360.000 krónur á klukkutíma í spilakassa

360.000 krónur á klukkutíma í spilakassa

Með því að bæta meðferðarúrræði fyrir spilafíkla mætti koma í veg fyrir mikinn samfélagslegan skaða og kostnað. Spilafíklar fá sjaldan rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði eru fá, þekkingu á spilafíkn skortir í heilbrigðiskerfinu og fólk í þessum hópi dettur gjarnan út af vinnumarkaði með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir sem þekkir spilafíkn af eigin raun. Alma er viðskiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn og vinnur nú að forvarnar- og fræðsluverkefni um spilafíkn í samstarfi við leikstjórann Baldvin Z.

360.000 krónur á klukkutíma í spilakassa

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 25. nóvember 2019

Alma Hafsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með …
Alma Hafsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn og vinnur nú að forvarnar- og fræðsluverkefni um spilafíkn í samstarfi við leikstjórann Baldvin Z. Árni Sæberg

Með því að bæta meðferðarúrræði fyrir spilafíkla mætti koma í veg fyrir mikinn samfélagslegan skaða og kostnað. Spilafíklar fá sjaldan rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði eru fá, þekkingu á spilafíkn skortir í heilbrigðiskerfinu og fólk í þessum hópi dettur gjarnan út af vinnumarkaði með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir sem þekkir spilafíkn af eigin raun. Alma er viðskiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn og vinnur nú að forvarnar- og fræðsluverkefni um spilafíkn í samstarfi við leikstjórann Baldvin Z.

Með því að bæta meðferðarúrræði fyrir spilafíkla mætti koma í veg fyrir mikinn samfélagslegan skaða og kostnað. Spilafíklar fá sjaldan rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði eru fá, þekkingu á spilafíkn skortir í heilbrigðiskerfinu og fólk í þessum hópi dettur gjarnan út af vinnumarkaði með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir sem þekkir spilafíkn af eigin raun. Alma er viðskiptafræðingur og fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu í spilafíkn og vinnur nú að forvarnar- og fræðsluverkefni um spilafíkn í samstarfi við leikstjórann Baldvin Z.

Spilaði fyrir hátt í 30 milljónir á 18 mánuðum

„Ég hætti að spila árið 2000 eftir að hafa verið að spila frá því ég var barnung. Árið 2011 byrjaði ég síðan aftur og ég veit satt best að segja ekki hvers vegna ég gerði það. Þá átti ég tvö börn, var í góðu starfi og í eigin íbúð,“ segir Alma, en hún spilaði nánast eingöngu í spilakössum. 

„Á 18 mánuðum spilaði ég fyrir hátt í 30 milljónir. Ég fór einu sinni á netið, en aldrei erlendis í spilavíti eða neitt slíkt eins og margir spilafíklar gera. Ég seldi nánast allt sem ég átti, ég var komin með gott lánstraust hjá bönkum og notaði það í botn. Þetta eru vissulega miklir peningar, en ég hef því miður heyrt um miklu hærri upphæðir, allt að fimm milljónir á dag. En í eðli sínu snýst spilafíkn ekki um peninga. Ég er ekki alkóhólisti, ég nota engin vímuefni og engan, sem hitti mig á þessum tíma, hefði grunað þetta. Spilafíkn er ekki fallegt fyrirbæri; það er t.d. ekkert huggulegt við það að geta ekki keypt kuldaskó á börnin sín vegna þess að allir peningarnir hafa farið í spilin. Það er mjög erfitt að ætla að tala fallega um spilafíkn eða rekstur spilakassa, en vissulega er bati frá spilafíkn bæði fallegur og jákvæður.“

Dæmin um að fólk sé að skuldsetja sig og aðra …
Dæmin um að fólk sé að skuldsetja sig og aðra vegna spilafíknar og tapi jafnvel öllum sínum eigum eru ótal mörg, segir Alma. Árni Sæberg

Skuldar foreldrum sínum stórfé vegna spilafíknar

Alma segist þekkja mörg dæmi um þær ógöngur sem spilafíkn getur leitt fólk í og eftir að hún fór að vekja máls á málefni spilafíkla á opinberum vettvangi, veita ráðgjöf á Smartlandi og opna meðferðarstofu sína Spilavandi.is hafa fjölmargar fjölskyldur, börn og makar spilafíkla haft samband við hana og beðið um ráðleggingar varðandi fíknina. „Oftar en ekki hafa átt sér stað ótal árangurslausar björgunaraðgerðir og fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Ég get t.d. nefnt dæmi um ungan, vel menntaðan karlmann sem er kominn í mikla skuld við forelda sína vegna spilafíknar. Eitt sinn fékk ég símtal á miðnætti frá hágrátandi konu sem bað mig um hjálp vegna þess að faðir hennar vildi ekki með nokkru móti koma með henni heim, en hún hafði farið út að leita að honum og fundið hann á spilastað. Hún sagðist hafa beðið starfsfólk staðarins um að vísa honum út, en því var hafnað. Svo get ég nefnt dæmi um konu, sem leitaði til mín vegna þess að tengdafaðir hennar hefur tapað stórfé í spilakössum.“

Alma Hafsteinsdóttir. „Á 18 mánuðum spilaði ég fyrir hátt í …
Alma Hafsteinsdóttir. „Á 18 mánuðum spilaði ég fyrir hátt í 30 milljónir. Ég fór einu sinni á netið, en aldrei erlendis í spilavíti eða neitt slíkt eins og margir spilafíklar gera. Ég seldi nánast allt sem ég átti, ég var komin með gott lánstraust hjá bönkum og notaði það í botn. Þetta eru vissulega miklir peningar, en ég hef því miður heyrt um miklu hærri upphæðir, allt að fimm milljónir á dag.“ Árni Sæberg

Sérstakt úrræði fyrir skuldsetta spilafíkla? 

„Dæmin um að fólk sé að skuldsetja sig og aðra vegna spilafíknar og  tapi jafnvel öllum sínum eigum eru ótal mörg. Ég þekki nokkur mál þar sem fólk með spilafíkn hefur verið dæmt fyrir fjárdrátt sem það hefur gerst sekt um eftir að allt lánstraust var uppurið. Það má alveg velta því fyrir sér í sambandi við umræðuna um að afglæpavæða fíkniefnaneyslu hvort hægt væri að koma á einhverju sérstöku úrræði fyrir þennan hóp því að fólk er ennþá spilafíklar eftir að það hefur afplánað sinn dóm,“ segir Alma. 

872 spilakassar á Íslandi

Tvö fyrirtæki reka spilakassa hér á landi; annars vegar Happdrætti Háskóla Íslands, HHÍ sem m.a. rekur Háspennuspilasalina og hins vegar Íslandsspil sem er í eigu Rauða kross Íslands sem á 64% eignarhlut, Landsbjargar sem á 26,5% og SÁÁ sem á 9,5% eignarhlut.

Kassarnir eru reknir samkvæmt lögum um söfnunarkassa og eru kassar Íslandsspila annars vegar staðsettir í söluturnum og verslunum, þar sem hægt er að leggja undir 250 krónur að hámarki í hverjum leik og hins vegar í spilasölum og á vínveitingastöðum þar sem hægt er að leggja undir að hámarki 300 krónur. 18 ára aldurslágmark er í alla kassana.

Kassar HHÍ kallast Gullnáman, þar er ýmist 18 eða 20 ára aldurslágmark og á vefsíðu HHÍ segir að kassarnir séu staðsettir þar sem börn og unglingar hafi ekki aðgengi og því séu engir þeirra í söluturnum eða verslunum. Að hámarki er hægt að leggja 300 krónur undir í hverjum leik. 

Í vor voru 872 spilakassar í notkun hér á landi, að því er fram kom í svari þáverandi dómsmálaráðherra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur við fyrirspurn Björn Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata.  493 kassar voru á vegum HHÍ og 379 á vegum Íslandsspila. Þessir kassar voru á samtals 104 stöðum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, 28 spilastaðir eru á vegum HHÍ og spilastaðir Íslandsspila eru 76.

1,9 milljarða króna hagnaður

Í svari ráðherra kom einnig fram að tekj­ur fyrirtækjanna af spilakössunum voru samtals rúmir 12,2 millj­arðar króna í fyrra,  sem er 22% aukn­ing frá ár­inu 2015 þegar þær voru rúmir 10 miljarðar. Hagnaður af kössunum var rúmir 1,9 milljarðar í fyrra sem er 32% aukning frá árinu 2015 þegar hann var 1.4 milljarðar. Hagnaður HHÍ af spilakössunum var 1.103 milljónir og hagnaður Íslandsspila var 802 milljónir.

„Dæmin um að fólk sé að skuldsetja sig og aðra …
„Dæmin um að fólk sé að skuldsetja sig og aðra vegna spilafíknar og tapi jafnvel öllum sínum eigum eru ótal mörg,“ segir Alma. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

360.000 tap á klukkustund

Að sögn Ölmu er hægt að taka ótakmarkað fé út úr posum spilasala og verslana þar sem spilakassar eru. „Hver leikur í spilakassa tekur um tvær til þrjár sekúndur,“ segir Alma. „Þannig er hægt að spila allt að 1.200 leiki á klukkustund. Það er mest hægt að leggja 300 krónur undir í hverjum leik og þannig er hægt að tapa allt að 360.000 krónum á klukkustund í einum kassa. Það er reyndar vel hægt að tapa meiri peningum á klukkutíma, því það er ekki óalgengt að langt leiddir spilafíklar spili í tveimur kössum samtímis.“

Ráfa um í heilbrigðiskerfinu með rangar greiningar

Alma segist viss um að ríkið verði af heilmiklum tekjum vegna fólks með spilafíkn og hafi af fíkninni mikinn kostnað. „Margir úr þessum hópi fara á endurhæfingarlífeyri, örorku eða atvinnuleysisbætur. Spilafíklar, eða fólk með spilaæði eins og það er skilgreint í kerfinu, ráfa um í heilbrigðiskerfinu með rangar greiningar á borð við þunglyndi, kvíða og geðhvörf. Það kostar samfélagið líka heilmikið,“ segir Alma.

Hún segir að rannsóknir bendi til þess að spilafíkn eins einstaklings hafi áhrif á að meðaltali sex aðra með beinum eða óbeinum hætti og því megi ætla að áhrifin séu víðtæk í samfélaginu. „Ég held að það myndi spara samfélaginu heilmikla peninga ef boðið yrði upp á fleiri og þá sérhæfð úrræði fyrir fólk með spilafíkn.“ 

Var ráðlagt að fara einn hring með strætó

Alma, sem áður starfaði sem viðskiptafræðingur, talar af eigin reynslu en hún varð óvinnufær af völdum spilafíknar, fór á sjúkradagpeninga og síðan í starfsendurhæfingu hjá VIRK. „Ég þekki þetta. Að detta niður í svartasta þunglyndi eftir að hafa algjörlega misst alla stjórn á fíkninni og reynt að leita mér aðstoðar sem var hreinlega ekki að fá.  Einn þeirra lækna, sem ég leitaði til, ráðlagði mér að fara einn hring með strætó og sjá hvort ég myndi ekki losna við spilalöngunina þannig.“ 

Rafrænt morfín eða krakk-kókaín

Hún segir að rannsóknir bendi til þess að spilakassar séu þrisvar til fjórum sinnum meira ávanabindandi en aðrar tegundir fjárhættuspila og vísar þar í rannsóknir sem Natasha Dow Schüll, prófessor við New York háskóla, hefur gert, en hún skrifaði m.a. bókina Addiction by Design þar sem fjallað er um spilafíkn. „Hún talar um spilakassa sem rafrænt morfín eða krakk-kókaín. Hver leikur tekur svo stuttan tíma og kassarnir eru hannaðir til þess að hvetja fólk til að endurtaka leikinn og það eru dæmi um að fólk sé allt að 72 klukkutíma í spilakössum án þess að borða eða sofa. Enda kemur 75 - 90% af hagnaði allra spilavíta í Bandaríkjunum frá spilakössum,“ segir Alma. 

Það eru mörg dæmi um að spilakassar séu í nágrenni …
Það eru mörg dæmi um að spilakassar séu í nágrenni við grunnskóla. Ég veit til þess að krakkar séu að fara í þá í hádeginu til að spila í þeim, segir Alma. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Spilakassar oft í nágrenni grunnskóla

Hún segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af börnum og unglingum í þessu sambandi. „Það eru mörg dæmi um að spilakassar séu í nágrenni við grunnskóla. Ég veit til þess að krakkar séu að fara í þá í hádeginu til að spila í þeim, þeir eru stundum stúkaðir af, en alls ekki alltaf og þeir eru stundum mjög sýnilegir. Þó að það sé aldurslágmark í kassana, þá hef ég heyrt um og séð þess mörg dæmi um að því sé ekki framfylgt. Flestir spilafíklar byrja að þróa fíkn sína í þessum kössum og færa sig svo yfir í önnur fjárhættuspil.“

Bjóða áfengismeðferð við spilafíkn

Íslandsspil og HHÍ reka vefsíðuna Ábyrg spilun þar sem veittar eru upplýsingar um peningaspil og þá áhættu sem getur fylgt þeim. Þar er m.a. sjálfspróf og vísað í hjálparsíma Rauða krossins,  SÁÁ, heilsugæslustöðvar, og GA-samtökin, sem eru samtök fyrir þá sem telja sig eiga í spilavanda. Tvö af þessum hjálparúrræðum; SÁÁ og hjálparsími Rauða krossins njóta ágóðans af spilakössunum. 

Á vefsíðu SÁÁ segir að þar sé boðið upp á meðferð við spilafíkn. Hún er í formi þriggja daga helgarnámskeiðs þar sem um er að ræða fyrirlestra og hópfundi og á síðunni segir að markmiðið sé að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Þá geta þeir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils fengið viðtal við ráðgjafa SÁÁ. 

Að mati Ölmu er þetta ekki fullnægjandi meðferðarúrræði við svo alvarlegri fíkn. „Myndum við bjóða öðrum fíklum upp á þetta? Mér finnst þetta ósanngjarnt gagnvart þessum hópi og það er eins og ekki sé horfst í augu við hvað spilafíkn er alvarleg. Ég tel þetta líka vera mjög blekkjandi þar sem þarna er fullyrt að um sé að ræða meðferð og fólk telur sig þá vera að fara í meðferð. Ástvinir eru því með væntingar um bata, en svo er fólk ekki að fara í meðferð heldur einungis á helgarnámskeið í fyrirlestraformi.“

Alma segir mörg dæmi um að fólk með spilafíkn hafi farið í áfengismeðferð hjá SÁÁ, þrátt fyrir að eiga ekki við áfengisvanda að stríða. Þar hafi fólki verið sagt að það gæti vel nýtt sér meðferðina ef það myndi bara gæta þess að skipta orðinu áfengi út fyrir spil. „Þetta eru svo ólíkar gerðir fíknar og afleiðingarnar ekki þær sömu,“ segir Alma. „Spilafíklar eru t.d. ekki að vakna út um allan bæ og vita ekkert hvað þeir gerðu kvöldið áður. Þeir eru heldur ekki að æla ofan í veskið sitt. Spilafíkill getur þróað sjúkdóm sinn töluvert lengur með sér, þar sem erfitt getur reynst að sjá á honum, öfugt við t.d. áfengisfíkn. Vissulega er öll fíkn eins í grunninn, en við getum ekki verið með eina meðferð fyrir allar tegundir fíknar. Það býður engin þjóð upp á það og við eigum heldur ekki að gera það.“

Það fer enginn í þessa spilakassa til að styrkja gott …
Það fer enginn í þessa spilakassa til að styrkja gott málefni, segir Alma. Kristinn Ingvarsson

Er fíkn fólks ásættanlegur fórnarkostnaður?

Alma segir þversögn í því fólgna að tveir rekstraraðilar spilakassanna bjóði upp á meðferð og aðstoð fyrir fíkla sem sé þá væntanlega fjármögnuð að hluta til af hagnaði af kössunum. Þar á hún við meðferðarstarf SÁÁ og skaðaminnkunarstarf, hjálparstarf, geðheilsuverkefni og hjálparsíma Rauða krossins.

„Ég skil vel að fólk vilji styrkja þessi samtök og þau málefni sem þau vinna að, ég held að flestir vilji gera það. En það fer enginn í þessa spilakassa til að styrkja gott málefni. Þessi samtök eru ekki hafin yfir gagnrýni, þau eru ekki ósnertanleg,“ segir Alma og veltir því upp hversu trúverðugur málflutningur þessara rekstraraðila sé varðandi spilafíkn. „Ég tel að þarna skapist gríðarlegir hagsmunaárekstrar og ég velti því fyrir mér hvort þessir aðilar væru öflugari og sýnilegri í umræðu um spilafíkn ef þeir hefðu engra hagsmuni aðra en að hjálpa spilafíklum. Helgar tilgangurinn meðalið? Er fíkn fólks ásættanlegur fórnarkostnaður? Líf sem lögð eru í rúst?“

mbl.is