in var svo slæm að hann lokaði á þetta og vildi ekki ræða það. En þetta hafði skelfi­leg áhrif á hann og allt hans líf. Leiðin sem hann valdi var að taka hug­ar­breyt­andi efni, sem hann fékk hjá lækn­um, til þess að gleyma, en það viss­um við ekki,“ seg­ir faðir hans.

Þau hjón­in eru sam­mála um mik­il­vægi þess að skoða sögu barna sem glíma við erfiðleika og nota sam­talsmeðferð í stað lyfja. 

„Hann notaði fíkni­efni frá ung­lings­aldri en hans aðal­efni voru lyf­seðils­skyld lyf. Hann var alltaf að leita að leið fyr­ir sig sjálf­ur og hann fór þessa leið – að skófla í sig pill­um sem deyfðu all­ar hans til­finn­ing­ar og hann fékk stund­ar­hvíld í hug­an­um frá vond­um til­finn­ing­um, en þeim fylgdu mik­ill kvíði og þung­lyndi.

Ég áttaði mig ekki á því hvað hann glímdi við fyrr en ég heyrði fólk lýsa áfall­a­streiturösk­un í út­varpsþætti, því þetta hefði al­veg eins getað verið hann sem var að tala í út­varpið. Þá var hann orðinn full­orðinn,“ seg­ir hún.

Viðtalið birtist einnig á mbl.is um síðustu helgi

Þau segj­ast hafa reynt all­ar leiðir sem þau vissu um til þess að hjálpa hon­um að verða edrú. Í raun hafi þau horft mest á neysl­una þegar hann var um tví­tugt enda vissu þau ekki um rót vand­ans – áfallið sem lá eins og mara á sál hans.

„Við vit­um að hann fór sjálf­ur inn á geðdeild í nokk­ur skipti eft­ir að hann varð átján ára en við vit­um ekki með fullri vissu hvort hann hafi reynt að taka eigið líf áður en hon­um tókst það um þrítugt.

Mín per­sónu­lega skoðun er sú að þegar um svona al­var­lega fíkn­sjúk­dóma og meðfylgj­andi kvíða og þung­lyndi er að ræða eigi lækn­ar að láta fjöl­skyld­ur svona veikra ein­stak­linga vita. Þeir eiga í flest­um til­fell­um fjöl­skyld­ur sem þrá ekk­ert heit­ar en að styðja við bakið á þeim, sama á hverju geng­ur í lífi þeirra. Því ef við vit­um ekki hvernig þeim líður, hvernig eig­um við þá að geta hjálpað þeim?“ seg­ir móðir hans.

„Dreng­ur­inn okk­ar ánetjaðist lyf­seðils­skyld­um lyfj­um og var það það sem eft­ir var. Hann dó ekki af því að hann vildi deyja, hann dó af því að hann gat ekki ekki lifað.

Hann var alltaf kát­ur og glaður og sýndi aldrei út á við hvað hon­um leið illa og sinnti alltaf vinnu. Hann átti fjöld­ann all­an af vin­um og kunn­ingj­um en hann gat ekki lifað og því miður valdi hann þessa leið,“ bæt­ir hún við.

Sjálfs­víg eru skelfi­leg fyr­ir alla fjöl­skyld­una sem sit­ur eft­ir og það er mik­il vinna að vinna sig út úr áfalli sem þessu og segja þau að maður missi ekki barnið sitt í sjálfs­vígi og tak­ist á við lífið að nýju án aðstoðar. Þau hafi fengið mikla og góða aðstoð, bæði áfalla­hjálp sem og ann­an stuðning, og sveit­ar­fé­lagið þar sem þau bjuggu hjálpaði þeim við að greiða hluta af kostnaðinum sem fylgdi.

„Ég þurfti á mik­illi aðstoð að halda því ég gat ekki sætt mig við það að son­ur minn hefði verið mis­notaður og ég sem móðir ekki vitað af því. Maður glím­ir við spurn­ing­ar eins og: hvað gerði ég rangt og hvað gerði ég ekki? Ól ég hann ekki eins upp og hin börn­in því ekk­ert þeirra hef­ur lent í því sem hann lenti í sem barn? Enn þann dag í dag hugsa ég með sjálfri mér: ef við hefðum gert þetta eða ekki gert hitt, hvað þá?

Maður spyr sjálf­an sig alltaf og fer ósjálfrátt í að ásaka sig en við hjón­in vor­um strax ákveðin í að láta þetta ekki buga okk­ur. Við mynd­um gera allt til þess að vinna okk­ur upp á við. Við sótt­um okk­ur hjálp með því að taka þátt í starfi hópa fyr­ir fólk sem hef­ur misst ná­komna.

Son­ur okk­ar er dá­inn og við get­um ekki breytt því en við höf­um reynt að koma sorg­inni og reiðinni í far­veg. Því reiði fylg­ir áfalli sem þessu og ekki endi­lega á sama tíma hjá báðum for­eldr­um,“ seg­ir hún.

Hún svaf lítið sem ekk­ert sól­ar­hring­um sam­an og reyndi að fá út­rás fyr­ir ork­una sem fylgdi reiðinni með því að hreyfa sig. Hún hjólaði upp um fjöll og firn­indi og gekk milli fjalls og fjöru. Nokkuð sem hún hafði aldrei gert áður. Jafn­framt fór hún í píla­gríms­göngu sem gerði henni mjög gott.

Alltaf til önn­ur lausn

„Ég segi í dag að ég hafi fylgt syni mín­um til himna. Maður fylg­ir barn­inu sínu fyrsta dag­inn í leik­skóla, grunn­skóla, á fót­boltaæf­ingu og annað sem leið barn­anna ligg­ur. Ég fylgdi mín­um syni áleiðis til himna og þetta hjálpaði mér ótrú­lega mikið. Ég var búin að skila drengn­um mín­um til himna. Eft­ir þetta hef ég náð meiri ró innra með mér þó svo að þetta sé enn gríðarlega erfitt. Ekki bara fyr­ir okk­ur for­eldr­ana held­ur einnig aðra í fjöl­skyld­unni.

Fyrstu árin þarf maður að laga sig að nýju lífi, nýj­um veru­leika, þar sem vant­ar einn ná­inn ein­stak­ling inn í fjöl­skyld­una. Jól án hans og fjöl­skyldu­sam­kom­ur án hans. Af­mæl­is­dag­ur­inn hans var mjög erfiður fyrsta árið og marg­ir aðrir dag­ar sem við átt­um.

Við töl­um oft um hann og reyn­um að halda minn­ingu hans mjög á lofti því við vilj­um ekki þegja um dreng­inn okk­ar og þó svo að farið hafi verið í fel­ur með svona dauðdaga hér áður fyrr, og skömm oft­ast fylgt sjálfs­vígi, þá á það ekki að gera það. Það á að ræða sjálfs­víg með virðingu en ekki upp­hefja þau. Eitt sem er svo skelfi­legt við það þegar fólk vel­ur þessa leið er hversu end­an­leg hún er. Það er alltaf til ein­hver önn­ur lausn, en það er eins og þeir sem svipta sig lífi finni ekki þessa leið, hún sé þeim lokuð.“

Hún seg­ist hafa lesið bók­ina Þrá eft­ir frelsi eft­ir Bever­ly Cobain og Jean Larch en Bever­ly er geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og frænka Kurts Cobains, söngv­ara Nir­v­ana, sem framdi sjálfs­víg tutt­ugu og sjö ára gam­all. Bók­inni er ætlað að styðja aðstand­end­ur þeirra sem falla fyr­ir eig­in hendi.

„Eft­ir að hafa lesið bók­ina skil­ur maður bet­ur aðdrag­and­ann að sjálfs­víg­um. Vill­una sem kem­ur upp í huga þeirra. Sum­ir halda að þeir séu að gera for­eldr­um sín­um greiða því þeir séu byrði. Þeir eru með rang­hug­mynd­ir um lífið og sjálfa sig.

Son­ur okk­ar fór oft­ast sín­ar eig­in leiðir í líf­inu og þrátt fyr­ir ít­rekaðar meðferðir féll hann alltaf aft­ur,“ seg­ir hún.

Þau segja að það vanti mikið upp á þraut­seigju gagn­vart krökk­um eins og hon­um þegar þau koma í meðferð á Vogi. Að minnsta kosti á þeim tíma sem hann fór ít­rekað í meðferð.

„Ef þú ert á sjúkra­húsi með krabba­mein eða aðra sjúk­dóma og ger­ir eitt­hvað á sjúkra­hús­inu sem þú mátt ekki gera er þér ekki hent um­svifa­laust út.

En ef þú ert átján eða nítj­án ára og í meðferð við fíkn á sjúkra­hús­inu á Vogi, og ger­ir eitt­hvað sem þú mátt ekki gera sam­kvæmt regl­um sjúkra­húss­ins, þá er þér fyr­ir­vara­laust, án und­an­tekn­inga, vísað út á göt­una aft­ur og aðstand­end­ur fá enga vitn­eskju um það og er þeim því ekki mögu­legt að grípa neitt inn í sem gæti orðið þeim til hjálp­ar.

Þetta eru börn­in okk­ar, hvort sem þau eru fimm ára eða átján ára. Við fædd­um þau inn í þenn­an heim og ólum þau upp. Það á að vera rétt­ur for­eldra að fá að vita um veik­indi barna sinna svo við get­um stutt við bakið á þeim,“ seg­ir móðir ungs manns sem ekki sá aðra leið færa en svipta sig lífi.

mbl.is