Táragasi beitt og steinum kastað í hermenn

Á flótta | 16. nóvember 2021

Táragasi beitt og steinum kastað á pólsku landamærunum

Pólskar hersveitir hafa beitt táragasi og sprautað vatni úr háþrýstidælu á flóttafólk sem reynir að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi. 

Táragasi beitt og steinum kastað á pólsku landamærunum

Á flótta | 16. nóvember 2021

Frá Bruzgi-Kuznica landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands í dag.
Frá Bruzgi-Kuznica landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands í dag. AFP

Pólskar hersveitir hafa beitt táragasi og sprautað vatni úr háþrýstidælu á flóttafólk sem reynir að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi. 

Pólskar hersveitir hafa beitt táragasi og sprautað vatni úr háþrýstidælu á flóttafólk sem reynir að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi. 

BBC greinir frá. 

Sumt flóttafólk greip til þess ráðs að kasta grjóti að pólskum hermönnum, samkvæmt upplýsingum frá pólska varnarmálaráðuneytinu.

Undanfarnar nokkrar vikur hafa þúsundir flóttafólks, aðallega frá Mið-Austurlöndum, safnast saman við landamæri Hvíta-Rússlands til að reyna að komast inn í lönd Evrópusambandsins.

Hvíta-Rússar hafa verið sakaðir um að beina innflytjendum að landamærunum til að reyna að ógna stöðugleika í ESB en Hvít-Rússar þvertaka fyrir slíkar ásakanir.

Samskipti ESB og Hvíta-Rússlands hafa verið mjög stirð frá því Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lýsti yfir sigri í forsetakosningum á síðasta ári, sem taldar eru af flestum Evrópuríkjum ólöglegar, og reyndi að þagga niður andóf með því að herja á fjöldamótmæli og handtaka pólitíska andstæðinga.

Refsiaðgerðir sem ESB og Bandaríkin hafa beitt Hvíta-Rússland síðasta árið verða hertar í kjölfar flóttamannakreppunnar á landamærum Póllands. 

mbl.is