„Hún spilaði fyrir skírnargjöf sonar okkar. Lét sig hverfa og eyddi hátt í milljón á mánuði. Eitt það versta var þegar við höfðum mælt okkur mót í Grasagarðinum á afmælisdegi sonar okkar þar sem við ætluðum að eiga skemmtilegan dag. Þegar hún kom ekki fór ég að leita að henni og fann hana á næsta spilakassastað.“
„Hún spilaði fyrir skírnargjöf sonar okkar. Lét sig hverfa og eyddi hátt í milljón á mánuði. Eitt það versta var þegar við höfðum mælt okkur mót í Grasagarðinum á afmælisdegi sonar okkar þar sem við ætluðum að eiga skemmtilegan dag. Þegar hún kom ekki fór ég að leita að henni og fann hana á næsta spilakassastað.“
„Hún spilaði fyrir skírnargjöf sonar okkar. Lét sig hverfa og eyddi hátt í milljón á mánuði. Eitt það versta var þegar við höfðum mælt okkur mót í Grasagarðinum á afmælisdegi sonar okkar þar sem við ætluðum að eiga skemmtilegan dag. Þegar hún kom ekki fór ég að leita að henni og fann hana á næsta spilakassastað.“
Þetta segir Jónas, karlmaður á fimmtugsaldri, en fyrrverandi eiginkona hans er spilafíkill. Hann vill ekki koma fram undir nafni af tillitssemi við fyrrverandi konu sína og segir að spilafíknin hafi valdið þeim nægilegum þjáningum nú þegar.
„Við kynntumst 2006 og hún sagði mér fljótlega að hún væri spilafíkill. Ég vissi hvað það var, því ég átti vin sem var í sömu sporum. Við ákváðum að hún myndi leita sér aðstoðar og henni tókst að ná sér á strik með aðstoð GA-samtakanna.“
Þar vísar hann til Gamblers Anonymous, alþjóðlegra samtaka sem bjóða upp á aðstoð við einstaklinga sem eiga í spilavanda.
Konan, sem hafði eingöngu spilað í spilakössum, var óvirkur spilafíkill í um tíu ár, en þá fór allt aftur á versta veg. Hún fór að spila aftur og eyddi um fjórum milljónum á 5—6 mánuðum. „Þetta var stjórnlaust,“ segir Jónas og í framhaldi af þessu fór konan í meðferð á Vogi og á Vík á vegum SÁÁ. „Það var ágætismeðferð, en hún er miðuð að þörfum áfengis- og vímuefnafíkla. En hún gat sem betur fer tengt við margt og held að hún hafi verið án spila eftir þetta,“ segir Jónas.
Hann segir fyrrverandi eiginkonu sína lánsama að hafa getað nýtt sér meðferðina. „Ég veit því miður um spilafíkla sem þessi meðferð hefur ekki hentað og þá er fátt annað í boði. Það þyrfti sérhæfðari meðferðir fyrir spilafíkla, maður fær á tilfinninguna að þetta sé eins og hálfgerð hliðarafurð hjá þeim. Það vantar líka meiri eftirfylgni fyrir spilafíkla sem hafa lokið meðferð. Meðferðin opnar augu fólks, en það þarf að vinna áfram í vandanum eftir að henni lýkur.“
Annað sem Jónas segir skorta eru úrræði fyrir aðstandendur spilafíkla. „Það þarf meiri fræðslu; þetta er svo falinn vandi og það er satt best að segja erfitt að skilja þetta. Fólk er ekki að innbyrða nein efni og það er auðvelt að fela þetta. Allt of auðvelt.“
Hann er sjálfur óvirkur alkóhólisti og segir það vera sína tilfinningu að meiri skilningur sé á áfengisfíkn en spilafíkn. „Ég hélt sjálfur áður fyrr að spilafíkn væri einhvers konar hliðarfíkn með áfengis- eða vímuefnavanda. Ég áttaði mig engan veginn á því hvað hún er sterk fyrr en ég kynntist fólki sem er að berjast við þetta.“