Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra um að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu vegna þess ástands sem hefur skapast í landinu í kjölfar innrásar Rússlands.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra um að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu vegna þess ástands sem hefur skapast í landinu í kjölfar innrásar Rússlands.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra um að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu vegna þess ástands sem hefur skapast í landinu í kjölfar innrásar Rússlands.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, þann 22. mars um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu, og eftir atvikum tillögur sem eru til þess fallnar að létta á álagi í nágrannaríkjum Úkraínu vegna fjölda flóttafólks. Telur ríkisstjórnin mikilvægt að huga að hópum sem eru í sérlega viðkvæmri stöðu og einnig hvort hægt sé að létta á byrðum þeirra nágrannaríkja Úkraínu sem eiga sérstaklega erfitt með að anna fjölda flóttafólks.
Fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda samkvæmt tillögum flóttamannanefndar eru eftirfarandi:
Fjöldi þeirra einstaklinga frá Úkraínu sem þegar hefur sótt um vernd hérlendis er rúmlega 820 manns og mun halda áfram að aukast á næstunni. Með ákvörðun sinni í morgun mun ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti viðkvæmum hópum frá Úkraínu og nemur heildarfjöldi þeirra sem nú er stefnt að því að taka á móti á bilinu 120-140 manns.