Hvetur Ísrael til að hugsa með höfðinu

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

Hvetur Ísrael til að hugsa með höfðinu en ekki hjartanu

Dav­id Ca­meron, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, segir ótvírætt að Ísrael eigi rétt á að verjast árásum frá Íran. Hann bætir þó við að ráð Bretlands væri að hefna sín ekki og hvatti hann Ísraela til að hugsa með „höfðinu, ekki hjartanu.“

Hvetur Ísrael til að hugsa með höfðinu en ekki hjartanu

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

David Cameron utanríkisráðherra Bretlands.
David Cameron utanríkisráðherra Bretlands. AFP/Mandel Ngan

Dav­id Ca­meron, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, segir ótvírætt að Ísrael eigi rétt á að verjast árásum frá Íran. Hann bætir þó við að ráð Bretlands væri að hefna sín ekki og hvatti hann Ísraela til að hugsa með „höfðinu, ekki hjartanu.“

Dav­id Ca­meron, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, segir ótvírætt að Ísrael eigi rétt á að verjast árásum frá Íran. Hann bætir þó við að ráð Bretlands væri að hefna sín ekki og hvatti hann Ísraela til að hugsa með „höfðinu, ekki hjartanu.“

Mikilvægt að koma í veg fyrir manntjón

„Það sem við, ásamt bandamönnum, þurfum að gera er að sigra umræðuna á alþjóðavettvangi um hver raunverulegi árásarmaðurinn er en einnig að tryggja að við reynum að draga úr ástandinu svo það verði ekki frekara manntjón og þjáningar,“ sagði Cameron við Breska ríkisútvarpið í morgun. 

Hann hefur rætt við utanríkisráðherra Írans sem sagði árásirnar það minnsta sem Íranir gátu gert og að þeir vonuðust augljóslega til að fleiri flaugar kæmust i gegnum lofthelgi Ísraels.

Cameron sagði að 301 árásardróna Írans hefði verið skotið að Ísrael, þar af voru 110 flugskeyti og 43 stýriflaugar. Ef árásin hefði tekist hefðu þúsundir geta látist bætir Cameron við. 

Nauðsynlegt að grípa til refsiaðgerða

Spurður hvort Bretland hafi verið nógu skýrt í garð Ísraels hvað varðar verndun palestínskra íbúa á Gasa sagði Cameron viðleitni Bretlands beinast að því að tryggja hlé á bardögum og koma neyðaraðstoð til Gasa. 

Þá ítrekaði hann rétt Ísrael til að verjast árásum og sagði árásina á laugardagskvöld sanna að „Ísrael þurfi stundum að verjast og hafi svo sannarlega burði til þess“.

Hann telur nauðsynlegt að skoða hvort grípa eigi til frekari refsiaðgerða í garð Íran.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, mun gefa yfirlýsingu í neðri deild breska þingsins síðdegis þar sem hann fjallar um árás Írans á Ísrael.

mbl.is