Lögreglan handtók 20 liðsmenn skipulagðra glæpasamtaka á Spáni nýverið sem hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðum á fjórum flóttamönnum sem höfðu keypt sér far með smyglbátum samtakanna.
Lögreglan handtók 20 liðsmenn skipulagðra glæpasamtaka á Spáni nýverið sem hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðum á fjórum flóttamönnum sem höfðu keypt sér far með smyglbátum samtakanna.
Lögreglan handtók 20 liðsmenn skipulagðra glæpasamtaka á Spáni nýverið sem hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðum á fjórum flóttamönnum sem höfðu keypt sér far með smyglbátum samtakanna.
Yfir 150 lögreglumenn tóku þátt í að handtaka liðsmenn skipulagðra glæpasamtaka á Spáni sem eru grunaðir um að bera ábyrgð á dauða flóttafólksins. Mikill viðbúnaður var í tengslum við aðgerðirnar enda glæpamennirnir álitnir vopnaðir og hættulegir vegna fyrri sögu um ofbeldisglæpi að því er segir í tilkynningu frá Europol.
Europol sendi lögreglumenn til Spánar til að aðstoða spænsku lögregluna (Policía Nacional) í aðgerðunum í lok mars. Um samhæfðar aðgerðir var að ræða í Algeciras, Ceuta, La Linea de la Concepción og Madrid. Húsleit var gerð á sex stöðum og 20 handteknir. Þeir hafa verið ákærðir fyrir smygl á flóttafólki og fjögur morð. Hald var lagt á þrjá báta, þar af eina snekkju, vopn og ýmislegt sem tengist smyglinu.
Glæpamennirnir smygluðu fólki frá Marokkó yfir Gíbraltarsund til Spánar og til þess að vekja ekki grunsemdir yfirvalda var eldsneytið sett á flóttabátana úti á sjó. Flestir flóttamannanna, mjög oft ungmenni, greiddu um 2.500 bandaríkjadali, 319 þúsund krónur, fyrir flutninginn. Allar öryggisreglur voru þverbrotnar og eru til gögn sem sýna að glæpamennirnir bera ábyrgð á því að fjórir drukknuðu í febrúar þegar þeir voru á leiðinni yfir til Spánar.