Amma spilafíkill - það er ég

Amma spilafíkill - það er ég

„Amma spilafíkill. Það er ég. 65 ára ósköp venjuleg kona í Grafarvogi sem fór í meðferð á Vogi án þess að hafa nokkurn tímann bragðað áfengi.“ Þetta segir Guðrún, óvirkur spilafíkill sem hafði brennt allar brýr að baki sér þegar hún fór í meðferð við spilafíkn fyrir níu árum, en þá grunaði engan hvernig komið var fyrir henni. „Ég hélt lengi vel að ég væri eini spilafíkillinn á Íslandi,“ segir hún.  

Amma spilafíkill - það er ég

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 26. nóvember 2019

„Ég hélt lengi vel að ég væri eini spilafíkillinn á …
„Ég hélt lengi vel að ég væri eini spilafíkillinn á Íslandi,“ segir Guðrún. mbl.is/Árni Sæberg

„Amma spilafíkill. Það er ég. 65 ára ósköp venjuleg kona í Grafarvogi sem fór í meðferð á Vogi án þess að hafa nokkurn tímann bragðað áfengi.“ Þetta segir Guðrún, óvirkur spilafíkill sem hafði brennt allar brýr að baki sér þegar hún fór í meðferð við spilafíkn fyrir níu árum, en þá grunaði engan hvernig komið var fyrir henni. „Ég hélt lengi vel að ég væri eini spilafíkillinn á Íslandi,“ segir hún.  

„Amma spilafíkill. Það er ég. 65 ára ósköp venjuleg kona í Grafarvogi sem fór í meðferð á Vogi án þess að hafa nokkurn tímann bragðað áfengi.“ Þetta segir Guðrún, óvirkur spilafíkill sem hafði brennt allar brýr að baki sér þegar hún fór í meðferð við spilafíkn fyrir níu árum, en þá grunaði engan hvernig komið var fyrir henni. „Ég hélt lengi vel að ég væri eini spilafíkillinn á Íslandi,“ segir hún.  

Hún heitir reyndar ekki Guðrún, en hún vill ekki koma fram undir nafni af tillitsemi við fjölskyldu sína. „Ég held að þau hafi þurft að þola meira en nóg út af mér,“ segir hún.

Guðrún segist sem barn og unglingur hafa spilað af og til í tíkallakössum í sjoppum eins og flestir aðrir. „En þegar ég hitti Háspennukassana í fyrsta skiptið, að ég held í kringum árið 2000,  var það ást við fyrstu sýn. Umhverfið, hljóðin í kössunum — það er svo margt sem mér fannst heillandi. Ég slakaði algerlega á þegar ég var að spila, ég kallaði það að vera í algleymi; mér fannst ég ná sambandi við sjálfa mig í gegnum kassann.“

Spilaði fyrir tugþúsundir á dag

Á þessum tíma var líf Guðrúnar „bara mjög venjulegt“, eins og hún lýsir því sjálf. Hún og eiginmaður hennar bjuggu ásamt börnum sínum í eigin húsnæði og gátu nokkurn veginn gert það sem þau langaði til. „Ég myndi segja að ég hefði haft það mjög gott,“ segir Guðrún sem hafði starfað á sama vinnustaðnum í mörg ár og gengið afar vel í starfi.

Happdrætti Háskóla Íslands er annar þeirra aðila sem rekur spilakassa …
Happdrætti Háskóla Íslands er annar þeirra aðila sem rekur spilakassa hér á landi. Sumir spilastaðir HHÍ eru merktir sem „Casino slots“. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spilafíknin jókst jafnt og þétt. Hún segist stundum hafa spilað fyrir tugþúsundir á dag, en segir að það hafi ekki komið niður á vinnu hennar eða heimilislífi. 

Hvernig getur maður falið það fyrir maka sínum og fjölskyldu að spila í spilakassa fyrir tugþúsundir króna á dag? „Það er ekkert mál. Ég sá alfarið um okkar fjármál og mér tókst að leyna þessu lengi. Spilafíklar eru, eins og aðrir fíklar, mjög lunknir við að fela hlutina. Ég vaktaði t.d. ferðir póstsins þannig að ég var alltaf heima þegar hann kom og gat þá stungið undan reikningum sem bárust. Það gekk ekki alltaf upp og þá lét ég senda allan póst í pósthólf þangað sem ég sótti hann og faldi ógreiddu reikningana.“

Guðrún segist nánast eingöngu hafa spilað í spilakössum í Gullnámunni og að lágmarki í 2-3 tíma á hverjum degi. „Ég fór á kvöldin og hvenær sem ég komst. Ég þóttist vera að fara eitthvað annað, stundum var ég allt upp í 4 til 5 tíma. Undir lokin var ég svo farin að spila aðeins á netinu.“

„Þegar ég hitti Háspennukassana í fyrsta skiptið, að ég held …
„Þegar ég hitti Háspennukassana í fyrsta skiptið, að ég held í kringum árið 2000, var það ást við fyrstu sýn. Umhverfið, hljóðin í kössunum - það er svo margt sem mér fannst heillandi,“ segir Guðrún. Kristinn Ingvarsson

Vinningurinn farinn áður en hann var leystur út

Hún segist nokkrum sinum hafa unnið nokkur hundruð þúsunda króna vinninga. „Ég vann t.d. einu sinni hálfa milljón. En hún var farin aftur í spilakassann áður en ég náði að leysa hana út.“ Og hún lagði ýmislegt á sig til að komast í spilakassa. „Einu sinni var ég t.d. ekki með bíl, en ég varð að komast í kassann. Næsti staður með spilakassa var í sjö kílómetra fjarlægð og mér fannst ekkert tiltökumál að rölta þangað og réttlætti það einhvern veginn fyrir mér.“

Eftir nokkur ár hafði Guðrún lagt fjárhag þeirra hjóna í rúst, eins og hún orðar það. Engir reikningar höfðu verið greiddir um tíma og hún hafði fengið lán hjá fjölda fólks. Spurð hvort vinir hennar og fjölskylda hafi ekki séð eitthvað einkennilegt við að hún, fullorðin konan, væri sífellt að biðja um peningalán segist hún einfaldlega hafa logið að fólki. „Spilafíkillinn er duglegur að finna skýringar til að geta haldið áfram að spila,“ segir hún.

Lagði spilin á borðið í bókstaflegri merkingu

Guðrún segir að hún hafi ekki átt annarra kosta völ en að leggja spilin á borðið, í bókstaflegri merkingu þess hugtaks. „Ég var bókstaflega farin að skulda öllum og ég þurfti að telja lengi í mig kjark til að setjast niður með fjölskyldunni og segja þeim hvernig væri ástatt fyrir mér. Ég hafði líka hugleitt að taka eigið líf; að láta mig hverfa vegna þess að mér fannst að ég væri búin að koma svo illa fram við alla.“

Hún segist hafa mætt skilningi og stuðningi hjá flestum af sínum nánustu. „En það kom fólki virkilega á óvart að ég væri spilafíkill; fólk vissi að mér þótti gaman að fara í spilakassa og það var litið á þetta sem skemmtilega sérvisku en ekki alvarlegt fíknivandamál.“

„Sá hópur sem ég hef einna mestar áhyggjur af eru …
„Sá hópur sem ég hef einna mestar áhyggjur af eru ungir karlmenn,“ segir Guðrún í viðtalinu. Árni Sæberg

Aldrei smakkað áfengi og var komin inn á Vog

Þetta var fyrir níu árum og í kjölfarið fór Guðrún í meðferð á Vog. „Þetta var almenn meðferð fyrir alkóhólista og þarna var ég, konan sem aldrei hef smakkað áfengi. Ég man að ég var komin í slopp og sat í herbergi með hópi af fólki sem allt var í slopp. Ég spurði sjálfa mig; hvað ertu að gera hérna? Þú átt ekkert erindi hér. En ég fann mig fljótlega, meðferðin nýttist mér vel og ég fór út sem óvirkur fíkill.“ 

Talsverðan tíma tók að koma fjármálum fjölskyldunnar aftur á réttan kjöl þar sem skuldir höfðu safnast upp víða og Guðrún segist prísa sig sæla yfir því að smálán voru ekki komin til sögunnar á þessum tíma. „Þá hefðu skuldirnar verið margfaldar. Ég er 100% viss um það.“

Var gerð ófjárráða

Að samkomulagi varð á milli hennar og fjölskyldunnar að þau tækju af henni öll fjárráð. Hún fékk skammtað fé og þurfti að gera grein fyrir hverri krónu. Hún kom einnig fram af hreinskilni við viðskiptabanka sinn og sagði starfsfólki þar hvernig í pottinn var búið. Þar fékk hún aðstoð við að koma fjármálum sínum í réttan farveg og segist óendanlega þakklát fyrir það. Hún fékk síðan fjárráðin aftur tveimur árum síðar. „Það var ein stærsta stundin í lífi mínu þegar ég fann að fjölskyldan mín treysti mér á ný. Það er ómetanlegt að njóta trausts eftir allt það sem ég gerði,“ segir Guðrún og bætir við að afar mikilvægt sé að aðstandendur spilafíkla fái ráðgjöf og stuðning. „Fólkið mitt fékk leiðsögn hjá ráðgjafa hjá SÁÁ og það var mjög gagnlegt.“

Veistu hvað þú spilaðir fyrir mikið? „Nei, ég hef ekki tekið það saman. En þetta voru nokkuð margar milljónir, ég gæti giskað á 30-50 milljónir.“ 

Alls konar fólk úr öllum stigum samfélagsins

Guðrún hefur aðstoðað fólk sem stríðir við spilafíkn og aðstandendur þess. „Ég vil láta gott af mér leiða og ég veit hvað þessi sjúkdómur getur verið erfiður. Síðan mér tókst að losna við fíknina hef ég aftur fundið tilgang lífsins. Það er yndislegt.“

Er eitthvað sem einkennir þennan hóp? „Þetta er alls konar fólk og kemur úr öllum stigum samfélagsins. En það sem allir eiga sameiginlegt er að hafa talið sér trú um að þeir hafi fullkomin tök á spilunum, löngu eftir að ástandið er komið úr böndunum. Sá hópur sem ég hef einna mestar áhyggjur af eru þeir ungu karlmenn sem eru að spila á netinu. Ég veit að þetta er ört stækkandi hópur.“

Hvað er það við spilakassa sem gerir fólk að fíklum? „Það er örugglega persónubundið, en í mínu tilviki var þetta flótti. Þarna þurfti ég ekki að hugsa neitt og stundum fannst mér ég varla vita hvar ég var. Ég hef heyrt þessa skýringu hjá mörgum öðrum. En ég velti aldrei fyrir mér að ég væri að leggja góðu málefni lið með því að spila og satt best að segja er ég ekki sátt við að fyrirtækin skuli fá fé frá spilakössum. Mér finnst til dæmis öfugsnúið að SÁÁ hafi notað peningana, sem ég spilaði fyrir, í meðferðina mína.“ 

Þessi sjúkdómur verður alltaf til staðar

Guðrún segir að það hafi verið erfitt að hætta að spila. „Ég tók einn dag í einu og fyrst fannst mér að ég myndi aldrei komast út úr þessu. En tíminn leið og einn daginn áttaði ég mig á því að allt í einu voru dagarnir orðnir 700.“

Hefurðu spilað síðan þá? „Nei, aldrei. En mig hefur langað og þá hef ég hringt í fjölskyldu mína eða félaga úr GA (skammstöfun fyrir Gamblers Anonymous sem eru Samtök fólks sem vill ráða bug á spilafíkn). Þessi sjúkdómur verður alltaf til staðar, hann mun alltaf minna á sig.“

mbl.is